312 fyrirtæki fengið ríkisstuðning vegna uppsagna starfsfólks Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 7. október 2020 15:01 Fjármálaráðuneytið Vísir/Vilhelm Ríkissjóður hefur greitt tæpa 9,4 milljarða króna vegna launakostnaðar starfsmanna á uppsagnafresti hjá 312 fyrirtækjum. Stuðningurinn hækkar um 1,4 milljarða milli mánaða og 40 fyrirtæki bætast við. Upplýsingarnar koma fram hjá Ríkisskattstjóra en hann birtir aðeins fjölda launamanna í þeim tilvikum þar sem 20 eða fleiri eru á uppsagnafresti hjá fyrirtæki. Af 312 fyrirtækjum eru 63 sem hafa 20 eða fleiri á uppsagnafresti en alls eru það tæplega 6.000 starfsmenn. Ekki kemur fram hver fjöldi starfsmanna á uppsagnafresti er hjá 249 fyrirtækjum. Langflest fyrirtækin tengjast ferðaþjónustu með einum eða öðrum hætti. Icelandair hefur fengið langmesta stuðninginn eða tæpa 3 milljarða króna vegna um 1900 starfsmanna. Bláa lónið kemur næst með 570 milljónir króna vegna 545 starfsmanna. Flugleiðahótel eru með þriðja stærsta stuðninginn með 562 milljónir króna vegna 480 starfsmanna og um 470 starfsmenn Íslandshótels hafa fengið um 560 milljónir í uppsagnastyrki. Miðbæjarhótel eru svo með fimmta hæsta styrkinn eða um 243 milljónir króna vegna 226 starfsmanna. Ef rýnt er í listann af handahófi sést að Hópferðafyrirtækið Allra handa eða Grey Line hefur fengið 184 milljónir króna. Rammagerðin hefur fengið 44,7 milljónir króna. Upplifunarfyrirtækið Sena hefur fengið 33,6 milljónir króna. Fyrirtækið Joe Iceland eða Joe and the Juice 12 milljónir og Bæklingadreifing eina milljón króna. Í lögum um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu hluta launakostnaðar fyrirtækja á uppsagnafresti starfsfólks sem tóku gildi í júní á þessu ári kemur fram að stuðningur ríkisins geti að hámarki verið 85% af launakostnaði launamanns á uppsagnafresti þó að hámarki 633.000 á mánuði. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ríkissjóður hefur greitt átta milljarða í laun starfsmanna á uppsagnarfresti Ríkissjóður hefur þegar greitt tæpa átta milljarða króna vegna launakostnaðar starfsmanna á uppsagnafresti hjá fyrirtækjum tengd ferðaþjónustu síðustu mánuði. 14. september 2020 19:30 Mest lesið Trump tilkynnir um viðskiptasamkomulag við Japan Viðskipti erlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Sjá meira
Ríkissjóður hefur greitt tæpa 9,4 milljarða króna vegna launakostnaðar starfsmanna á uppsagnafresti hjá 312 fyrirtækjum. Stuðningurinn hækkar um 1,4 milljarða milli mánaða og 40 fyrirtæki bætast við. Upplýsingarnar koma fram hjá Ríkisskattstjóra en hann birtir aðeins fjölda launamanna í þeim tilvikum þar sem 20 eða fleiri eru á uppsagnafresti hjá fyrirtæki. Af 312 fyrirtækjum eru 63 sem hafa 20 eða fleiri á uppsagnafresti en alls eru það tæplega 6.000 starfsmenn. Ekki kemur fram hver fjöldi starfsmanna á uppsagnafresti er hjá 249 fyrirtækjum. Langflest fyrirtækin tengjast ferðaþjónustu með einum eða öðrum hætti. Icelandair hefur fengið langmesta stuðninginn eða tæpa 3 milljarða króna vegna um 1900 starfsmanna. Bláa lónið kemur næst með 570 milljónir króna vegna 545 starfsmanna. Flugleiðahótel eru með þriðja stærsta stuðninginn með 562 milljónir króna vegna 480 starfsmanna og um 470 starfsmenn Íslandshótels hafa fengið um 560 milljónir í uppsagnastyrki. Miðbæjarhótel eru svo með fimmta hæsta styrkinn eða um 243 milljónir króna vegna 226 starfsmanna. Ef rýnt er í listann af handahófi sést að Hópferðafyrirtækið Allra handa eða Grey Line hefur fengið 184 milljónir króna. Rammagerðin hefur fengið 44,7 milljónir króna. Upplifunarfyrirtækið Sena hefur fengið 33,6 milljónir króna. Fyrirtækið Joe Iceland eða Joe and the Juice 12 milljónir og Bæklingadreifing eina milljón króna. Í lögum um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu hluta launakostnaðar fyrirtækja á uppsagnafresti starfsfólks sem tóku gildi í júní á þessu ári kemur fram að stuðningur ríkisins geti að hámarki verið 85% af launakostnaði launamanns á uppsagnafresti þó að hámarki 633.000 á mánuði.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ríkissjóður hefur greitt átta milljarða í laun starfsmanna á uppsagnarfresti Ríkissjóður hefur þegar greitt tæpa átta milljarða króna vegna launakostnaðar starfsmanna á uppsagnafresti hjá fyrirtækjum tengd ferðaþjónustu síðustu mánuði. 14. september 2020 19:30 Mest lesið Trump tilkynnir um viðskiptasamkomulag við Japan Viðskipti erlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Sjá meira
Ríkissjóður hefur greitt átta milljarða í laun starfsmanna á uppsagnarfresti Ríkissjóður hefur þegar greitt tæpa átta milljarða króna vegna launakostnaðar starfsmanna á uppsagnafresti hjá fyrirtækjum tengd ferðaþjónustu síðustu mánuði. 14. september 2020 19:30
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun