Margrét Lára: Of lítil umræða um fjarveru töffarans Fanndísar Friðriksdóttur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. október 2020 11:00 Fanndís Friðriksdóttir hefur orðið Íslandsmeistari með bæði Val og Breiðablik. Hún var með 7 mörk og 10 stoðsendingar í 18 leikjum með Val í Pepsi Max deild kvenna í fyrra. Vísir/Daníel Þór Valskonur féllu á prófinu um síðustu helgi þegar þær töpuðu í annað skiptið í sumar fyrir Breiðabliki í Pepsi Max deild kvenna í fótbolta en Valsliðið skoraði ekki eitt mark í þessum leikjum. Margrét Lára Viðarsdóttir, sérfræðingur í Pepsi Max mörkum kvenna, þekkir Valsliðið betur en flestir enda var hún fyrirliði þess á síðasta tímabili. Valsliðið er nú svo gott sem búið að missa Íslandsmeistaratitilinn til Breiðabliks eftir tap í toppslag liðanna um síðustu helgi. Margrét Lára Viðarsdóttir benti sérstaklega á einn leikmann sem vantaði í Valsliðið í þessum leikjum og lagði áherslu á mikilvægi hennar. Leikmaðurinn er Fanndís Friðriksdóttir sem fór snemma sumars í barnsburðarleyfi. „Mér finnst umræðan hafa verið alltof lítið um mikilvægi Fanndísar Friðriksdóttur í Valsliðinu. Ég þekki það persónulega því ég hef spilað með henni,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir. Elín Metta Jensen og Hlín Eiríksdóttir eru langmarkahæstu leikmenn Valsliðsins í sumar en þær fundu sig ekki í báðum leikjunum á móti Blikum. „Í fyrra þá er þetta stelpa sem leggur upp flest mörk í deildinni ásamt Hallberu Guðnýju. Það er gríðarlegur söknuður af henni. Hún er svo mikill töffari að hún mætir í svona leiki og segir: Stelpur sendið á mig og ég skal græja þetta,“ sagði Margrét Lára og tók dæmi frá því í sigri Valsliðsins í deildinni í fyrra þar sem Val endaði með tveimur stigum meira en Breiðablik. „Hún er ekkert hrædd og það er enginn ótti í henni. Það sýndi sig líka í fyrra því hún skorar mikilvægt mark fyrir okkur á Kópavogsvelli og hún skilur líka á milli þegar við unnum Þór/KA 1-0 fyrir norðan. Hún er svona leikmaður sem tekur svolítið svona leiki og er svona ‚matchwinner' eins og maður segir á enskunni,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir eins og má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Pepsi Max mörk kvenna: Margrét Lára segir að Valsliðið sakni Fanndísar Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin Valur Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Karlremban Chicharito í klandri Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Körfubolti Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Sjá meira
Valskonur féllu á prófinu um síðustu helgi þegar þær töpuðu í annað skiptið í sumar fyrir Breiðabliki í Pepsi Max deild kvenna í fótbolta en Valsliðið skoraði ekki eitt mark í þessum leikjum. Margrét Lára Viðarsdóttir, sérfræðingur í Pepsi Max mörkum kvenna, þekkir Valsliðið betur en flestir enda var hún fyrirliði þess á síðasta tímabili. Valsliðið er nú svo gott sem búið að missa Íslandsmeistaratitilinn til Breiðabliks eftir tap í toppslag liðanna um síðustu helgi. Margrét Lára Viðarsdóttir benti sérstaklega á einn leikmann sem vantaði í Valsliðið í þessum leikjum og lagði áherslu á mikilvægi hennar. Leikmaðurinn er Fanndís Friðriksdóttir sem fór snemma sumars í barnsburðarleyfi. „Mér finnst umræðan hafa verið alltof lítið um mikilvægi Fanndísar Friðriksdóttur í Valsliðinu. Ég þekki það persónulega því ég hef spilað með henni,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir. Elín Metta Jensen og Hlín Eiríksdóttir eru langmarkahæstu leikmenn Valsliðsins í sumar en þær fundu sig ekki í báðum leikjunum á móti Blikum. „Í fyrra þá er þetta stelpa sem leggur upp flest mörk í deildinni ásamt Hallberu Guðnýju. Það er gríðarlegur söknuður af henni. Hún er svo mikill töffari að hún mætir í svona leiki og segir: Stelpur sendið á mig og ég skal græja þetta,“ sagði Margrét Lára og tók dæmi frá því í sigri Valsliðsins í deildinni í fyrra þar sem Val endaði með tveimur stigum meira en Breiðablik. „Hún er ekkert hrædd og það er enginn ótti í henni. Það sýndi sig líka í fyrra því hún skorar mikilvægt mark fyrir okkur á Kópavogsvelli og hún skilur líka á milli þegar við unnum Þór/KA 1-0 fyrir norðan. Hún er svona leikmaður sem tekur svolítið svona leiki og er svona ‚matchwinner' eins og maður segir á enskunni,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir eins og má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Pepsi Max mörk kvenna: Margrét Lára segir að Valsliðið sakni Fanndísar
Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin Valur Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Karlremban Chicharito í klandri Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Körfubolti Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Sjá meira