Tíu ára saga Instagram sem fór á flug eftir fyrstu mynd Stefán Árni Pálsson skrifar 9. október 2020 15:30 Instagram er einn vinsælasti samfélagsmiðilinn og hefur verið það í tíu ár. Þann 6. október árið 2010 birtist fyrsta myndin á Instagram og var myndin af hundi sem var í eigu stofnandi fyrirtækisins, Kevin Systrom. Instagram sló strax í gegn og hefur samfélagsmiðilinn þróast og tekið miklum breytingum á þessum áratugi. Reuters fer ítarlega yfir sögu miðilsins í færslu á Twitter. Í desember sama ár höfðu ein milljón manns skráð sig á Instagram og á einu ári var talan komin upp í tíu milljónir. Árið 2012 borgaði Facebook 1 milljarð dollara fyrir fyrirtækið eða því sem samsvarar 138,5 milljarða íslenskra króna. Í dag eru notendur Instagram einn milljarður. Til að byrja með var aðeins hægt að hlaða upp fallegum myndum og setja yfir þá nokkra filtera. Fljótlega fór fólk að nota miðilinn fyrir ákveðin málefni og síðan fóru stjörnurnar að taka yfir. Heimsþekktir einstaklingar fá margar milljónir greiddar fyrir hverja einustu mynd þar sem þær eru að kynna ákveðnar vöru. Kim Kardashian fékk til að mynda 500.000 dollara fyrir hverja mynd strax árið 2015. Með Instagram má í raun segja að áhrifavaldurinn hafi orðið til og er það orðið að atvinnugrein í dag. Ferðaþjónustan um heim allan hefur hagnað gríðarlega á miðlinum þar sem fólk ferðast oft á tíðum sérstaklega á áfangastaði til að ná akkúrat réttu myndinni. Miðilinn hefur á þessum árum fengið töluverða gagnrýni fyrir það að deila falsfréttum, þar þrífist neteinelti og fleira. Nýlega tilkynnti Instagram um að fyrirtækið myndi taka í gegn eftirlit með einelti sem á sér stað á miðlinum. Samkvæmt nýlegri rannsókn fer 42% af netelti ungra barna fram á Instagram. Hér að neðan má sjá sögu miðilsins Instagram. Ten years of Instagram: @RosannaPhilpott explains how the world’s most popular photo-sharing app changed the world pic.twitter.com/UQKtE6ykhX— Reuters (@Reuters) October 9, 2020 Samfélagsmiðlar Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Reyndi við þrjár milljónir Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Fleiri fréttir Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Sjá meira
Þann 6. október árið 2010 birtist fyrsta myndin á Instagram og var myndin af hundi sem var í eigu stofnandi fyrirtækisins, Kevin Systrom. Instagram sló strax í gegn og hefur samfélagsmiðilinn þróast og tekið miklum breytingum á þessum áratugi. Reuters fer ítarlega yfir sögu miðilsins í færslu á Twitter. Í desember sama ár höfðu ein milljón manns skráð sig á Instagram og á einu ári var talan komin upp í tíu milljónir. Árið 2012 borgaði Facebook 1 milljarð dollara fyrir fyrirtækið eða því sem samsvarar 138,5 milljarða íslenskra króna. Í dag eru notendur Instagram einn milljarður. Til að byrja með var aðeins hægt að hlaða upp fallegum myndum og setja yfir þá nokkra filtera. Fljótlega fór fólk að nota miðilinn fyrir ákveðin málefni og síðan fóru stjörnurnar að taka yfir. Heimsþekktir einstaklingar fá margar milljónir greiddar fyrir hverja einustu mynd þar sem þær eru að kynna ákveðnar vöru. Kim Kardashian fékk til að mynda 500.000 dollara fyrir hverja mynd strax árið 2015. Með Instagram má í raun segja að áhrifavaldurinn hafi orðið til og er það orðið að atvinnugrein í dag. Ferðaþjónustan um heim allan hefur hagnað gríðarlega á miðlinum þar sem fólk ferðast oft á tíðum sérstaklega á áfangastaði til að ná akkúrat réttu myndinni. Miðilinn hefur á þessum árum fengið töluverða gagnrýni fyrir það að deila falsfréttum, þar þrífist neteinelti og fleira. Nýlega tilkynnti Instagram um að fyrirtækið myndi taka í gegn eftirlit með einelti sem á sér stað á miðlinum. Samkvæmt nýlegri rannsókn fer 42% af netelti ungra barna fram á Instagram. Hér að neðan má sjá sögu miðilsins Instagram. Ten years of Instagram: @RosannaPhilpott explains how the world’s most popular photo-sharing app changed the world pic.twitter.com/UQKtE6ykhX— Reuters (@Reuters) October 9, 2020
Samfélagsmiðlar Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Reyndi við þrjár milljónir Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Fleiri fréttir Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Sjá meira