Þögn um uppboð vekur spurningar Páll Steingrímsson skrifar 7. október 2020 08:30 Fyrr á þessu ári var Kjarninn duglegur að fræða lesendur sína um fyrirhugað uppboð á veiðiheimildum í Namibíu. Þannig átti uppboðið að „tryggja ríkinu auknar tekjur” og „auka gagnsæi við úthlutun aflaheimilda.“ Eftir að uppboðið misheppnaðist hrapallega, með tilheyrandi tjóni fyrir namibískt samfélag, hafa blaðamenn Kjarnans ekki skrifað stafkrók um niðurstöðu þess enda hefur miðillinn enga frétt birt um málið. Það skýtur auðvitað skökku við að fjölmiðillinn segi ekki frá niðurstöðu uppboðs sem hann sjálfur taldi eiga svo brýnt erindi við lesendur sína að hann greindi ekki einu sinni frá því, heldur tvisvar. Ef til vill er ástæða þagnarinnar sú að uppboðið skilaði jafnvirði 65 milljónum króna til ríkissjóðs Namibíu í stað sex milljarða króna. Hér er um að ræða veiðiheimildir sem áður voru nýttar af félögum tengdum Samherja í landinu. Margþætt tengsl RÚV og Kjarnans Þeir sem fylgjast vel með fréttum sjá að það eru mikil líkindi með fréttaflutningi Kjarnans og Ríkisútvarpsins. Það er ekki bara fylgni í fréttum þessara miðla heldur eru tónninn í fréttaflutningnum sá sami. Þessi samhverfa þarf ekki að koma neinum á óvart enda eru margþætt tengsl milli Ríkisútvarpsins og Kjarnans. Nokkrir núverandi fréttamanna Ríkisútvarpsins störfuðu áður á Kjarnanum. Þannig er annar umsjónarmanna spjallþáttarins Silfursins fyrrverandi aðstoðarritstjóri Kjarnans og er hún ennþá hluthafi í útgáfufélagi Kjarnans. Þá er ritstjóri Kjarnans launaður dagskrárgerðarmaður hjá Ríkisútvarpinu þar sem hann er með innslög í útvarpi. Allt þetta fólk er svo tengt nánum vináttuböndum. Þessi tengsl koma berlega í ljós í fréttaflutningi enda eru fáir fjölmiðlar á Íslandi jafn öflugar klappstýrur fyrir hina ýmsu þætti RÚV og Kjarninn. Það samræmist örugglega illa þessari stefnu að segja frá klúðrinu við uppboð aflaheimilda í Namibíu því það var Ríkisútvarpið sem afhjúpaði ætlaða spillingu í namibískum sjávarútvegi. Kjarninn gefur sig út fyrir að starfa í þágu almannahagsmuna óháð flokkslínum og hugmyndafræði. Svona valkvæð nálgun í fréttaflutningi er hins vegar auðvitað ekkert annað ein birtingarmynd áróðurs. Hvað var boðið upp í Namibíu? Uppboðið sem klúðraðist í Namibíu var ákveðin tilraun sem misheppnaðist en þetta var í fyrsta sinn sem aflaheimildir voru boðnar upp í landinu. Boðinn var upp kvóti í þremur tegundum, 11.000 tonn af lýsingi, 72.000 tonn af hestamakríl og 392 tonn af skötusel. Tekjurnar af uppboðinu átti að nýta til að greiða fyrir velferðarþjónustu á tímum Covid-19 heimsfaraldursins. Voru áætlaðar tekjur ríkissjóðs Namibíu af veiðileyfum jafnvirði um 6 milljarða króna og talið var að áhrifin yrðu um 25 milljarðar króna fyrir namibískt hagkerfi. Tekjurnar af uppboðinu voru hins vegar aðeins 65 milljónir króna að jafnvirði því aðeins voru seldar heimildir fyrir 100 tonn af lýsingi og 1.517 tonn af hestamakríl en ekkert af skötusel. Uppboðið fór algjörlega í vaskinn. Namibískur sjávarútvegur er því í nokkru uppnámi og óljóst um framhaldið. Allt í boði Ríkisútvarpsins. Misheppnað uppboð leiðir til þess að 99% þess hestamakríls sem boðinn var upp syndir enn í sjónum, engum til gagns. Það þýðir ekki aðeins lægri tekjur fyrir ríkissjóð Namibíu því hér er um að ræða ódýrt prótein fyrir tekjulægri hópa sem ratar aldrei á markað. Þá verða mörg hundruð sjómenn af atvinnu en til að veiða 72.000 tonn af hestamakríl á yfirstandandi fiskveiðiári hefði þurft a.m.k. sex skip, hvert með hundrað manna áhöfn, til að ná þessum veiðiheimildum innan tilgreinds tíma. Fréttir um uppboðið voru reiðarslag fyrir namibískt samfélag og ollu mikilli reiði meðal Namibíumanna. Forsíða eins útbreiddasta dagblaðs Namibíu, The Namibian, var undirlögð undir þetta mál undir fyrirsögninni: „Uppboðið endar með tárum“ og þegar þetta er skrifað eru mörg hundruð athugasemdir undir fréttum af málinu á Facebook-síðu The Namibian. Margar þeirra frá fólki sem missti lífsviðurværið vegna uppboðsins. Þetta mál vekur ýmsar spurningar. Hver var staðan í Namibíu þegar félög tengd Samherja stunduðu þar veiðar? Félög tengd Samherja greiddu jafnvirði 21,4 milljarða króna til namibískra aðila á meðan þau voru í rekstri á árunum 2012-2019 eins og greint var frá fyrr á þessu ári. Það var því holur hljómur í fullyrðingum um arðrán. Það er staðreynd að félög tengd Samherja sköpuðu gríðarleg verðmæti fyrir Namibíumenn á meðan þau störfuðu í landinu, þvert á fullyrðingar Ríkisútvarpsins. Það má spyrja hvort fréttamenn Ríkisútvarpsins séu stoltir af sínu framlagi enda voru þeir beinir gerendur í atburðarás sem leiddi til þess að fyrirkomulagi úthlutunar aflaheimildar í Namibíu var kollvarpað með tilheyrandi tjóni fyrir namibískt samfélag. Hvað segja þingmenn Viðreisnar? Fréttir af misheppnuðu uppboði aflaheimilda í Namibíu hafa líka snertifleti við stjórnmálin hér á landi. Á Alþingi lögðu þingmenn Viðreisnar, Pírata og Samfylkingarinnar fram fyrirspurn um samanburð á veiðigjöldum í Namibíu og Íslandi. Skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands leiddi í ljós að veiðigjöldin í Namibíu reyndust vera lægra hlutfall af verðmæti afla en þau veiðigjöld sem Samherji greiðir á Íslandi, öll árin sem félögin voru starfandi í Namibíu, nema eitt. Úr því þingmenn þessara flokka hafa svona mikinn áhuga á namibískum sjávarútvegi, vilja þeir ekki ræða hvernig uppboðsleiðin gekk í Namibíu, sem þeir eru spenntir fyrir að innleiða hér á landi? Höfundur er skipstjóri hjá Samherja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Steingrímsson Sjávarútvegur Samherjaskjölin Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrr á þessu ári var Kjarninn duglegur að fræða lesendur sína um fyrirhugað uppboð á veiðiheimildum í Namibíu. Þannig átti uppboðið að „tryggja ríkinu auknar tekjur” og „auka gagnsæi við úthlutun aflaheimilda.“ Eftir að uppboðið misheppnaðist hrapallega, með tilheyrandi tjóni fyrir namibískt samfélag, hafa blaðamenn Kjarnans ekki skrifað stafkrók um niðurstöðu þess enda hefur miðillinn enga frétt birt um málið. Það skýtur auðvitað skökku við að fjölmiðillinn segi ekki frá niðurstöðu uppboðs sem hann sjálfur taldi eiga svo brýnt erindi við lesendur sína að hann greindi ekki einu sinni frá því, heldur tvisvar. Ef til vill er ástæða þagnarinnar sú að uppboðið skilaði jafnvirði 65 milljónum króna til ríkissjóðs Namibíu í stað sex milljarða króna. Hér er um að ræða veiðiheimildir sem áður voru nýttar af félögum tengdum Samherja í landinu. Margþætt tengsl RÚV og Kjarnans Þeir sem fylgjast vel með fréttum sjá að það eru mikil líkindi með fréttaflutningi Kjarnans og Ríkisútvarpsins. Það er ekki bara fylgni í fréttum þessara miðla heldur eru tónninn í fréttaflutningnum sá sami. Þessi samhverfa þarf ekki að koma neinum á óvart enda eru margþætt tengsl milli Ríkisútvarpsins og Kjarnans. Nokkrir núverandi fréttamanna Ríkisútvarpsins störfuðu áður á Kjarnanum. Þannig er annar umsjónarmanna spjallþáttarins Silfursins fyrrverandi aðstoðarritstjóri Kjarnans og er hún ennþá hluthafi í útgáfufélagi Kjarnans. Þá er ritstjóri Kjarnans launaður dagskrárgerðarmaður hjá Ríkisútvarpinu þar sem hann er með innslög í útvarpi. Allt þetta fólk er svo tengt nánum vináttuböndum. Þessi tengsl koma berlega í ljós í fréttaflutningi enda eru fáir fjölmiðlar á Íslandi jafn öflugar klappstýrur fyrir hina ýmsu þætti RÚV og Kjarninn. Það samræmist örugglega illa þessari stefnu að segja frá klúðrinu við uppboð aflaheimilda í Namibíu því það var Ríkisútvarpið sem afhjúpaði ætlaða spillingu í namibískum sjávarútvegi. Kjarninn gefur sig út fyrir að starfa í þágu almannahagsmuna óháð flokkslínum og hugmyndafræði. Svona valkvæð nálgun í fréttaflutningi er hins vegar auðvitað ekkert annað ein birtingarmynd áróðurs. Hvað var boðið upp í Namibíu? Uppboðið sem klúðraðist í Namibíu var ákveðin tilraun sem misheppnaðist en þetta var í fyrsta sinn sem aflaheimildir voru boðnar upp í landinu. Boðinn var upp kvóti í þremur tegundum, 11.000 tonn af lýsingi, 72.000 tonn af hestamakríl og 392 tonn af skötusel. Tekjurnar af uppboðinu átti að nýta til að greiða fyrir velferðarþjónustu á tímum Covid-19 heimsfaraldursins. Voru áætlaðar tekjur ríkissjóðs Namibíu af veiðileyfum jafnvirði um 6 milljarða króna og talið var að áhrifin yrðu um 25 milljarðar króna fyrir namibískt hagkerfi. Tekjurnar af uppboðinu voru hins vegar aðeins 65 milljónir króna að jafnvirði því aðeins voru seldar heimildir fyrir 100 tonn af lýsingi og 1.517 tonn af hestamakríl en ekkert af skötusel. Uppboðið fór algjörlega í vaskinn. Namibískur sjávarútvegur er því í nokkru uppnámi og óljóst um framhaldið. Allt í boði Ríkisútvarpsins. Misheppnað uppboð leiðir til þess að 99% þess hestamakríls sem boðinn var upp syndir enn í sjónum, engum til gagns. Það þýðir ekki aðeins lægri tekjur fyrir ríkissjóð Namibíu því hér er um að ræða ódýrt prótein fyrir tekjulægri hópa sem ratar aldrei á markað. Þá verða mörg hundruð sjómenn af atvinnu en til að veiða 72.000 tonn af hestamakríl á yfirstandandi fiskveiðiári hefði þurft a.m.k. sex skip, hvert með hundrað manna áhöfn, til að ná þessum veiðiheimildum innan tilgreinds tíma. Fréttir um uppboðið voru reiðarslag fyrir namibískt samfélag og ollu mikilli reiði meðal Namibíumanna. Forsíða eins útbreiddasta dagblaðs Namibíu, The Namibian, var undirlögð undir þetta mál undir fyrirsögninni: „Uppboðið endar með tárum“ og þegar þetta er skrifað eru mörg hundruð athugasemdir undir fréttum af málinu á Facebook-síðu The Namibian. Margar þeirra frá fólki sem missti lífsviðurværið vegna uppboðsins. Þetta mál vekur ýmsar spurningar. Hver var staðan í Namibíu þegar félög tengd Samherja stunduðu þar veiðar? Félög tengd Samherja greiddu jafnvirði 21,4 milljarða króna til namibískra aðila á meðan þau voru í rekstri á árunum 2012-2019 eins og greint var frá fyrr á þessu ári. Það var því holur hljómur í fullyrðingum um arðrán. Það er staðreynd að félög tengd Samherja sköpuðu gríðarleg verðmæti fyrir Namibíumenn á meðan þau störfuðu í landinu, þvert á fullyrðingar Ríkisútvarpsins. Það má spyrja hvort fréttamenn Ríkisútvarpsins séu stoltir af sínu framlagi enda voru þeir beinir gerendur í atburðarás sem leiddi til þess að fyrirkomulagi úthlutunar aflaheimildar í Namibíu var kollvarpað með tilheyrandi tjóni fyrir namibískt samfélag. Hvað segja þingmenn Viðreisnar? Fréttir af misheppnuðu uppboði aflaheimilda í Namibíu hafa líka snertifleti við stjórnmálin hér á landi. Á Alþingi lögðu þingmenn Viðreisnar, Pírata og Samfylkingarinnar fram fyrirspurn um samanburð á veiðigjöldum í Namibíu og Íslandi. Skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands leiddi í ljós að veiðigjöldin í Namibíu reyndust vera lægra hlutfall af verðmæti afla en þau veiðigjöld sem Samherji greiðir á Íslandi, öll árin sem félögin voru starfandi í Namibíu, nema eitt. Úr því þingmenn þessara flokka hafa svona mikinn áhuga á namibískum sjávarútvegi, vilja þeir ekki ræða hvernig uppboðsleiðin gekk í Namibíu, sem þeir eru spenntir fyrir að innleiða hér á landi? Höfundur er skipstjóri hjá Samherja.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar