Mikið gengið á hjá Kjartani | Stefnir á að koma heim á næsta ári Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. október 2020 09:01 Kjartan Henry er snúinn aftur í raðir Horsens. vísir/getty Það hefur mikið gengið á hjá framherjanum Kjartani Henry Finnbogasyni undanfarnar vikur. Sóknarmaðurinn knái skipti um lið í dönsku úrvalsdeildinni og stefnir á að koma heim fyrr en síðar. Þetta og margt fleira kom fram í ítarlegu viðtali Kjartans Henry við vef DV. Hinn 34 ára gamli Kjartan Henry rifti samningi sínum við nýliða Vejle á mánudagskvöld. Gekk svo í raðir sinna fyrrum félaga Horsens á þriðjudag og skoraði tvö mörk í 3-0 bikarsigri á miðvikudag. Kjartan Henry lék með Horsens frá árunum 2014 til 2018 og þekkir því vel til. Tveir Íslendingar eru nú á mála hjá Horsens þar sem Ágúst Eðvald Hlynsson samdi við félagið á dögunum. Það er ljóst að það gekk mikið á undir lokin hjá Vejle en Kjartan vildi þó ekki fara út í smáatriði við DV. Hann fór í viðtal í Danmörku skömmu áður og ræddi þar á meðal undrun sína yfir að vera kominn á varamannabekkinn eftir að hafa verið aðalframherji liðsins er það fór upp úr B-deildinni á síðustu leiktíð. Mikið gengið á í lífi Kjartans Henrys undanfarnar vikur - Ég er ekki í þessu til að eignast vini https://t.co/LSLxnOqGRW pic.twitter.com/fWiRNAn1I1— 433.is (@433_is) October 9, 2020 „Staðreyndin er sú að ég kom til Vejle þegar liðið var nánast fallið úr dönsku úrvalsdeildinni. Ég átti að koma og reyna að hjálpa liðinu að halda sér uppi, það tókst ekki. Ég tók ákvörðun um að framlengja samninginn og hjálpa liðinu að komast upp, það tókst á endanum. Ég endaði sem markahæsti leikmaður liðsins og allt var í blóma, síðan æxluðust hlutirnir þannig að minna krafta var ekki óskað. Það var ýmislegt sem gekk á sem ég get ekki farið út í,“ sagði Kjartan í viðtalinu. Segist ekki vera í þessu til að eignast vini Það þarf engum blöðum að fletta til að vita að Kjartan Henry er ekki allra. Eins og kom fram hér að ofan fór hann í viðtal eftir að hafa byrjað leik á varamannabekk Vejle og vakti það athygli blaðamanna. Um viðtalið hafði Kjartan þetta að segja: „Ég er eins og ég er, ég er ekki í þessu til að eignast vini, heldur til að ná árangri innan vallar. Þegar ég er spurður þá svara ég á hreinskilinn hátt. Ég fór í viðtal eftir fyrsta leikinn þar sem ég var spurður út í spilatímann og var heiðarlegur, það var ekki tekið vel í það hjá þeim sem stjórna hjá félaginu [Vejle].“ „Fann strax að þetta var búið eftir það viðtal. Það var ýmislegt sem gerðist eftir það sem ég get farið út í síðar. Ég veit að það er öllu snarað yfir á dönsku í dag, ég verð því að passa hvað ég segi.“ Helga Björnsdóttir, eiginkona Kjartans Henry, er menntaður lögfræðingur og sá til þess að samningnum var rift á löglegan hátt. Degi síðar var hann mættur til síns fyrrum félag Horsens þó aðrir möguleikar hafi verið í stöðunni. „Það kom til greina að koma heim til Íslands en ég var ekki tilbúinn til þess núna. Ég skoraði mikið á síðustu leiktíð í 1. deildinni og ef maður getur skorað þar, þá á maður að geta skorað í efstu deild.“ Stefnir á að koma heim á næsta ári Kjartan viðurkenndi í viðtalinu að hugurinn væri farinn að leita heim. Samningur hans við Horsens gildir út tímabilið og því gætum við séð Kjartan Henry í treyju KR sumarið 2021. „Það kæmi mér ekki á óvart ef heimkoman yrði næsti sumar þegar samningurinn er frá. Ég átti frábær ár með Horsens síðast. Við fórum úr því að verða gjaldþrota yfir í það að verða flottur klúbbur í úrvalsdeild. Stærsta ástæða þess að ég valdi að koma hingað aftur er að ég er fimmtán mínútur að keyra á æfingu. Mér líður eins og ég sé að loka hringnum, ég kom hingað frá KR 2014 og er núna að loka hringnum erlendis aftur hérna. Mér finnst eitthvað fallegt við það,“ sagði KR-ingurinn Kjartan Henry að endingu. Kjartan Henry Finnbogason í leik með KR. Kjartan Henry hefur skorað þrjú mörk í þeim 13 leikjum sem hann hefur leikið fyrir íslenska landsliðið. Þá varð hann tvívegis Íslandsmeistari með KR frá árunum 2010 til 2014 sem og að verða tvívegis bikarmeistari. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Sport Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Fleiri fréttir Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Sjá meira
Það hefur mikið gengið á hjá framherjanum Kjartani Henry Finnbogasyni undanfarnar vikur. Sóknarmaðurinn knái skipti um lið í dönsku úrvalsdeildinni og stefnir á að koma heim fyrr en síðar. Þetta og margt fleira kom fram í ítarlegu viðtali Kjartans Henry við vef DV. Hinn 34 ára gamli Kjartan Henry rifti samningi sínum við nýliða Vejle á mánudagskvöld. Gekk svo í raðir sinna fyrrum félaga Horsens á þriðjudag og skoraði tvö mörk í 3-0 bikarsigri á miðvikudag. Kjartan Henry lék með Horsens frá árunum 2014 til 2018 og þekkir því vel til. Tveir Íslendingar eru nú á mála hjá Horsens þar sem Ágúst Eðvald Hlynsson samdi við félagið á dögunum. Það er ljóst að það gekk mikið á undir lokin hjá Vejle en Kjartan vildi þó ekki fara út í smáatriði við DV. Hann fór í viðtal í Danmörku skömmu áður og ræddi þar á meðal undrun sína yfir að vera kominn á varamannabekkinn eftir að hafa verið aðalframherji liðsins er það fór upp úr B-deildinni á síðustu leiktíð. Mikið gengið á í lífi Kjartans Henrys undanfarnar vikur - Ég er ekki í þessu til að eignast vini https://t.co/LSLxnOqGRW pic.twitter.com/fWiRNAn1I1— 433.is (@433_is) October 9, 2020 „Staðreyndin er sú að ég kom til Vejle þegar liðið var nánast fallið úr dönsku úrvalsdeildinni. Ég átti að koma og reyna að hjálpa liðinu að halda sér uppi, það tókst ekki. Ég tók ákvörðun um að framlengja samninginn og hjálpa liðinu að komast upp, það tókst á endanum. Ég endaði sem markahæsti leikmaður liðsins og allt var í blóma, síðan æxluðust hlutirnir þannig að minna krafta var ekki óskað. Það var ýmislegt sem gekk á sem ég get ekki farið út í,“ sagði Kjartan í viðtalinu. Segist ekki vera í þessu til að eignast vini Það þarf engum blöðum að fletta til að vita að Kjartan Henry er ekki allra. Eins og kom fram hér að ofan fór hann í viðtal eftir að hafa byrjað leik á varamannabekk Vejle og vakti það athygli blaðamanna. Um viðtalið hafði Kjartan þetta að segja: „Ég er eins og ég er, ég er ekki í þessu til að eignast vini, heldur til að ná árangri innan vallar. Þegar ég er spurður þá svara ég á hreinskilinn hátt. Ég fór í viðtal eftir fyrsta leikinn þar sem ég var spurður út í spilatímann og var heiðarlegur, það var ekki tekið vel í það hjá þeim sem stjórna hjá félaginu [Vejle].“ „Fann strax að þetta var búið eftir það viðtal. Það var ýmislegt sem gerðist eftir það sem ég get farið út í síðar. Ég veit að það er öllu snarað yfir á dönsku í dag, ég verð því að passa hvað ég segi.“ Helga Björnsdóttir, eiginkona Kjartans Henry, er menntaður lögfræðingur og sá til þess að samningnum var rift á löglegan hátt. Degi síðar var hann mættur til síns fyrrum félag Horsens þó aðrir möguleikar hafi verið í stöðunni. „Það kom til greina að koma heim til Íslands en ég var ekki tilbúinn til þess núna. Ég skoraði mikið á síðustu leiktíð í 1. deildinni og ef maður getur skorað þar, þá á maður að geta skorað í efstu deild.“ Stefnir á að koma heim á næsta ári Kjartan viðurkenndi í viðtalinu að hugurinn væri farinn að leita heim. Samningur hans við Horsens gildir út tímabilið og því gætum við séð Kjartan Henry í treyju KR sumarið 2021. „Það kæmi mér ekki á óvart ef heimkoman yrði næsti sumar þegar samningurinn er frá. Ég átti frábær ár með Horsens síðast. Við fórum úr því að verða gjaldþrota yfir í það að verða flottur klúbbur í úrvalsdeild. Stærsta ástæða þess að ég valdi að koma hingað aftur er að ég er fimmtán mínútur að keyra á æfingu. Mér líður eins og ég sé að loka hringnum, ég kom hingað frá KR 2014 og er núna að loka hringnum erlendis aftur hérna. Mér finnst eitthvað fallegt við það,“ sagði KR-ingurinn Kjartan Henry að endingu. Kjartan Henry Finnbogason í leik með KR. Kjartan Henry hefur skorað þrjú mörk í þeim 13 leikjum sem hann hefur leikið fyrir íslenska landsliðið. Þá varð hann tvívegis Íslandsmeistari með KR frá árunum 2010 til 2014 sem og að verða tvívegis bikarmeistari.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Sport Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Fleiri fréttir Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð