Fordæma ummæli Kristjáns Þórs Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. október 2020 20:46 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Vísir/Vilhelm Stjórn Nemendafélags Landbúnaðarháskóla Íslands (NLbhÍ) fordæmir orð Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um sauðfjárbændur sem hann lét falla á Alþingi í gær. Í umræðum um fjármálaáætlun á Alþingi í gær spurði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, Kristján Þór Júlísson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hvernig hann ætlaði að bæta kjör bænda og stuðla að betra verði. Hann svaraði því til að margir bændur segðu starfið vera lífsstíl. „Ég held að það sé engin goðgá að ætla það menn kjósi af mörgum ástæðum að stunda sauðfjárbúskap. Maður heyrir viðtöl við sauðfjárbændur og á samtöl við þau, þar sem þeir segja að þetta er meira lífsstíll heldur en spurning um afkomu,“ sagði Kristján Þór í gær. Ummælin hafa víða fallið í grýttan jarðveg. Landssamtök sauðfjárbænda gagnrýndu ráðherrann til að mynda harðlega í yfirlýsingu í dag. Bændur ættu ekki að þurfa að vinna utan bús Stjórn NLbhÍ tekur í sama streng í yfirlýsingu sinni í kvöld. Þar segir að stjórnin fordæmi orð ráðherra og hann sagður hafa „talað niður til bændastéttarinnar í heild með þeim orðum að það sé bara lífstíll að vera bóndi.“ „Landbúnaður er ein af grunnstoðum þjóðarinnar og bændur eiga ekki að þurfa að vinna utan bús. Það er alveg eins og ef alþingismenn þyrftu að vinna með þingmannsstarfinu til að hafa í sig og á. Það þætti skrýtið! Við, sem stefnum að því að verða bændur framtíðarinnar, viljum geta haldið uppi fæðuöryggi þjóðarinnar og lifað á mannsæmandi kjörum við það,“ segir jafnframt í yfirlýsingu stjórnarinnar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar og fyrrverandi landbúnaðarráðherra, gagnrýnir ráðherra einnig í aðsendri grein sem birtist á Vísi í kvöld. Hún segir að það hafi verið sérkennilegt að verða vitni að viðhorfi Kristjáns Þórs í garð sauðfjárbænda er hún bar upp áðurnefnda spurningu á Alþingi í gær. „Þar sagði hann að það væri lífsstíll að vera sauðfjárbóndi frekar en spurning um afkomu. Það fundust mér köld skilaboð og lýsa ákveðnu skilningsleysi í garð bænda. Bara lífstíll þar sem afkoman aukaatriði? Mikilvægi innlendrar matvælaframleiðslu er augljóst,“ skrifar Þorgerður. Þá lýsti Ungt Framsóknarfólk yfir vantrausti á Kristján Þór í vikunni og í ályktun sambandsins segir að störf ráðherra á kjörtímabilinu hafi sýnt að ráðherra mismuni málaflokkum með þeim hætti að málefni landbúnaðar sitji á hakanum. Fréttastofa hefur ekki náð tali af Kristjáni Þór vegna málsins í dag. Landbúnaður Alþingi Tengdar fréttir Bara lífsstíll? Saga bænda á Íslandi er samofin við sögu íslenskrar þjóðar. Landbúnaðurinn er mikilvægur hlekkur í samfélagskeðjunni. 7. október 2020 19:30 Lýsa yfir vantrausti á Kristján Þór Ungir framsóknarmenn hafa lýst yfir vantrausti á sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. 7. október 2020 14:43 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Stjórn Nemendafélags Landbúnaðarháskóla Íslands (NLbhÍ) fordæmir orð Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um sauðfjárbændur sem hann lét falla á Alþingi í gær. Í umræðum um fjármálaáætlun á Alþingi í gær spurði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, Kristján Þór Júlísson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hvernig hann ætlaði að bæta kjör bænda og stuðla að betra verði. Hann svaraði því til að margir bændur segðu starfið vera lífsstíl. „Ég held að það sé engin goðgá að ætla það menn kjósi af mörgum ástæðum að stunda sauðfjárbúskap. Maður heyrir viðtöl við sauðfjárbændur og á samtöl við þau, þar sem þeir segja að þetta er meira lífsstíll heldur en spurning um afkomu,“ sagði Kristján Þór í gær. Ummælin hafa víða fallið í grýttan jarðveg. Landssamtök sauðfjárbænda gagnrýndu ráðherrann til að mynda harðlega í yfirlýsingu í dag. Bændur ættu ekki að þurfa að vinna utan bús Stjórn NLbhÍ tekur í sama streng í yfirlýsingu sinni í kvöld. Þar segir að stjórnin fordæmi orð ráðherra og hann sagður hafa „talað niður til bændastéttarinnar í heild með þeim orðum að það sé bara lífstíll að vera bóndi.“ „Landbúnaður er ein af grunnstoðum þjóðarinnar og bændur eiga ekki að þurfa að vinna utan bús. Það er alveg eins og ef alþingismenn þyrftu að vinna með þingmannsstarfinu til að hafa í sig og á. Það þætti skrýtið! Við, sem stefnum að því að verða bændur framtíðarinnar, viljum geta haldið uppi fæðuöryggi þjóðarinnar og lifað á mannsæmandi kjörum við það,“ segir jafnframt í yfirlýsingu stjórnarinnar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar og fyrrverandi landbúnaðarráðherra, gagnrýnir ráðherra einnig í aðsendri grein sem birtist á Vísi í kvöld. Hún segir að það hafi verið sérkennilegt að verða vitni að viðhorfi Kristjáns Þórs í garð sauðfjárbænda er hún bar upp áðurnefnda spurningu á Alþingi í gær. „Þar sagði hann að það væri lífsstíll að vera sauðfjárbóndi frekar en spurning um afkomu. Það fundust mér köld skilaboð og lýsa ákveðnu skilningsleysi í garð bænda. Bara lífstíll þar sem afkoman aukaatriði? Mikilvægi innlendrar matvælaframleiðslu er augljóst,“ skrifar Þorgerður. Þá lýsti Ungt Framsóknarfólk yfir vantrausti á Kristján Þór í vikunni og í ályktun sambandsins segir að störf ráðherra á kjörtímabilinu hafi sýnt að ráðherra mismuni málaflokkum með þeim hætti að málefni landbúnaðar sitji á hakanum. Fréttastofa hefur ekki náð tali af Kristjáni Þór vegna málsins í dag.
Landbúnaður Alþingi Tengdar fréttir Bara lífsstíll? Saga bænda á Íslandi er samofin við sögu íslenskrar þjóðar. Landbúnaðurinn er mikilvægur hlekkur í samfélagskeðjunni. 7. október 2020 19:30 Lýsa yfir vantrausti á Kristján Þór Ungir framsóknarmenn hafa lýst yfir vantrausti á sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. 7. október 2020 14:43 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Bara lífsstíll? Saga bænda á Íslandi er samofin við sögu íslenskrar þjóðar. Landbúnaðurinn er mikilvægur hlekkur í samfélagskeðjunni. 7. október 2020 19:30
Lýsa yfir vantrausti á Kristján Þór Ungir framsóknarmenn hafa lýst yfir vantrausti á sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. 7. október 2020 14:43