Telur allar líkur á að fyrsta smitið á Íslandi hafi verið í janúar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. október 2020 16:33 Langar raðir mynduðust í skimun fyrir Kórónuveirunni hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í dag. Vísir/Vilhelm Sérfræðingur í ónæmisfræðum segir rökstuddan grun um að fyrsta tilfelli kórónuveirunnar megi rekja aftur til janúar 2020. Fyrsta tilkynnta smitið hér á landi var mánuði síðar eða 28. febrúar þegar íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri greindist með veiruna að því er fram kom í tilkynningu frá Landlækni þann dag. Sturla Orri Arinbjarnarson, læknir og ónæmisfræðingur hjá rannsóknarstofunni Sameind, segir stofuna hafa mælt mótefni hjá fjögur þúsund einstaklingum undanfarna mánuði. Af þeim mældist mótefni við Covid-19 hjá um 300 sem svarar til um 6,2 prósent viðskiptavina. Hann segir einn einstakling sem mældist með mótefni hjá Sameind hafa veikst í lok janúar. „Það er því nokkuð ljóst að veiran hefur komið hérna aðeins fyrr en við töldum,“ segir Sturla Orri. Hann var í viðtali í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hér má hlusta á viðtalið. Missti bragð- og lyktarskyn Viðkomandi hafi verið á Íslandi en nýkominn frá útlöndum. Hann telji líkurnar mjög miklar á að viðkomandi hafi verið með Covid-19. „Við getum ekki verið 100 prósent viss en hann fékk öll þessi klassísku einkenni. Flensulík einkenni, bragðskyn og lyktarskyn brást hjá honum. Svo við teljum líkurnar mjög miklar en við erum ekki 100 prósent.“ Sturla Orri segir að verið sé að vinna í upplýsingunum og koma þeim á framfæri við sóttvarnalækni. Aðspurður segir læknirinn að fyrirtæki leiti í auknum mæli til Sameindar upp á mótefnamælinu. Margir starfsmenn séu í sóttkví og fyrirtæki vilji vita hvort starfsfólk sé með mótefni og geti því staðið vaktina. Mótefni minnki ekki í líkamanum Aðrir sem leiti til Sameindar séu þeir sem hafi veikst eða fengið flensulík einkenni. Jafnvel fólk sem hafi fengið Covid-19 en vilji vita stöðuna. „Það eru einstaklingar sem hafa komið aftur, með þriggja til fjögurra mánaða millibili, til að athuga hver mótefniastaðan er. Mótefni virðast ekki minnka á milli mælingar. Þau eru nánast þau sömu. Þetta er í raun og veru sama niðurstaða sem við fáum og Íslensk erfðagreining fékk í sinni rannsókn.“ Hann áréttar að Sameind sinnir aðeins mótefnamælingum, ekki skimunum fyrir veirunni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta átt von á sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Sjá meira
Sérfræðingur í ónæmisfræðum segir rökstuddan grun um að fyrsta tilfelli kórónuveirunnar megi rekja aftur til janúar 2020. Fyrsta tilkynnta smitið hér á landi var mánuði síðar eða 28. febrúar þegar íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri greindist með veiruna að því er fram kom í tilkynningu frá Landlækni þann dag. Sturla Orri Arinbjarnarson, læknir og ónæmisfræðingur hjá rannsóknarstofunni Sameind, segir stofuna hafa mælt mótefni hjá fjögur þúsund einstaklingum undanfarna mánuði. Af þeim mældist mótefni við Covid-19 hjá um 300 sem svarar til um 6,2 prósent viðskiptavina. Hann segir einn einstakling sem mældist með mótefni hjá Sameind hafa veikst í lok janúar. „Það er því nokkuð ljóst að veiran hefur komið hérna aðeins fyrr en við töldum,“ segir Sturla Orri. Hann var í viðtali í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hér má hlusta á viðtalið. Missti bragð- og lyktarskyn Viðkomandi hafi verið á Íslandi en nýkominn frá útlöndum. Hann telji líkurnar mjög miklar á að viðkomandi hafi verið með Covid-19. „Við getum ekki verið 100 prósent viss en hann fékk öll þessi klassísku einkenni. Flensulík einkenni, bragðskyn og lyktarskyn brást hjá honum. Svo við teljum líkurnar mjög miklar en við erum ekki 100 prósent.“ Sturla Orri segir að verið sé að vinna í upplýsingunum og koma þeim á framfæri við sóttvarnalækni. Aðspurður segir læknirinn að fyrirtæki leiti í auknum mæli til Sameindar upp á mótefnamælinu. Margir starfsmenn séu í sóttkví og fyrirtæki vilji vita hvort starfsfólk sé með mótefni og geti því staðið vaktina. Mótefni minnki ekki í líkamanum Aðrir sem leiti til Sameindar séu þeir sem hafi veikst eða fengið flensulík einkenni. Jafnvel fólk sem hafi fengið Covid-19 en vilji vita stöðuna. „Það eru einstaklingar sem hafa komið aftur, með þriggja til fjögurra mánaða millibili, til að athuga hver mótefniastaðan er. Mótefni virðast ekki minnka á milli mælingar. Þau eru nánast þau sömu. Þetta er í raun og veru sama niðurstaða sem við fáum og Íslensk erfðagreining fékk í sinni rannsókn.“ Hann áréttar að Sameind sinnir aðeins mótefnamælingum, ekki skimunum fyrir veirunni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta átt von á sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Sjá meira