Harmar vantraustsyfirlýsingu Snigla Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. október 2020 09:58 Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar. Vísir/Sigurjón Forstjóri Vegagerðarinnar harmar vantraustsyfirlýsingu sem stjórn Snigla, samtök áhugamanna um öruggan akstur bifhjóla, lýstu yfir á hendur stofnuninni og Bergþóru Þorkelsdóttur, forstjóra hennar, í vikunni. „Okkur finnst þetta mjög leitt og höfum lagt áherslu á að vinna með öllum okkar vegfarendahópum þannig að við hörmum það,“ sagði Bergþóra í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Yfirlýsing sniglanna var gefin út í kjölfar umfjöllunar fréttaskýringaþáttsins Kveiks um ástand vegakerfisins á Íslandi og var meðal annars fjallað um banaslys sem varð á Kjalarnesi í sumar þegar bifhjól og bíll skullu saman. Tvö létust í slysinu og einn slasaðist. Vegagerðin hafi brugðist við á þrennan hátt Athygli beindist fljótt að malbikinu sem þá hafði nýlega verið lagt á vegkaflanum og þótti of sleipt og segir Bergþóra að malbikið hafi ekki staðist þær kröfur sem settar voru af Vegagerðinni í útboðinu til verksins. Nokkrum dögum eftir slysið var nýtt malbik lagt á vegkaflann þar sem slysið varð Bergþóra sagði í gær að brugðist hafi verið hjá Vegagerðinni á þrennan hátt. „Í fyrsta lagi með því að taka utan um þennan stað þar sem slysið varð og gera viðeigandi ráðstafanir þar um leið og við áttuðum okkur á því. Síðan fórum við í það að endurskoða alla þá parta sem voru hluti af þessu útboði, þetta útboð tók yfir fimm vegkafla. Þeir hafa allir verið fjarlægðir nema einn sem stenst sannarlega kröfur, og hefur verið lagt á þá nýtt malbik,“ sagði Bergþóra. Þriðja liðinn sagði hún vera endurskoðun á öllum verklagsreglum og ferlum Vegagerðarinnar og mun þeirri endurskoðun ljúka nú um áramótin að sögn Bergþóru. „Markmiðið með þeirri endurskoðun er auðvitað að sjá hvað við getum gert betur og hvernig getum við fylgt þeim verktökum sem vinna fyrir okkur betur eftir. Hvernig getum við veitt betri upplýsingar, meiri stuðning og meira yfirlit?“ Allir nýir vegkaflar standast viðnámspróf Í ályktun Snigla segir að fleiri slys hafi orðið á hringtorgum í borginni sem hafi ítrekað verið kvartað undan en að hálkuskilti hafi verið sett upp við flest, ef ekki öll þessi hringtorg í tilraun til að losa Vegagerðina undan ábyrgð í stað þess að malbika upp á nýtt með réttum hætti. Bergþóra segir verklagsreglur segja til um það að hálkuskilti skuli sett upp þar sem áhyggjur eru uppi um að hált geti orðið til dæmis í rigningu. Allir vegkaflar sem hafi verið lagðir í sumar hafi verið viðnámsmældir. Allir þeir kaflar sem hafi fallið á viðnámsprófinu hafi verið hluti af verkinu sem Kjalarness-verkið var hluti af, og hafi þeir allir verið fjarlægðir og lagðir upp á nýtt. Þeir standist nú allir viðnámspróf. „Það breytir því ekki að þó að kafli standist viðnámspróf þá getur upplifun alveg verið sú að hann sé háll, þá sérstaklega í rigningu. Við vitum líka alveg að nýtt malbik er hálla en gamalt malbik og það er erfitt að gera eitthvað við því,“ sagði Bergþóra. Samgöngur Samgönguslys Reykjavík síðdegis Banaslys á Kjalarnesi 2020 Tengdar fréttir Lýsa yfir „fullkomnu vantrausti“ á Vegagerðina Stjórn Snigla bifhjólasamtaka lýsir yfir „fullkomnu vantrausti“ til Vegagerðarinnar og forstjóra hennar, Bergþóru Þorkelsdóttur, í kjölfar umfjöllunar fréttaskýringaþáttarins Kveiks um ástand vegakerfis á Íslandi í kvöld. 8. október 2020 23:49 Malbikið á Kjalarnesi stóðst alls ekki kröfur Miklu munaði á að malbik sem lagt var á kafla á Kjalarnesi í sumar stæðist kröfur. Tveir létust á hálu malbikinu í sumar og leiða niðurstöður rannsóknar í ljós að hvorki kröfum um hemlunarviðnám hafi verið fullnægt né kröfum um holrýmd. Kaflinn hefur verið malbikaður upp á nýtt. 6. október 2020 17:09 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Fleiri fréttir Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Sjá meira
Forstjóri Vegagerðarinnar harmar vantraustsyfirlýsingu sem stjórn Snigla, samtök áhugamanna um öruggan akstur bifhjóla, lýstu yfir á hendur stofnuninni og Bergþóru Þorkelsdóttur, forstjóra hennar, í vikunni. „Okkur finnst þetta mjög leitt og höfum lagt áherslu á að vinna með öllum okkar vegfarendahópum þannig að við hörmum það,“ sagði Bergþóra í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Yfirlýsing sniglanna var gefin út í kjölfar umfjöllunar fréttaskýringaþáttsins Kveiks um ástand vegakerfisins á Íslandi og var meðal annars fjallað um banaslys sem varð á Kjalarnesi í sumar þegar bifhjól og bíll skullu saman. Tvö létust í slysinu og einn slasaðist. Vegagerðin hafi brugðist við á þrennan hátt Athygli beindist fljótt að malbikinu sem þá hafði nýlega verið lagt á vegkaflanum og þótti of sleipt og segir Bergþóra að malbikið hafi ekki staðist þær kröfur sem settar voru af Vegagerðinni í útboðinu til verksins. Nokkrum dögum eftir slysið var nýtt malbik lagt á vegkaflann þar sem slysið varð Bergþóra sagði í gær að brugðist hafi verið hjá Vegagerðinni á þrennan hátt. „Í fyrsta lagi með því að taka utan um þennan stað þar sem slysið varð og gera viðeigandi ráðstafanir þar um leið og við áttuðum okkur á því. Síðan fórum við í það að endurskoða alla þá parta sem voru hluti af þessu útboði, þetta útboð tók yfir fimm vegkafla. Þeir hafa allir verið fjarlægðir nema einn sem stenst sannarlega kröfur, og hefur verið lagt á þá nýtt malbik,“ sagði Bergþóra. Þriðja liðinn sagði hún vera endurskoðun á öllum verklagsreglum og ferlum Vegagerðarinnar og mun þeirri endurskoðun ljúka nú um áramótin að sögn Bergþóru. „Markmiðið með þeirri endurskoðun er auðvitað að sjá hvað við getum gert betur og hvernig getum við fylgt þeim verktökum sem vinna fyrir okkur betur eftir. Hvernig getum við veitt betri upplýsingar, meiri stuðning og meira yfirlit?“ Allir nýir vegkaflar standast viðnámspróf Í ályktun Snigla segir að fleiri slys hafi orðið á hringtorgum í borginni sem hafi ítrekað verið kvartað undan en að hálkuskilti hafi verið sett upp við flest, ef ekki öll þessi hringtorg í tilraun til að losa Vegagerðina undan ábyrgð í stað þess að malbika upp á nýtt með réttum hætti. Bergþóra segir verklagsreglur segja til um það að hálkuskilti skuli sett upp þar sem áhyggjur eru uppi um að hált geti orðið til dæmis í rigningu. Allir vegkaflar sem hafi verið lagðir í sumar hafi verið viðnámsmældir. Allir þeir kaflar sem hafi fallið á viðnámsprófinu hafi verið hluti af verkinu sem Kjalarness-verkið var hluti af, og hafi þeir allir verið fjarlægðir og lagðir upp á nýtt. Þeir standist nú allir viðnámspróf. „Það breytir því ekki að þó að kafli standist viðnámspróf þá getur upplifun alveg verið sú að hann sé háll, þá sérstaklega í rigningu. Við vitum líka alveg að nýtt malbik er hálla en gamalt malbik og það er erfitt að gera eitthvað við því,“ sagði Bergþóra.
Samgöngur Samgönguslys Reykjavík síðdegis Banaslys á Kjalarnesi 2020 Tengdar fréttir Lýsa yfir „fullkomnu vantrausti“ á Vegagerðina Stjórn Snigla bifhjólasamtaka lýsir yfir „fullkomnu vantrausti“ til Vegagerðarinnar og forstjóra hennar, Bergþóru Þorkelsdóttur, í kjölfar umfjöllunar fréttaskýringaþáttarins Kveiks um ástand vegakerfis á Íslandi í kvöld. 8. október 2020 23:49 Malbikið á Kjalarnesi stóðst alls ekki kröfur Miklu munaði á að malbik sem lagt var á kafla á Kjalarnesi í sumar stæðist kröfur. Tveir létust á hálu malbikinu í sumar og leiða niðurstöður rannsóknar í ljós að hvorki kröfum um hemlunarviðnám hafi verið fullnægt né kröfum um holrýmd. Kaflinn hefur verið malbikaður upp á nýtt. 6. október 2020 17:09 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Fleiri fréttir Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Sjá meira
Lýsa yfir „fullkomnu vantrausti“ á Vegagerðina Stjórn Snigla bifhjólasamtaka lýsir yfir „fullkomnu vantrausti“ til Vegagerðarinnar og forstjóra hennar, Bergþóru Þorkelsdóttur, í kjölfar umfjöllunar fréttaskýringaþáttarins Kveiks um ástand vegakerfis á Íslandi í kvöld. 8. október 2020 23:49
Malbikið á Kjalarnesi stóðst alls ekki kröfur Miklu munaði á að malbik sem lagt var á kafla á Kjalarnesi í sumar stæðist kröfur. Tveir létust á hálu malbikinu í sumar og leiða niðurstöður rannsóknar í ljós að hvorki kröfum um hemlunarviðnám hafi verið fullnægt né kröfum um holrýmd. Kaflinn hefur verið malbikaður upp á nýtt. 6. október 2020 17:09