24 inniliggjandi á Landspítalanum vegna Covid-19 Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. október 2020 09:24 Már Kristjánsson er yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans. Vísir/Vilhelm 24 sjúklingar eru nú inniliggjandi á Landspítalanum vegna Covid-19. Þar af eru þrír á gjörgæslu og eru þeir allir í öndunarvél. Þetta segir Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans, í samtali við Vísi. Frá mánudegi til miðvikudags í þessari viku greindust tæplega 300 manns með kórónuveiruna hér á landi, mikill meirihluti þeirra á höfuðborgarsvæðinu. Það gera tæplega 100 tilfelli á dag og í gær, fimmtudag, er búist við að svipaður fjöldi hafi greinst að því er fram kom í viðtali við Víði Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, í viðtali í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun. Már segir við Vísi að spítalinn undirbúi sig nú fyrir að fleiri sjúklingar muni leggjast inn vegna Covid-19. „Það sem er að gerast í dag verður viðfangsefni hjá okkur eftir viku, tíu daga. Það hefur lítið breyst núna hjá okkur og við erum núna á þessum tíma að reyna að undirbúa það að við munum fá fleiri. Okkar plön ganga út á það að við þurfum að taka við fleirum en 24 eins og við erum með í dag,“ segir Már. Framhaldið á spítalanum ráðist af því hvað margir greinast lengi af þessari stærðargráðu, um 100 manns á dag. „Við búumst við að þetta verði viðfangsefni næstu vikna, næstu fjórar, fimm, sex vikur. En svo ræðst framhaldið af því hvað margir greinast lengi af þessari stærðargráðu. Nú var gripið til þessara hörðu aðgerða í byrjun vikunnar og ég held að það verði ekki fyrr en um miðja næstu viku sem það ætti að fara að sljákka í þessu á grundvelli þeirra ráðstafana sem gripið var til,“ segir Már. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
24 sjúklingar eru nú inniliggjandi á Landspítalanum vegna Covid-19. Þar af eru þrír á gjörgæslu og eru þeir allir í öndunarvél. Þetta segir Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans, í samtali við Vísi. Frá mánudegi til miðvikudags í þessari viku greindust tæplega 300 manns með kórónuveiruna hér á landi, mikill meirihluti þeirra á höfuðborgarsvæðinu. Það gera tæplega 100 tilfelli á dag og í gær, fimmtudag, er búist við að svipaður fjöldi hafi greinst að því er fram kom í viðtali við Víði Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, í viðtali í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun. Már segir við Vísi að spítalinn undirbúi sig nú fyrir að fleiri sjúklingar muni leggjast inn vegna Covid-19. „Það sem er að gerast í dag verður viðfangsefni hjá okkur eftir viku, tíu daga. Það hefur lítið breyst núna hjá okkur og við erum núna á þessum tíma að reyna að undirbúa það að við munum fá fleiri. Okkar plön ganga út á það að við þurfum að taka við fleirum en 24 eins og við erum með í dag,“ segir Már. Framhaldið á spítalanum ráðist af því hvað margir greinast lengi af þessari stærðargráðu, um 100 manns á dag. „Við búumst við að þetta verði viðfangsefni næstu vikna, næstu fjórar, fimm, sex vikur. En svo ræðst framhaldið af því hvað margir greinast lengi af þessari stærðargráðu. Nú var gripið til þessara hörðu aðgerða í byrjun vikunnar og ég held að það verði ekki fyrr en um miðja næstu viku sem það ætti að fara að sljákka í þessu á grundvelli þeirra ráðstafana sem gripið var til,“ segir Már. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira