Í dag eru nákvæmlega 40 ár síðan fyrsti KFC-staðurinn opnaði á Íslandi, þann 9. október 1980. Fyrsta bandaríska skyndibitakeðjan eftir því sem Vísir kemst næst en fleiri fylgdu í kjölfarið.
Colonel Harland Sanders opnaði sinn fyrsta stað í Kentucky í Bandaríkjunum árið 1930.
Það var Helgi Vilhjálmsson, gjarnan kallaður Helgi í Góu, sem stóð fyrir innrás ofurstans og hefur komið að rekstrinum síðan en afkomendur hans sjá um daglegan rekstur í dag.
Fyrsti staðurinn opnaði við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði og stendur þar enn. Nú eru staðirnir alls átta, sex á höfuðborgarsvæðinu, einn í Reykjanesbæ og einn á Selfossi.

