Lýsa yfir vantrausti á Kristján Þór Sunna Sæmundsdóttir skrifar 7. október 2020 14:43 Kristján Þór Júlíusson hefur verið harðlega gagnrýndur vegna orða sinna um bændur. Landssamtök sauðfjárbænda gagnrýna landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra harðlega vegna ummæla hans um sauðfjárbændur sem féllu á Alþingi í gær. Í umræðum um fjármálaáætlun á Alþingi í gær spurði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, Kristján Þór Júlísson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hvernig hann ætlaði að bæta kjör bænda og stuðla að betra verði. Hann svaraði því til að margir bændur segðu starfið vera lífsstíl. „Ég held að það sé engin goðgá að ætla það menn kjósi af mörgum ástæðum að stunda sauðfjárbúskap. Maður heyrir viðtöl við sauðfjárbændur og á samtöl við þau, þar sem þeir segja að þetta er meira lífsstíll heldur en spurning um afkomu,“ sagði Kristján Þór í gær. Ummælin hafa fallið í grýttan jarðveg og gagnrýna Landssamtök sauðfjárbænda þau harðlega. „Landssamtök sauðfjárbænda hafa, þvert á móti, kallað eftir viðbrögðum stjórnvalda varðandi aðgerðir sem geta bætt starfsumhverfi greinarinnar. Telji ráðherra að sauðfjárbændur hafi ekki áhuga á afkomu sinni þá er hann ekki upplýstur um stöðu greinarinnar. Landssamtök sauðfjárbænda skora á stjórnvöld að efla landbúnaðarráðuneytið þannig að því sé stýrt af þekkingu og vilja til að starfa að uppbyggingu og eflingu landbúnaðar á Íslandi,“ segir í yfirlýsingu þeirra. Sauðfjárbændur eru ekki hressir með ummæli landbúnaðarráðherra.Vísir/Tryggvi Samband ungra Framsóknarmanna segir það ekki vera lífstíl að tryggja fæðuöryggi. „Bændur eru starfstétt líkt og lögfræðingar, kennarar og hjúkrunarfræðingar ekki lífstíll eins og landbúnaðarráðherra heldur fram. Það er ekki lífstíll að tryggja fæðuöryggi þjóðarinnar,“ segir í yfirlýsingu þeirra. Ungt Framsóknarfólk lýsti í vikunni yfir vantrausti á sitjandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og í ályktun sambandsins segir að störf ráðherra á kjörtímabilinu hafi sýnt að ráðherra mismuni málaflokkum með þeim hætti að málefni landbúnaðar sitji á hakanum. Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, talar á svipuðum nótum. „Er það virkilega landbúnaðarráðherra sem lætur þessi orð falla í ræðustól Alþingis? Eru garðyrkju- og kúabændur þá ekki bara að þessu líka til að hafa gaman, rétt eins og sauðfjárbændur? Bara litla sæta hobbýið þeirra að framleiða mat fyrir þjóðina og tryggja fæðuöryggi okkar?“ spyr Silja Dögg á Facebook. Alþingi Landbúnaður Framsóknarflokkurinn Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Landssamtök sauðfjárbænda gagnrýna landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra harðlega vegna ummæla hans um sauðfjárbændur sem féllu á Alþingi í gær. Í umræðum um fjármálaáætlun á Alþingi í gær spurði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, Kristján Þór Júlísson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hvernig hann ætlaði að bæta kjör bænda og stuðla að betra verði. Hann svaraði því til að margir bændur segðu starfið vera lífsstíl. „Ég held að það sé engin goðgá að ætla það menn kjósi af mörgum ástæðum að stunda sauðfjárbúskap. Maður heyrir viðtöl við sauðfjárbændur og á samtöl við þau, þar sem þeir segja að þetta er meira lífsstíll heldur en spurning um afkomu,“ sagði Kristján Þór í gær. Ummælin hafa fallið í grýttan jarðveg og gagnrýna Landssamtök sauðfjárbænda þau harðlega. „Landssamtök sauðfjárbænda hafa, þvert á móti, kallað eftir viðbrögðum stjórnvalda varðandi aðgerðir sem geta bætt starfsumhverfi greinarinnar. Telji ráðherra að sauðfjárbændur hafi ekki áhuga á afkomu sinni þá er hann ekki upplýstur um stöðu greinarinnar. Landssamtök sauðfjárbænda skora á stjórnvöld að efla landbúnaðarráðuneytið þannig að því sé stýrt af þekkingu og vilja til að starfa að uppbyggingu og eflingu landbúnaðar á Íslandi,“ segir í yfirlýsingu þeirra. Sauðfjárbændur eru ekki hressir með ummæli landbúnaðarráðherra.Vísir/Tryggvi Samband ungra Framsóknarmanna segir það ekki vera lífstíl að tryggja fæðuöryggi. „Bændur eru starfstétt líkt og lögfræðingar, kennarar og hjúkrunarfræðingar ekki lífstíll eins og landbúnaðarráðherra heldur fram. Það er ekki lífstíll að tryggja fæðuöryggi þjóðarinnar,“ segir í yfirlýsingu þeirra. Ungt Framsóknarfólk lýsti í vikunni yfir vantrausti á sitjandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og í ályktun sambandsins segir að störf ráðherra á kjörtímabilinu hafi sýnt að ráðherra mismuni málaflokkum með þeim hætti að málefni landbúnaðar sitji á hakanum. Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, talar á svipuðum nótum. „Er það virkilega landbúnaðarráðherra sem lætur þessi orð falla í ræðustól Alþingis? Eru garðyrkju- og kúabændur þá ekki bara að þessu líka til að hafa gaman, rétt eins og sauðfjárbændur? Bara litla sæta hobbýið þeirra að framleiða mat fyrir þjóðina og tryggja fæðuöryggi okkar?“ spyr Silja Dögg á Facebook.
Alþingi Landbúnaður Framsóknarflokkurinn Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira