Lögreglumaður sem átti þátt í dauða George Floyd laus gegn tryggingu Kjartan Kjartansson skrifar 8. október 2020 13:40 Til vinstri má sjá mótmæli sem brutust út og til hægri er fangamynd af Derek Chauvin. Á myndbandi sem náðist af dauða Floyd sást Chauvin láta orð hans um að hann næði ekki andanum sér sem vind um eyru þjóta. AP/lögreglustjórinn í Hennepin-sýslu Fyrrverandi lögreglumaður sem er ákærður fyrir drápið á George Floyd í Minneapolis fyrr á þessu ári var sleppt úr fangelsi gegn tryggingu í gær. Ríkisstjóri Minnesota kallaði út þjóðvarðliðið til þess að halda friðinn ef til mótmæla kæmi. Derek Chauvin, sem þá var lögreglumaður, þrýsti hné sínu á háls Floyd í níu mínútur þrátt fyrir að fyrir að Floyd segðist ekki ná andanum. Floyd var handjárnaður. Myndband náðist af því þegar Floyd lést í haldi Chauvin og þriggja annarra lögreglumanna 25. maí. Dauði Floyd varð kveikjan að mikilli mótmælaöldu í Bandaríkjunum og víðar um heim gegn lögregluofbeldi og kerfislægri kynþáttahyggju. AP-fréttastofan segir að Chauvin hafi lagt fram milljóna dollara, jafnvirði um 139 milljóna íslenskra króna, í tryggingu og honum hafi í kjölfarið verið sleppt úr fangelsi í Hennepin-sýslu rétt fyrir hádegi að staðartíma í gær. Ekki er ljóst hvar hann fékk fjármunina til þess. Chauvin og félagar hans þrír voru reknir úr lögreglunni. Hann er ákærður fyrir morð og manndráp. Hinir lögreglumennirnir þrír eru ákærðir fyrir að aðstoða Chauvin við drápið. Lögmenn Floyd-fjölskyldunnar sögðu tíðindin „sársaukafulla áminningu“ um að réttlætið væri langt frá því að ná fram að ganga. Eftir að fréttir af því að Chauvin hefði verið sleppt úr haldi bárust út kallaði Tim Walts, ríkisstjóri Minnesota, út þjóðvarðliðið til að aðstoða lögregluna ef til mótmæla kæmi. Hundruð manna komu saman á götum Minneapolis í gærkvöldi og kyrjuðu meðal annars „Ekkert réttlæti, enginn friður, sækið lögregluna til saka“. Dauði George Floyd Bandaríkin Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Fleiri fréttir Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Sjá meira
Fyrrverandi lögreglumaður sem er ákærður fyrir drápið á George Floyd í Minneapolis fyrr á þessu ári var sleppt úr fangelsi gegn tryggingu í gær. Ríkisstjóri Minnesota kallaði út þjóðvarðliðið til þess að halda friðinn ef til mótmæla kæmi. Derek Chauvin, sem þá var lögreglumaður, þrýsti hné sínu á háls Floyd í níu mínútur þrátt fyrir að fyrir að Floyd segðist ekki ná andanum. Floyd var handjárnaður. Myndband náðist af því þegar Floyd lést í haldi Chauvin og þriggja annarra lögreglumanna 25. maí. Dauði Floyd varð kveikjan að mikilli mótmælaöldu í Bandaríkjunum og víðar um heim gegn lögregluofbeldi og kerfislægri kynþáttahyggju. AP-fréttastofan segir að Chauvin hafi lagt fram milljóna dollara, jafnvirði um 139 milljóna íslenskra króna, í tryggingu og honum hafi í kjölfarið verið sleppt úr fangelsi í Hennepin-sýslu rétt fyrir hádegi að staðartíma í gær. Ekki er ljóst hvar hann fékk fjármunina til þess. Chauvin og félagar hans þrír voru reknir úr lögreglunni. Hann er ákærður fyrir morð og manndráp. Hinir lögreglumennirnir þrír eru ákærðir fyrir að aðstoða Chauvin við drápið. Lögmenn Floyd-fjölskyldunnar sögðu tíðindin „sársaukafulla áminningu“ um að réttlætið væri langt frá því að ná fram að ganga. Eftir að fréttir af því að Chauvin hefði verið sleppt úr haldi bárust út kallaði Tim Walts, ríkisstjóri Minnesota, út þjóðvarðliðið til að aðstoða lögregluna ef til mótmæla kæmi. Hundruð manna komu saman á götum Minneapolis í gærkvöldi og kyrjuðu meðal annars „Ekkert réttlæti, enginn friður, sækið lögregluna til saka“.
Dauði George Floyd Bandaríkin Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Fleiri fréttir Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Sjá meira