Verulegar efasemdir um lögmæti smitrakningar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 7. október 2020 10:14 Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur sóttvarnayfirvöld mögulega hafa gengið of langt. „Ég verð að viðurkenna að ég hef verulegar efasemdir um að það sé lagaheimild fyrir þessu,“ sagði Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðiflokksins, á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun þegar fjallað var um valdheimildir sóttvarnaryfirvalda. Þar vísaði hann til þess að greiðslukortafærslur hafa verið nýttar við smitrakningu í nokkrum tilvikum. Til að mynda til að finna út hverjir voru útsettir fyrir smiti á Irishman Pub. Í viðtali við fréttastofu á dögunum sagði Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, að sóttvarnalæknir hefði heimild til að óska allra þeirra gagna sem hann telur sig þurfa til að hemja farsótt eða hópsýkingu. „Það sem þarf að huga í því sambandi er að hann þarf að fara eftir almennum reglum persónuverndarlaga sem varða gagnsæi. Að allir viti hvernig þetta er unnið,“ sagði Helga. Brynjar sagði á fundinum í morgun ljóst að þarna væri gengið á rétt þeirra sem ekki eru grunaðir um að vera smitaðir. „En við látum það kannski yfir okkur ganga vegna þess að aðstæður eru sérstakar. En við erum samt bara með veiru, ekkert ósvipað því sem gengur yfir á hverju ári, bara hættulega þröngum hópi sem sjálfir eru veikir fyrir. Þannig einhver myndi segja við séum algjörlega á ystu nöf lagalega séð og kannski komin út fyrir öll mörk,“ sagði hann. Alla jafna þurfi dómsúrskurð fyrir aðgang að þessum upplýsingum. Fólk eldra en sextugt og fólk með undirliggjandi sjúkdóma er talið í mestri hættu á að veikjast alvarlega af Covid-19. Alþjóðaheilbrigðisstofunin segir þó fólk á öllum aldri geta smitast og að hættan á alvarlegum veikindum fari vaxandi með aldri frá fertugu. Fólk var rakið til Irishman pub með kortafærslum eftir að smit kom þar upp.Vísir/Vilhelm Páll Hreinsson, sem skrifaði nýlega álitsgerð um valdheimildir sóttvarnaryfirvalda, sat fyrir svörum á fundinum. Páll vísaði til þess að sóttvarnalækni bæri lagaleg skylda til að rannsaka hópsmit og að heimildir væru fyrir smitrakningu í lögum. Hins vegar þurfi einnig að taka tillit til reglna um persónuvernd. „Það yrði að fá úrskurð ef sá sem heldur á upplýsingunum neitar að láta þær af hendi og þá reynir á þetta,“ sagði Páll Hreinsson. „Þetta er skoðunar virði og það heyrir undir persónuverd að skoða hvort þarna sé farið lengra en efni eru til.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira
„Ég verð að viðurkenna að ég hef verulegar efasemdir um að það sé lagaheimild fyrir þessu,“ sagði Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðiflokksins, á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun þegar fjallað var um valdheimildir sóttvarnaryfirvalda. Þar vísaði hann til þess að greiðslukortafærslur hafa verið nýttar við smitrakningu í nokkrum tilvikum. Til að mynda til að finna út hverjir voru útsettir fyrir smiti á Irishman Pub. Í viðtali við fréttastofu á dögunum sagði Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, að sóttvarnalæknir hefði heimild til að óska allra þeirra gagna sem hann telur sig þurfa til að hemja farsótt eða hópsýkingu. „Það sem þarf að huga í því sambandi er að hann þarf að fara eftir almennum reglum persónuverndarlaga sem varða gagnsæi. Að allir viti hvernig þetta er unnið,“ sagði Helga. Brynjar sagði á fundinum í morgun ljóst að þarna væri gengið á rétt þeirra sem ekki eru grunaðir um að vera smitaðir. „En við látum það kannski yfir okkur ganga vegna þess að aðstæður eru sérstakar. En við erum samt bara með veiru, ekkert ósvipað því sem gengur yfir á hverju ári, bara hættulega þröngum hópi sem sjálfir eru veikir fyrir. Þannig einhver myndi segja við séum algjörlega á ystu nöf lagalega séð og kannski komin út fyrir öll mörk,“ sagði hann. Alla jafna þurfi dómsúrskurð fyrir aðgang að þessum upplýsingum. Fólk eldra en sextugt og fólk með undirliggjandi sjúkdóma er talið í mestri hættu á að veikjast alvarlega af Covid-19. Alþjóðaheilbrigðisstofunin segir þó fólk á öllum aldri geta smitast og að hættan á alvarlegum veikindum fari vaxandi með aldri frá fertugu. Fólk var rakið til Irishman pub með kortafærslum eftir að smit kom þar upp.Vísir/Vilhelm Páll Hreinsson, sem skrifaði nýlega álitsgerð um valdheimildir sóttvarnaryfirvalda, sat fyrir svörum á fundinum. Páll vísaði til þess að sóttvarnalækni bæri lagaleg skylda til að rannsaka hópsmit og að heimildir væru fyrir smitrakningu í lögum. Hins vegar þurfi einnig að taka tillit til reglna um persónuvernd. „Það yrði að fá úrskurð ef sá sem heldur á upplýsingunum neitar að láta þær af hendi og þá reynir á þetta,“ sagði Páll Hreinsson. „Þetta er skoðunar virði og það heyrir undir persónuverd að skoða hvort þarna sé farið lengra en efni eru til.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira