Þórólfur trúir því ekki að læknar vilji láta veiruna ganga yfir sig Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. október 2020 12:47 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, á upplýsingafundinum í dag. Vísir/Sigurjón Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að allar þjóðir heims séu langt frá því að hafa hjarðónæmi fyrir kórónuveirunni sem veldur sjúkdómnum Covid-19. Honum þykir það jafnframt ótrúlegt að læknar skuli halda því fram að best sé að láta veiruna yfir sig ganga. Þetta kom fram í svari Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna í dag við spurningu frá Birna Inga Hrafnssyni, ritstjóra Viljans, um hjarðónæmi. Björn Ingi sagði lækna hafa komið fram og sagt að ekki væri hægt að eiga við veiruna öðruvísi en með einhvers konar hjarðónæmisleið. Fleiri læknar á alþjóðavettvangi héldu því svo fram að samfélög væru að bregðast of harkalega við veirunni. Þórólfur sagði hjarðónæmi þýða að 60 til 70 prósent af þjóðinni þyrftu að sýkjast. Þarf ekki öflugt ímyndunarafl til að sjá hvað myndi gerast „Svíar, sem allir eru að vitna til núna og margir eru farnir að líta hýru auga til, að sennilega hefur einungis um 10 prósent á verstu svæðunum fengið sýkinguna þannig að þeir eru líka langt frá hjarðónæmi. Enda er sýkingin í uppsiglingu líka á þessum svæðum þar. Þannig að það að láta þetta ganga yfir sig, það þarf ekkert öflugt ímyndunarafl til að sjá hvað myndi gerast,“ sagði Þórólfur. Hann benti á að kannski eitt til tvö prósent af íslensku þjóðinni hefðu smitast af kórónuveirunni. Samt væri gríðarlegt álag á heilbrigðiskerfið, til dæmis þessa dagana en tæplega 300 manns hafa greinst með veiruna innanlands síðustu þrjá daga. „Það þarf ekkert mikið ímyndunarafl til að ímynda sér, hvað ef við fengjum fjórum, fimm sinnum meiri faraldur hér. Ef við værum með 300, 400, 500 tilfelli á dag. Eða eins og Thor Aspelund sýndi í þessu líkani frá Finnum ef við gerðum lítið og létum þetta yfir okkur ganga þá færum við upp í allt að 2.000 tilfelli á dag. Það þarf ekki mikið ímyndunarafl til að sjá hvað þá myndi gerast. Við myndum gjörsamlega yfirkeyra heilbrigðiskerfið og við myndum fá alveg hræðilega útkomu. Það er nokkuð augljóst í mínum huga, þannig að það að láta þetta ganga og að læknar skuli halda þessu fram, mér finnst það ótrúlegt,“ sagði Þórólfur. Enginn góður kostur í stöðunni Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, tók í svipaðan streng og sagði að fólk yrði að gera sér grein fyrir því að það væri enginn góður kostur í stöðunni. Góði kosturinn væri sá að það væri engin veira og allir héldu áfram sínu lífi. Því værum við nú, eins og svo oft áður í viðbrögðum við veikindum, í erfiðri stöðu. „Og það verður að velja skásta kostinn. Og sá langskásti er að reyna að takmarka sem mest sýkingar og veikindi,“ sagði Páll. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Heilbrigðismál Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Kvöldfréttir Stöðvar 2 Innlent Eiginnafnið Dór kemur í veg fyrir millinafnið Dór Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að allar þjóðir heims séu langt frá því að hafa hjarðónæmi fyrir kórónuveirunni sem veldur sjúkdómnum Covid-19. Honum þykir það jafnframt ótrúlegt að læknar skuli halda því fram að best sé að láta veiruna yfir sig ganga. Þetta kom fram í svari Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna í dag við spurningu frá Birna Inga Hrafnssyni, ritstjóra Viljans, um hjarðónæmi. Björn Ingi sagði lækna hafa komið fram og sagt að ekki væri hægt að eiga við veiruna öðruvísi en með einhvers konar hjarðónæmisleið. Fleiri læknar á alþjóðavettvangi héldu því svo fram að samfélög væru að bregðast of harkalega við veirunni. Þórólfur sagði hjarðónæmi þýða að 60 til 70 prósent af þjóðinni þyrftu að sýkjast. Þarf ekki öflugt ímyndunarafl til að sjá hvað myndi gerast „Svíar, sem allir eru að vitna til núna og margir eru farnir að líta hýru auga til, að sennilega hefur einungis um 10 prósent á verstu svæðunum fengið sýkinguna þannig að þeir eru líka langt frá hjarðónæmi. Enda er sýkingin í uppsiglingu líka á þessum svæðum þar. Þannig að það að láta þetta ganga yfir sig, það þarf ekkert öflugt ímyndunarafl til að sjá hvað myndi gerast,“ sagði Þórólfur. Hann benti á að kannski eitt til tvö prósent af íslensku þjóðinni hefðu smitast af kórónuveirunni. Samt væri gríðarlegt álag á heilbrigðiskerfið, til dæmis þessa dagana en tæplega 300 manns hafa greinst með veiruna innanlands síðustu þrjá daga. „Það þarf ekkert mikið ímyndunarafl til að ímynda sér, hvað ef við fengjum fjórum, fimm sinnum meiri faraldur hér. Ef við værum með 300, 400, 500 tilfelli á dag. Eða eins og Thor Aspelund sýndi í þessu líkani frá Finnum ef við gerðum lítið og létum þetta yfir okkur ganga þá færum við upp í allt að 2.000 tilfelli á dag. Það þarf ekki mikið ímyndunarafl til að sjá hvað þá myndi gerast. Við myndum gjörsamlega yfirkeyra heilbrigðiskerfið og við myndum fá alveg hræðilega útkomu. Það er nokkuð augljóst í mínum huga, þannig að það að láta þetta ganga og að læknar skuli halda þessu fram, mér finnst það ótrúlegt,“ sagði Þórólfur. Enginn góður kostur í stöðunni Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, tók í svipaðan streng og sagði að fólk yrði að gera sér grein fyrir því að það væri enginn góður kostur í stöðunni. Góði kosturinn væri sá að það væri engin veira og allir héldu áfram sínu lífi. Því værum við nú, eins og svo oft áður í viðbrögðum við veikindum, í erfiðri stöðu. „Og það verður að velja skásta kostinn. Og sá langskásti er að reyna að takmarka sem mest sýkingar og veikindi,“ sagði Páll.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Heilbrigðismál Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Kvöldfréttir Stöðvar 2 Innlent Eiginnafnið Dór kemur í veg fyrir millinafnið Dór Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira