Telur allar líkur á að fyrsta smitið á Íslandi hafi verið í janúar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. október 2020 16:33 Langar raðir mynduðust í skimun fyrir Kórónuveirunni hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í dag. Vísir/Vilhelm Sérfræðingur í ónæmisfræðum segir rökstuddan grun um að fyrsta tilfelli kórónuveirunnar megi rekja aftur til janúar 2020. Fyrsta tilkynnta smitið hér á landi var mánuði síðar eða 28. febrúar þegar íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri greindist með veiruna að því er fram kom í tilkynningu frá Landlækni þann dag. Sturla Orri Arinbjarnarson, læknir og ónæmisfræðingur hjá rannsóknarstofunni Sameind, segir stofuna hafa mælt mótefni hjá fjögur þúsund einstaklingum undanfarna mánuði. Af þeim mældist mótefni við Covid-19 hjá um 300 sem svarar til um 6,2 prósent viðskiptavina. Hann segir einn einstakling sem mældist með mótefni hjá Sameind hafa veikst í lok janúar. „Það er því nokkuð ljóst að veiran hefur komið hérna aðeins fyrr en við töldum,“ segir Sturla Orri. Hann var í viðtali í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hér má hlusta á viðtalið. Missti bragð- og lyktarskyn Viðkomandi hafi verið á Íslandi en nýkominn frá útlöndum. Hann telji líkurnar mjög miklar á að viðkomandi hafi verið með Covid-19. „Við getum ekki verið 100 prósent viss en hann fékk öll þessi klassísku einkenni. Flensulík einkenni, bragðskyn og lyktarskyn brást hjá honum. Svo við teljum líkurnar mjög miklar en við erum ekki 100 prósent.“ Sturla Orri segir að verið sé að vinna í upplýsingunum og koma þeim á framfæri við sóttvarnalækni. Aðspurður segir læknirinn að fyrirtæki leiti í auknum mæli til Sameindar upp á mótefnamælinu. Margir starfsmenn séu í sóttkví og fyrirtæki vilji vita hvort starfsfólk sé með mótefni og geti því staðið vaktina. Mótefni minnki ekki í líkamanum Aðrir sem leiti til Sameindar séu þeir sem hafi veikst eða fengið flensulík einkenni. Jafnvel fólk sem hafi fengið Covid-19 en vilji vita stöðuna. „Það eru einstaklingar sem hafa komið aftur, með þriggja til fjögurra mánaða millibili, til að athuga hver mótefniastaðan er. Mótefni virðast ekki minnka á milli mælingar. Þau eru nánast þau sömu. Þetta er í raun og veru sama niðurstaða sem við fáum og Íslensk erfðagreining fékk í sinni rannsókn.“ Hann áréttar að Sameind sinnir aðeins mótefnamælingum, ekki skimunum fyrir veirunni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Sjá meira
Sérfræðingur í ónæmisfræðum segir rökstuddan grun um að fyrsta tilfelli kórónuveirunnar megi rekja aftur til janúar 2020. Fyrsta tilkynnta smitið hér á landi var mánuði síðar eða 28. febrúar þegar íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri greindist með veiruna að því er fram kom í tilkynningu frá Landlækni þann dag. Sturla Orri Arinbjarnarson, læknir og ónæmisfræðingur hjá rannsóknarstofunni Sameind, segir stofuna hafa mælt mótefni hjá fjögur þúsund einstaklingum undanfarna mánuði. Af þeim mældist mótefni við Covid-19 hjá um 300 sem svarar til um 6,2 prósent viðskiptavina. Hann segir einn einstakling sem mældist með mótefni hjá Sameind hafa veikst í lok janúar. „Það er því nokkuð ljóst að veiran hefur komið hérna aðeins fyrr en við töldum,“ segir Sturla Orri. Hann var í viðtali í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hér má hlusta á viðtalið. Missti bragð- og lyktarskyn Viðkomandi hafi verið á Íslandi en nýkominn frá útlöndum. Hann telji líkurnar mjög miklar á að viðkomandi hafi verið með Covid-19. „Við getum ekki verið 100 prósent viss en hann fékk öll þessi klassísku einkenni. Flensulík einkenni, bragðskyn og lyktarskyn brást hjá honum. Svo við teljum líkurnar mjög miklar en við erum ekki 100 prósent.“ Sturla Orri segir að verið sé að vinna í upplýsingunum og koma þeim á framfæri við sóttvarnalækni. Aðspurður segir læknirinn að fyrirtæki leiti í auknum mæli til Sameindar upp á mótefnamælinu. Margir starfsmenn séu í sóttkví og fyrirtæki vilji vita hvort starfsfólk sé með mótefni og geti því staðið vaktina. Mótefni minnki ekki í líkamanum Aðrir sem leiti til Sameindar séu þeir sem hafi veikst eða fengið flensulík einkenni. Jafnvel fólk sem hafi fengið Covid-19 en vilji vita stöðuna. „Það eru einstaklingar sem hafa komið aftur, með þriggja til fjögurra mánaða millibili, til að athuga hver mótefniastaðan er. Mótefni virðast ekki minnka á milli mælingar. Þau eru nánast þau sömu. Þetta er í raun og veru sama niðurstaða sem við fáum og Íslensk erfðagreining fékk í sinni rannsókn.“ Hann áréttar að Sameind sinnir aðeins mótefnamælingum, ekki skimunum fyrir veirunni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Sjá meira