Munum yfirkeyra spítalana ef faraldurinn fer úr böndunum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. október 2020 11:42 Yfirvöld óttast það að fari faraldurinn úr böndunum muni álagið á spítala landsins aukast mikið. Landspítali/Þorkell Þorkelsson Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist vona að fjöldi smita sem mælist á hverjum degi fari ekki mikið upp á við á næstu dögum og vikum. Yfirvöld óttist það einna mest að mikill fjöldi einstaklinga veikist, hætta sé á því að það yfirkeyri spítala landsins. Þetta kom fram í máli Þórólfs á daglegum upplýsingafundi almannavarna í dag. Þar minntist hann á að daglegur fjöldi þeirra sem hafi verið að greinast hafi haldist nokkuð stöðugur, en síðustu daga hafa á milli 80 til 100 einstaklingr verið að greinast á hverjum degi. „Vonandi fer þessi tala ekki upp á við. Við viljum alls ekki að hún fari mikið hærra því að það er það sem við óttumst einna mest að við förum að fá mikinn fjölda af einstaklingum sem er að greinast. Það þýðir það að við fáum mikinn fjölda af alvarlega veikum einstaklingum sem hæglega geta yfirkeyrt spítalakerfið ef að það ástand varir eitthvað áfram,“ sagði Þórólfur. „Hundrað manns eru að greinast á hverjum einasta degi. Ef það heldur áfram, eða vex frekar, skilar það sé í enn fleiri innlögnum á spítala, sagði Þórólfur. Ef við missum faraldurinn þannig úr höndunum munum við yfirkeyra spítalann. Hvort hann ræður við það eða ekki er erfitt að segja.“ Þá minnstist hann einnig á að mikill fjöldi væri í sóttkví, um 4.300 einstaklingar. Reynslan sýndi að um fimm prósent af þeim sem eru í sóttkví eigi eftir að veikjast. „Þannig að það er talsverður fjöldi sem á eftir að koma úr sóttkví með veikindi ef að hlutfallið helst óbreytt.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Veiran les ekki minnisblöð eða reglugerðir „Veiran hún les ekki minnisblöð sóttvarnalæknis og hún les ekki reglugerð ráðuneytisins,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag þegar hann sagði að tilgangslaust væri að karpa um misræmi á milli minnisblaðs hans til ráðuneytis um þær aðgerðir sem grípa ætti til að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar, og þeirrar reglugerðar sem leit dagsins ljós. 8. október 2020 11:26 Rosaleg röð í skimun sem nær langt upp í Ármúla Mikið álag virðist vera við sýnatöku Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu í dag. Sýnataka vegna kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 fer fram í Orkuhúsinu á horni Grensásvegar og Suðurlandsbrautar. 8. október 2020 10:50 Streyma í sýnatöku í Sunnulækjaskóla Börn úr Sunnulækjaskóla á Selfossi streyma nú í sýnatöku eftir að starfsmaður skólans og börn greindust með Covid-19 á dögunum. Sýnataka fer fram í íþróttahúsi skólans. 8. október 2020 10:24 Tæplega hundrað greindust í gær og 23 á spítala Níutíu og fjórir greindust með kórónuveiruna innlands í gær. Fjörutíu þeirra voru í sóttkví. Þá greindust átta við landamærin. Tuttugu og þrír liggja nú á Landspítalanum með kórónuveiruna. 8. október 2020 09:56 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist vona að fjöldi smita sem mælist á hverjum degi fari ekki mikið upp á við á næstu dögum og vikum. Yfirvöld óttist það einna mest að mikill fjöldi einstaklinga veikist, hætta sé á því að það yfirkeyri spítala landsins. Þetta kom fram í máli Þórólfs á daglegum upplýsingafundi almannavarna í dag. Þar minntist hann á að daglegur fjöldi þeirra sem hafi verið að greinast hafi haldist nokkuð stöðugur, en síðustu daga hafa á milli 80 til 100 einstaklingr verið að greinast á hverjum degi. „Vonandi fer þessi tala ekki upp á við. Við viljum alls ekki að hún fari mikið hærra því að það er það sem við óttumst einna mest að við förum að fá mikinn fjölda af einstaklingum sem er að greinast. Það þýðir það að við fáum mikinn fjölda af alvarlega veikum einstaklingum sem hæglega geta yfirkeyrt spítalakerfið ef að það ástand varir eitthvað áfram,“ sagði Þórólfur. „Hundrað manns eru að greinast á hverjum einasta degi. Ef það heldur áfram, eða vex frekar, skilar það sé í enn fleiri innlögnum á spítala, sagði Þórólfur. Ef við missum faraldurinn þannig úr höndunum munum við yfirkeyra spítalann. Hvort hann ræður við það eða ekki er erfitt að segja.“ Þá minnstist hann einnig á að mikill fjöldi væri í sóttkví, um 4.300 einstaklingar. Reynslan sýndi að um fimm prósent af þeim sem eru í sóttkví eigi eftir að veikjast. „Þannig að það er talsverður fjöldi sem á eftir að koma úr sóttkví með veikindi ef að hlutfallið helst óbreytt.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Veiran les ekki minnisblöð eða reglugerðir „Veiran hún les ekki minnisblöð sóttvarnalæknis og hún les ekki reglugerð ráðuneytisins,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag þegar hann sagði að tilgangslaust væri að karpa um misræmi á milli minnisblaðs hans til ráðuneytis um þær aðgerðir sem grípa ætti til að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar, og þeirrar reglugerðar sem leit dagsins ljós. 8. október 2020 11:26 Rosaleg röð í skimun sem nær langt upp í Ármúla Mikið álag virðist vera við sýnatöku Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu í dag. Sýnataka vegna kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 fer fram í Orkuhúsinu á horni Grensásvegar og Suðurlandsbrautar. 8. október 2020 10:50 Streyma í sýnatöku í Sunnulækjaskóla Börn úr Sunnulækjaskóla á Selfossi streyma nú í sýnatöku eftir að starfsmaður skólans og börn greindust með Covid-19 á dögunum. Sýnataka fer fram í íþróttahúsi skólans. 8. október 2020 10:24 Tæplega hundrað greindust í gær og 23 á spítala Níutíu og fjórir greindust með kórónuveiruna innlands í gær. Fjörutíu þeirra voru í sóttkví. Þá greindust átta við landamærin. Tuttugu og þrír liggja nú á Landspítalanum með kórónuveiruna. 8. október 2020 09:56 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Veiran les ekki minnisblöð eða reglugerðir „Veiran hún les ekki minnisblöð sóttvarnalæknis og hún les ekki reglugerð ráðuneytisins,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag þegar hann sagði að tilgangslaust væri að karpa um misræmi á milli minnisblaðs hans til ráðuneytis um þær aðgerðir sem grípa ætti til að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar, og þeirrar reglugerðar sem leit dagsins ljós. 8. október 2020 11:26
Rosaleg röð í skimun sem nær langt upp í Ármúla Mikið álag virðist vera við sýnatöku Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu í dag. Sýnataka vegna kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 fer fram í Orkuhúsinu á horni Grensásvegar og Suðurlandsbrautar. 8. október 2020 10:50
Streyma í sýnatöku í Sunnulækjaskóla Börn úr Sunnulækjaskóla á Selfossi streyma nú í sýnatöku eftir að starfsmaður skólans og börn greindust með Covid-19 á dögunum. Sýnataka fer fram í íþróttahúsi skólans. 8. október 2020 10:24
Tæplega hundrað greindust í gær og 23 á spítala Níutíu og fjórir greindust með kórónuveiruna innlands í gær. Fjörutíu þeirra voru í sóttkví. Þá greindust átta við landamærin. Tuttugu og þrír liggja nú á Landspítalanum með kórónuveiruna. 8. október 2020 09:56