Nauðsynlegt að opna sérstaka Covid-19 deild fyrir smitaða íbúa hjúkrunarheimila Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 9. október 2020 13:02 María Fjóla Harðardóttir forstjóri Hrafnistu og Eybjörg H. Hauksdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu Vísir Verri árangur hefur náðst í þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins þegar kemur að hjúkrunarheimilum að sögn forstjóra Hrafnistu. Samtök fyrirtækja í velferðaþjónustu telja nauðsynlegt að koma á fót sérstakri Covid-19 deild fyrir smitaða íbúa hjúkrunarheimila sem hafa lítil eða engin einkenni. Í pistli Maríu Fjólu Harðardóttur forstjóra Hrafnistu í gær á vef stofnunarinnar með yfirskriftinni „Gríðarleg ógn fyrir heilbrigðiskerfið“ kemur fram að verri árangur hafi náðst í að verja hjúkrunarheimili landsins fyrir smiti en í fyrstu bylgju. Þegar hafi greinst smit á þremur hjúkrunarheimilum á höfuðborgarsvæðinu. María lýsir þungum áhyggjum af þróuninni. Smit á hjúkrunarheimilum séu alvarleg heilsuógn fyrir sjúklinginn og heilbrigðiskerfið. Þá segir hún mikilvægt að opna sérstaka deild fyrir þá íbúa hjúkrunarheimila sem hafi smitast og séu í einangrun til að verja aðra íbúa og starfsfólk hjúkrunarheimila. Samtök fyrirtækja í Velferðarþjónustu sendu Landlækni og Sóttvarnalækni bréf á þriðjudag þar sem líst er yfir áhyggjum af útbreiðslu faraldursins innan veggja hjúkrunarheimila og farið er fram á að nauðsynlegt sé að koma á fót sérstakri Covid-19 deild fyrir smitaða íbúa heimilana sem hafi lítil sem engin einkenni. Eybjörg H. Hauksdóttir er framkvæmdastjóri samtakanna. Við teljum mikilævgt að það verði stofnað eða sett á laggirnar sérstakt úrræði fyrir íbúa hjúkrunarheimila sem greinast jákvæðir fyrir Covid. Þá er hugsunin líka sú að nýta mannskapinn sem best þannig að það sé ekki verið að sinna Covid- smituðum víðsvegar um bæinn.Þannig er líka gætt ítrustu varúðar með að aðrir íbúar hjúkrunarheimila smitist ekki. Þetta er í skoðun hjá heilbrigðisyfirvöldum en við teljum mikilvægt að bregðast hratt við,“ segir Eybjörg. Heilbrigðismál Eldri borgarar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Dagdvöl Hrafnistu á Sléttuvegi lokað vegna smits Dagdvalargestur í Röst, á Hrafnistu Sléttuvegi, hefur verið greindur með COVID-19 smit. Af þeirri ástæðu þurfa allir gestir dagdvalar sem umgengust viðkomandi gest að fara í sóttkví ásamt starfsfólki deildarinnar. 9. október 2020 08:46 Þriðji íbúinn smitaður á Hrafnistu Þriðji íbúi dvalarheimilisins Hrafnistu Ísafoldar í Garðabæ greindist með kórónuveiruna í dag. 7. október 2020 19:17 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Verri árangur hefur náðst í þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins þegar kemur að hjúkrunarheimilum að sögn forstjóra Hrafnistu. Samtök fyrirtækja í velferðaþjónustu telja nauðsynlegt að koma á fót sérstakri Covid-19 deild fyrir smitaða íbúa hjúkrunarheimila sem hafa lítil eða engin einkenni. Í pistli Maríu Fjólu Harðardóttur forstjóra Hrafnistu í gær á vef stofnunarinnar með yfirskriftinni „Gríðarleg ógn fyrir heilbrigðiskerfið“ kemur fram að verri árangur hafi náðst í að verja hjúkrunarheimili landsins fyrir smiti en í fyrstu bylgju. Þegar hafi greinst smit á þremur hjúkrunarheimilum á höfuðborgarsvæðinu. María lýsir þungum áhyggjum af þróuninni. Smit á hjúkrunarheimilum séu alvarleg heilsuógn fyrir sjúklinginn og heilbrigðiskerfið. Þá segir hún mikilvægt að opna sérstaka deild fyrir þá íbúa hjúkrunarheimila sem hafi smitast og séu í einangrun til að verja aðra íbúa og starfsfólk hjúkrunarheimila. Samtök fyrirtækja í Velferðarþjónustu sendu Landlækni og Sóttvarnalækni bréf á þriðjudag þar sem líst er yfir áhyggjum af útbreiðslu faraldursins innan veggja hjúkrunarheimila og farið er fram á að nauðsynlegt sé að koma á fót sérstakri Covid-19 deild fyrir smitaða íbúa heimilana sem hafi lítil sem engin einkenni. Eybjörg H. Hauksdóttir er framkvæmdastjóri samtakanna. Við teljum mikilævgt að það verði stofnað eða sett á laggirnar sérstakt úrræði fyrir íbúa hjúkrunarheimila sem greinast jákvæðir fyrir Covid. Þá er hugsunin líka sú að nýta mannskapinn sem best þannig að það sé ekki verið að sinna Covid- smituðum víðsvegar um bæinn.Þannig er líka gætt ítrustu varúðar með að aðrir íbúar hjúkrunarheimila smitist ekki. Þetta er í skoðun hjá heilbrigðisyfirvöldum en við teljum mikilvægt að bregðast hratt við,“ segir Eybjörg.
Heilbrigðismál Eldri borgarar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Dagdvöl Hrafnistu á Sléttuvegi lokað vegna smits Dagdvalargestur í Röst, á Hrafnistu Sléttuvegi, hefur verið greindur með COVID-19 smit. Af þeirri ástæðu þurfa allir gestir dagdvalar sem umgengust viðkomandi gest að fara í sóttkví ásamt starfsfólki deildarinnar. 9. október 2020 08:46 Þriðji íbúinn smitaður á Hrafnistu Þriðji íbúi dvalarheimilisins Hrafnistu Ísafoldar í Garðabæ greindist með kórónuveiruna í dag. 7. október 2020 19:17 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Dagdvöl Hrafnistu á Sléttuvegi lokað vegna smits Dagdvalargestur í Röst, á Hrafnistu Sléttuvegi, hefur verið greindur með COVID-19 smit. Af þeirri ástæðu þurfa allir gestir dagdvalar sem umgengust viðkomandi gest að fara í sóttkví ásamt starfsfólki deildarinnar. 9. október 2020 08:46
Þriðji íbúinn smitaður á Hrafnistu Þriðji íbúi dvalarheimilisins Hrafnistu Ísafoldar í Garðabæ greindist með kórónuveiruna í dag. 7. október 2020 19:17