Fullyrt að óeining sé á stjórnarheimilinu vegna sóttvarnaaðgerða Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. október 2020 07:28 Ríkisstjórnin á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í lok september. Vísir/Vilhelm Fullyrt er í forsíðufrétt Fréttablaðsins í dag að óeining sé innan stjórnarmeirihlutans um sóttvarnaaðgerðir heilbrigðisráðherra. Það sé ekki síst í kjölfar síðustu auglýsinga ráðherrans um og eftir helgina, fyrst þegar hertar samkomutakmarkanir tóku gildi á landinu öllu á mánudag og svo í gær þegar enn hertari reglur tóku gildi á höfuðborgarsvæðinu. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að þrír ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafi verið í hópi efasemdamanna, þau Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra. Ráðherrar Vinstri grænna og Framsóknarflokks standi aftur á móti sem einn maður að baki heilbrigðisráðherra. Heimildir Fréttablaðsins herma einnig að allra síðustu daga hafi dregið úr óeiningunni vegna þess á hve miklu skriði kórónuveirufaraldurinn er hér innanlands, en síðustu tvo daga hafa tæplega 200 manns greinst með veiruna. Það hafi hins vegar vakið furðu bæði ráðherra og þingmanna Sjálfstæðisflokksins að heilbrigðisráðherra samþykkti nýjar tillögur sóttvarnalæknis um hertar samkomutakmarkanir á höfuðborgarsvæðinu án þess að ræða þær fyrst í ríkisstjórn líkt og venja hefur verið fyrir. Á meðal þeirra þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem hafa tjáð efasemdir sínar opinberlega eru Sigríður Á. Andersen og Brynjar Níelsson. Brynjar lýsti nú síðast í gær á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar verulegum efasemdum um lögmæti smitrakningar í faraldrinum og vísaði þá til þess að greiðslukortafærslur hefðu verið nýttar við smitrakningu í nokkrum tilvikum. Samkvæmt frétt Fréttablaðsins eru þó fleiri þingmenn Sjálfstæðisflokksins óánægðir en aðeins þeir sem hafa gagnrýnt sóttvarnaaðgerðirnar opinberlega. Þannig hafi margir í þingliðinu áhyggjur af því að of langt sé gengið í því að leyfa sérfræðingum að ráða ferðinni og að meðalhófs sé ekki gætt við útfærslu einstakra aðgerða. Þá séu einnig miklar áhyggjur af því að ekki sé nægilegt tillit tekið til bæði efnahagslegra og félagslegra afleiðinga aðgerðanna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Sjá meira
Fullyrt er í forsíðufrétt Fréttablaðsins í dag að óeining sé innan stjórnarmeirihlutans um sóttvarnaaðgerðir heilbrigðisráðherra. Það sé ekki síst í kjölfar síðustu auglýsinga ráðherrans um og eftir helgina, fyrst þegar hertar samkomutakmarkanir tóku gildi á landinu öllu á mánudag og svo í gær þegar enn hertari reglur tóku gildi á höfuðborgarsvæðinu. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að þrír ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafi verið í hópi efasemdamanna, þau Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra. Ráðherrar Vinstri grænna og Framsóknarflokks standi aftur á móti sem einn maður að baki heilbrigðisráðherra. Heimildir Fréttablaðsins herma einnig að allra síðustu daga hafi dregið úr óeiningunni vegna þess á hve miklu skriði kórónuveirufaraldurinn er hér innanlands, en síðustu tvo daga hafa tæplega 200 manns greinst með veiruna. Það hafi hins vegar vakið furðu bæði ráðherra og þingmanna Sjálfstæðisflokksins að heilbrigðisráðherra samþykkti nýjar tillögur sóttvarnalæknis um hertar samkomutakmarkanir á höfuðborgarsvæðinu án þess að ræða þær fyrst í ríkisstjórn líkt og venja hefur verið fyrir. Á meðal þeirra þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem hafa tjáð efasemdir sínar opinberlega eru Sigríður Á. Andersen og Brynjar Níelsson. Brynjar lýsti nú síðast í gær á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar verulegum efasemdum um lögmæti smitrakningar í faraldrinum og vísaði þá til þess að greiðslukortafærslur hefðu verið nýttar við smitrakningu í nokkrum tilvikum. Samkvæmt frétt Fréttablaðsins eru þó fleiri þingmenn Sjálfstæðisflokksins óánægðir en aðeins þeir sem hafa gagnrýnt sóttvarnaaðgerðirnar opinberlega. Þannig hafi margir í þingliðinu áhyggjur af því að of langt sé gengið í því að leyfa sérfræðingum að ráða ferðinni og að meðalhófs sé ekki gætt við útfærslu einstakra aðgerða. Þá séu einnig miklar áhyggjur af því að ekki sé nægilegt tillit tekið til bæði efnahagslegra og félagslegra afleiðinga aðgerðanna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Sjá meira