Lögreglumaður sem átti þátt í dauða George Floyd laus gegn tryggingu Kjartan Kjartansson skrifar 8. október 2020 13:40 Til vinstri má sjá mótmæli sem brutust út og til hægri er fangamynd af Derek Chauvin. Á myndbandi sem náðist af dauða Floyd sást Chauvin láta orð hans um að hann næði ekki andanum sér sem vind um eyru þjóta. AP/lögreglustjórinn í Hennepin-sýslu Fyrrverandi lögreglumaður sem er ákærður fyrir drápið á George Floyd í Minneapolis fyrr á þessu ári var sleppt úr fangelsi gegn tryggingu í gær. Ríkisstjóri Minnesota kallaði út þjóðvarðliðið til þess að halda friðinn ef til mótmæla kæmi. Derek Chauvin, sem þá var lögreglumaður, þrýsti hné sínu á háls Floyd í níu mínútur þrátt fyrir að fyrir að Floyd segðist ekki ná andanum. Floyd var handjárnaður. Myndband náðist af því þegar Floyd lést í haldi Chauvin og þriggja annarra lögreglumanna 25. maí. Dauði Floyd varð kveikjan að mikilli mótmælaöldu í Bandaríkjunum og víðar um heim gegn lögregluofbeldi og kerfislægri kynþáttahyggju. AP-fréttastofan segir að Chauvin hafi lagt fram milljóna dollara, jafnvirði um 139 milljóna íslenskra króna, í tryggingu og honum hafi í kjölfarið verið sleppt úr fangelsi í Hennepin-sýslu rétt fyrir hádegi að staðartíma í gær. Ekki er ljóst hvar hann fékk fjármunina til þess. Chauvin og félagar hans þrír voru reknir úr lögreglunni. Hann er ákærður fyrir morð og manndráp. Hinir lögreglumennirnir þrír eru ákærðir fyrir að aðstoða Chauvin við drápið. Lögmenn Floyd-fjölskyldunnar sögðu tíðindin „sársaukafulla áminningu“ um að réttlætið væri langt frá því að ná fram að ganga. Eftir að fréttir af því að Chauvin hefði verið sleppt úr haldi bárust út kallaði Tim Walts, ríkisstjóri Minnesota, út þjóðvarðliðið til að aðstoða lögregluna ef til mótmæla kæmi. Hundruð manna komu saman á götum Minneapolis í gærkvöldi og kyrjuðu meðal annars „Ekkert réttlæti, enginn friður, sækið lögregluna til saka“. Dauði George Floyd Bandaríkin Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Sjá meira
Fyrrverandi lögreglumaður sem er ákærður fyrir drápið á George Floyd í Minneapolis fyrr á þessu ári var sleppt úr fangelsi gegn tryggingu í gær. Ríkisstjóri Minnesota kallaði út þjóðvarðliðið til þess að halda friðinn ef til mótmæla kæmi. Derek Chauvin, sem þá var lögreglumaður, þrýsti hné sínu á háls Floyd í níu mínútur þrátt fyrir að fyrir að Floyd segðist ekki ná andanum. Floyd var handjárnaður. Myndband náðist af því þegar Floyd lést í haldi Chauvin og þriggja annarra lögreglumanna 25. maí. Dauði Floyd varð kveikjan að mikilli mótmælaöldu í Bandaríkjunum og víðar um heim gegn lögregluofbeldi og kerfislægri kynþáttahyggju. AP-fréttastofan segir að Chauvin hafi lagt fram milljóna dollara, jafnvirði um 139 milljóna íslenskra króna, í tryggingu og honum hafi í kjölfarið verið sleppt úr fangelsi í Hennepin-sýslu rétt fyrir hádegi að staðartíma í gær. Ekki er ljóst hvar hann fékk fjármunina til þess. Chauvin og félagar hans þrír voru reknir úr lögreglunni. Hann er ákærður fyrir morð og manndráp. Hinir lögreglumennirnir þrír eru ákærðir fyrir að aðstoða Chauvin við drápið. Lögmenn Floyd-fjölskyldunnar sögðu tíðindin „sársaukafulla áminningu“ um að réttlætið væri langt frá því að ná fram að ganga. Eftir að fréttir af því að Chauvin hefði verið sleppt úr haldi bárust út kallaði Tim Walts, ríkisstjóri Minnesota, út þjóðvarðliðið til að aðstoða lögregluna ef til mótmæla kæmi. Hundruð manna komu saman á götum Minneapolis í gærkvöldi og kyrjuðu meðal annars „Ekkert réttlæti, enginn friður, sækið lögregluna til saka“.
Dauði George Floyd Bandaríkin Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila