Frumkvæðisskylda um sóttvarnir Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 7. október 2020 14:01 Ráðherrar hafa frumkvæðisskyldu til að bregðast við farsóttum með virkum úrræðum til að vernda líf og heilsu fólks. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í álitsgerð Páls Hreinssonar sem hann fór yfir á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun. Ég óskaði eftir þessum fundi til að nefndarmenn gætu átt opið og heiðarlegt samtal um sóttvarnir og valdheimildir, en Páll var fenginn af forsætisráðherra, í samráði við heilbrigðisráðherra, til að skila álitsgerð um þetta mál. Áðurnefnd frumkvæðisskylda ráðherra getur beinlínis gert þá ábyrga gagnvart lögum ef þeir bregðast þeirri skyldu sinni. Ráðherrum er þannig ekki aðeins heimilt að grípa til að gerða til að vernda líf og heilsu heldur er það beinlínis skylt. Það er eðlilegt í lýðræðissamfélagi að við ræðum um valdmörk og hversu langt má ganga í því að skerða mannréttindi borgaranna. Við lestur álitsgerðar Páls, og umræður á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, er ekki annað að sjá en ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hafi fetað það einstigi vel að verja líf og heilsu en ganga ekki um of á réttindi. Páll er býsna skýr um það hvað er undir. Hvaða hagsmuni er verið að vernda. Grípum niður í álitsgerðina: „…þeir hagsmunir, sem verið er að vernda með opinberum sóttvarnarráðstöfunum, eru líf og heilsa borgaranna. Þetta eru veigamestu verndarhagsmunir hvers samfélags.“ Ég er sammála Páli Hreinssyni um að þetta séu veigamestu verndarhagsmunirnir. Að mínu mati hefur ríkisstjórnin uppfyllt þá frumkvæðisskyldu sem lög setja henni að vernda líf og heilsu fólks og virt meðalhófsregluna við það, ekki gengið of langt í að skerða önnur mannréttindi. Það að Páll skyldi fenginn til að leggja hlutlaust mat á þetta sýnir, svo ekki verður um villst, að ríkisstjórnin tekur þessi mál alvarlega og vill vanda til verka. Til að skerpa enn frekar á lagaumhverfinu mun heilbrigðisráðherra í janúar leggja fram frumvarp um breytingar á sóttvarnarlögum. Ætlunin er að skýra enn betur þau úrræði sem sóttvarnarlæknir og ráðherra geta gripið til vegna hættu á farsóttum til eða frá Íslandi, innan lands og hættu á útbreiðslu smits frá einstaklingum. Opin og yfirveguð umræða um valdheimildir og sóttvarnir er af hinu góða. Álit Páls Hreinssonar er lykilatriði í þeirri umræðu. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Ráðherrar hafa frumkvæðisskyldu til að bregðast við farsóttum með virkum úrræðum til að vernda líf og heilsu fólks. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í álitsgerð Páls Hreinssonar sem hann fór yfir á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun. Ég óskaði eftir þessum fundi til að nefndarmenn gætu átt opið og heiðarlegt samtal um sóttvarnir og valdheimildir, en Páll var fenginn af forsætisráðherra, í samráði við heilbrigðisráðherra, til að skila álitsgerð um þetta mál. Áðurnefnd frumkvæðisskylda ráðherra getur beinlínis gert þá ábyrga gagnvart lögum ef þeir bregðast þeirri skyldu sinni. Ráðherrum er þannig ekki aðeins heimilt að grípa til að gerða til að vernda líf og heilsu heldur er það beinlínis skylt. Það er eðlilegt í lýðræðissamfélagi að við ræðum um valdmörk og hversu langt má ganga í því að skerða mannréttindi borgaranna. Við lestur álitsgerðar Páls, og umræður á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, er ekki annað að sjá en ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hafi fetað það einstigi vel að verja líf og heilsu en ganga ekki um of á réttindi. Páll er býsna skýr um það hvað er undir. Hvaða hagsmuni er verið að vernda. Grípum niður í álitsgerðina: „…þeir hagsmunir, sem verið er að vernda með opinberum sóttvarnarráðstöfunum, eru líf og heilsa borgaranna. Þetta eru veigamestu verndarhagsmunir hvers samfélags.“ Ég er sammála Páli Hreinssyni um að þetta séu veigamestu verndarhagsmunirnir. Að mínu mati hefur ríkisstjórnin uppfyllt þá frumkvæðisskyldu sem lög setja henni að vernda líf og heilsu fólks og virt meðalhófsregluna við það, ekki gengið of langt í að skerða önnur mannréttindi. Það að Páll skyldi fenginn til að leggja hlutlaust mat á þetta sýnir, svo ekki verður um villst, að ríkisstjórnin tekur þessi mál alvarlega og vill vanda til verka. Til að skerpa enn frekar á lagaumhverfinu mun heilbrigðisráðherra í janúar leggja fram frumvarp um breytingar á sóttvarnarlögum. Ætlunin er að skýra enn betur þau úrræði sem sóttvarnarlæknir og ráðherra geta gripið til vegna hættu á farsóttum til eða frá Íslandi, innan lands og hættu á útbreiðslu smits frá einstaklingum. Opin og yfirveguð umræða um valdheimildir og sóttvarnir er af hinu góða. Álit Páls Hreinssonar er lykilatriði í þeirri umræðu. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun