Frumkvæðisskylda um sóttvarnir Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 7. október 2020 14:01 Ráðherrar hafa frumkvæðisskyldu til að bregðast við farsóttum með virkum úrræðum til að vernda líf og heilsu fólks. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í álitsgerð Páls Hreinssonar sem hann fór yfir á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun. Ég óskaði eftir þessum fundi til að nefndarmenn gætu átt opið og heiðarlegt samtal um sóttvarnir og valdheimildir, en Páll var fenginn af forsætisráðherra, í samráði við heilbrigðisráðherra, til að skila álitsgerð um þetta mál. Áðurnefnd frumkvæðisskylda ráðherra getur beinlínis gert þá ábyrga gagnvart lögum ef þeir bregðast þeirri skyldu sinni. Ráðherrum er þannig ekki aðeins heimilt að grípa til að gerða til að vernda líf og heilsu heldur er það beinlínis skylt. Það er eðlilegt í lýðræðissamfélagi að við ræðum um valdmörk og hversu langt má ganga í því að skerða mannréttindi borgaranna. Við lestur álitsgerðar Páls, og umræður á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, er ekki annað að sjá en ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hafi fetað það einstigi vel að verja líf og heilsu en ganga ekki um of á réttindi. Páll er býsna skýr um það hvað er undir. Hvaða hagsmuni er verið að vernda. Grípum niður í álitsgerðina: „…þeir hagsmunir, sem verið er að vernda með opinberum sóttvarnarráðstöfunum, eru líf og heilsa borgaranna. Þetta eru veigamestu verndarhagsmunir hvers samfélags.“ Ég er sammála Páli Hreinssyni um að þetta séu veigamestu verndarhagsmunirnir. Að mínu mati hefur ríkisstjórnin uppfyllt þá frumkvæðisskyldu sem lög setja henni að vernda líf og heilsu fólks og virt meðalhófsregluna við það, ekki gengið of langt í að skerða önnur mannréttindi. Það að Páll skyldi fenginn til að leggja hlutlaust mat á þetta sýnir, svo ekki verður um villst, að ríkisstjórnin tekur þessi mál alvarlega og vill vanda til verka. Til að skerpa enn frekar á lagaumhverfinu mun heilbrigðisráðherra í janúar leggja fram frumvarp um breytingar á sóttvarnarlögum. Ætlunin er að skýra enn betur þau úrræði sem sóttvarnarlæknir og ráðherra geta gripið til vegna hættu á farsóttum til eða frá Íslandi, innan lands og hættu á útbreiðslu smits frá einstaklingum. Opin og yfirveguð umræða um valdheimildir og sóttvarnir er af hinu góða. Álit Páls Hreinssonar er lykilatriði í þeirri umræðu. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Ráðherrar hafa frumkvæðisskyldu til að bregðast við farsóttum með virkum úrræðum til að vernda líf og heilsu fólks. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í álitsgerð Páls Hreinssonar sem hann fór yfir á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun. Ég óskaði eftir þessum fundi til að nefndarmenn gætu átt opið og heiðarlegt samtal um sóttvarnir og valdheimildir, en Páll var fenginn af forsætisráðherra, í samráði við heilbrigðisráðherra, til að skila álitsgerð um þetta mál. Áðurnefnd frumkvæðisskylda ráðherra getur beinlínis gert þá ábyrga gagnvart lögum ef þeir bregðast þeirri skyldu sinni. Ráðherrum er þannig ekki aðeins heimilt að grípa til að gerða til að vernda líf og heilsu heldur er það beinlínis skylt. Það er eðlilegt í lýðræðissamfélagi að við ræðum um valdmörk og hversu langt má ganga í því að skerða mannréttindi borgaranna. Við lestur álitsgerðar Páls, og umræður á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, er ekki annað að sjá en ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hafi fetað það einstigi vel að verja líf og heilsu en ganga ekki um of á réttindi. Páll er býsna skýr um það hvað er undir. Hvaða hagsmuni er verið að vernda. Grípum niður í álitsgerðina: „…þeir hagsmunir, sem verið er að vernda með opinberum sóttvarnarráðstöfunum, eru líf og heilsa borgaranna. Þetta eru veigamestu verndarhagsmunir hvers samfélags.“ Ég er sammála Páli Hreinssyni um að þetta séu veigamestu verndarhagsmunirnir. Að mínu mati hefur ríkisstjórnin uppfyllt þá frumkvæðisskyldu sem lög setja henni að vernda líf og heilsu fólks og virt meðalhófsregluna við það, ekki gengið of langt í að skerða önnur mannréttindi. Það að Páll skyldi fenginn til að leggja hlutlaust mat á þetta sýnir, svo ekki verður um villst, að ríkisstjórnin tekur þessi mál alvarlega og vill vanda til verka. Til að skerpa enn frekar á lagaumhverfinu mun heilbrigðisráðherra í janúar leggja fram frumvarp um breytingar á sóttvarnarlögum. Ætlunin er að skýra enn betur þau úrræði sem sóttvarnarlæknir og ráðherra geta gripið til vegna hættu á farsóttum til eða frá Íslandi, innan lands og hættu á útbreiðslu smits frá einstaklingum. Opin og yfirveguð umræða um valdheimildir og sóttvarnir er af hinu góða. Álit Páls Hreinssonar er lykilatriði í þeirri umræðu. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar