Arnar nýtur sín í skemmtilegu umhverfi hjá KA en vill betri aðstöðu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. október 2020 15:01 Arnar Grétarsson gerði ekkert endilega fyrir því að vera áfram með KA en snerist svo hugur. vísir/getty Arnar Grétarsson kveðst ánægður með að halda áfram sem þjálfari KA en í dag var greint frá því að hann hefði skrifað undir tveggja ára samning við félagið. Hann hefur kunnað vel sig þá mánuði sem hann hefur starfað hjá KA en gerði ekki endilega ráð fyrir því að gera áframhaldandi samning við félagið. „Þetta er bara nýskeð. Eins og ég hef alltaf sagt ætluðum við að setjast niður þegar við værum komnir á öruggan stað í deildinni og athuga hvort það væri ekki grundvöllur fyrir áframhaldi. Við byrjuðum að ræða saman í byrjun vikunnar. Þetta tók ekki langan tíma því ég held að báðir aðilar hafi verið sáttir við samstarfið,“ sagði Arnar í samtali við Vísi í dag. Arnar tók við KA af Óla Stefáni Flóventssyni í júlí. Hann hefur stýrt KA í þrettán leikjum í Pepsi Max-deildinni; þrír þeirra hafa unnist, níu endað með jafntefli og aðeins einn tapast. KA er í 7. sæti deildarinnar. Vinnur með skemmtilegu fólki „Ég held að ég hafi sagt það í byrjun, að þegar ég kom hingað og skrifaði undir, átti ég ekki von á því að vera lengur en þennan þrjá og hálfa mánuð. En svo breytast hlutirnir þegar þú kynnist fólki. Fyrir mig skiptir miklu máli að vinna með skemmtilegu fólki og í skemmtilegu umhverfi og það er þannig hjá KA. Og það gerði það að verkum að ég ákvað að vera áfram. Það er fyrst og fremst vegna fólksins sem ég er að vinna með,“ sagði Arnar. „Ég hef haft mjög gaman að þessum tíma þótt það sé ekki auðvelt að vera ekki með fjölskylduna með sér. Maður þekkir það eftir að hafa verið erlendis en núna ertu nær og það er hægt að skjótast á milli þótt það sé aldrei eins.“ Eina leiðin að fá gervigrasvöll Arnar segir að aðstöðuleysi hái KA og vonast til að liðið geti fengið heimavöll með gervigrasi sem allra fyrst. „Aðstöðuleysi KA kom mér töluvert á óvart. Ég veit að það er verið að vinna í því á fullu bak við tjöldin að reyna að koma þeim hlutum í lag. Að mínu viti er eina leiðin fyrir lið á Akureyri að fá gervigrasvöll sem hægt er að nota allt árið um kring. Að vera með venjulegan völl er of erfitt og eiginlega ekki hægt. Maður krossleggur fingur að við gætum verið komnir með völl á næsta ári,“ sagði Arnar. Spennandi ungir strákar í KA Hann segir KA-menn séu ekki farnir að hugsa mikið út í næsta tímabil, en þó eitthvað. „Markmiðið er að styrkja hópinn og fá leikmenn inn. Við höfum aðeins farið í gegnum það og það verða eflaust einhverjar breytingar. Það eru mjög margir spennandi ungir strákar í KA og verið að setja upp skemmtilegt umhverfi fyrir þá, þar sem þeir geta æft eins og atvinnumenn. Markmiðið er að styrkja hópinn og gera betur en í ár,“ sagði Arnar. „En þetta mót er ekki einu sinni búið og það er svolítið í það næsta. Þetta eru skrítnir tímar. Maður veit ekkert hvenær, eða hvort, þessir síðustu fjórir leikir fara fram.“ Vill bæta sóknarleikinn Eins og áður sagði hefur KA gengið vel undir stjórn Arnars. Liðið hefur spilað sterkan varnarleik og sóknin hefur orðið betri eftir því sem liðið hefur á tímabilið. „Ég er sáttur með mjög margt en það eru hlutir sem við þurfum að vinna í, að skapa enn fleiri færi og nýta færin betur. Við erum mjög sáttir með vinnusemina í liðinu og holninguna á því í nánast öllum leikjum. Við erum líka alltaf að verða betri í umskiptum, þegar þú vinnur boltann eða tapar honum,“ sagði Arnar að endingu. Pepsi Max-deild karla KA Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti NBA stjarna borin út Körfubolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Sjá meira
Arnar Grétarsson kveðst ánægður með að halda áfram sem þjálfari KA en í dag var greint frá því að hann hefði skrifað undir tveggja ára samning við félagið. Hann hefur kunnað vel sig þá mánuði sem hann hefur starfað hjá KA en gerði ekki endilega ráð fyrir því að gera áframhaldandi samning við félagið. „Þetta er bara nýskeð. Eins og ég hef alltaf sagt ætluðum við að setjast niður þegar við værum komnir á öruggan stað í deildinni og athuga hvort það væri ekki grundvöllur fyrir áframhaldi. Við byrjuðum að ræða saman í byrjun vikunnar. Þetta tók ekki langan tíma því ég held að báðir aðilar hafi verið sáttir við samstarfið,“ sagði Arnar í samtali við Vísi í dag. Arnar tók við KA af Óla Stefáni Flóventssyni í júlí. Hann hefur stýrt KA í þrettán leikjum í Pepsi Max-deildinni; þrír þeirra hafa unnist, níu endað með jafntefli og aðeins einn tapast. KA er í 7. sæti deildarinnar. Vinnur með skemmtilegu fólki „Ég held að ég hafi sagt það í byrjun, að þegar ég kom hingað og skrifaði undir, átti ég ekki von á því að vera lengur en þennan þrjá og hálfa mánuð. En svo breytast hlutirnir þegar þú kynnist fólki. Fyrir mig skiptir miklu máli að vinna með skemmtilegu fólki og í skemmtilegu umhverfi og það er þannig hjá KA. Og það gerði það að verkum að ég ákvað að vera áfram. Það er fyrst og fremst vegna fólksins sem ég er að vinna með,“ sagði Arnar. „Ég hef haft mjög gaman að þessum tíma þótt það sé ekki auðvelt að vera ekki með fjölskylduna með sér. Maður þekkir það eftir að hafa verið erlendis en núna ertu nær og það er hægt að skjótast á milli þótt það sé aldrei eins.“ Eina leiðin að fá gervigrasvöll Arnar segir að aðstöðuleysi hái KA og vonast til að liðið geti fengið heimavöll með gervigrasi sem allra fyrst. „Aðstöðuleysi KA kom mér töluvert á óvart. Ég veit að það er verið að vinna í því á fullu bak við tjöldin að reyna að koma þeim hlutum í lag. Að mínu viti er eina leiðin fyrir lið á Akureyri að fá gervigrasvöll sem hægt er að nota allt árið um kring. Að vera með venjulegan völl er of erfitt og eiginlega ekki hægt. Maður krossleggur fingur að við gætum verið komnir með völl á næsta ári,“ sagði Arnar. Spennandi ungir strákar í KA Hann segir KA-menn séu ekki farnir að hugsa mikið út í næsta tímabil, en þó eitthvað. „Markmiðið er að styrkja hópinn og fá leikmenn inn. Við höfum aðeins farið í gegnum það og það verða eflaust einhverjar breytingar. Það eru mjög margir spennandi ungir strákar í KA og verið að setja upp skemmtilegt umhverfi fyrir þá, þar sem þeir geta æft eins og atvinnumenn. Markmiðið er að styrkja hópinn og gera betur en í ár,“ sagði Arnar. „En þetta mót er ekki einu sinni búið og það er svolítið í það næsta. Þetta eru skrítnir tímar. Maður veit ekkert hvenær, eða hvort, þessir síðustu fjórir leikir fara fram.“ Vill bæta sóknarleikinn Eins og áður sagði hefur KA gengið vel undir stjórn Arnars. Liðið hefur spilað sterkan varnarleik og sóknin hefur orðið betri eftir því sem liðið hefur á tímabilið. „Ég er sáttur með mjög margt en það eru hlutir sem við þurfum að vinna í, að skapa enn fleiri færi og nýta færin betur. Við erum mjög sáttir með vinnusemina í liðinu og holninguna á því í nánast öllum leikjum. Við erum líka alltaf að verða betri í umskiptum, þegar þú vinnur boltann eða tapar honum,“ sagði Arnar að endingu.
Pepsi Max-deild karla KA Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti NBA stjarna borin út Körfubolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti