Skella í lás með nokkurra klukkutíma fyrirvara Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. október 2020 23:25 Agnes Ósk Guðjónsdóttir er varaformaður Félags íslenskra snyrtifræðinga og rekur einnig GK snyrtistofu í Mosfellsbæ. Varaformaður Félags íslenskra snyrtifræðinga segir að það verði eigendum snyrtistofa eflaust mörgum þungbært að þurfa að skella í lás á morgun. Flestir sýni þó hertum kórónuveiruaðgerðum skilning þar sem heilsa fólks þurfi að vera í forgangi. Lokunin nú beri talsvert bráðar að en í vor. Hertar kórónuveiruaðgerðir taka gildi á höfuðborgarsvæðinu í fyrramálið. Snyrtistofum, hárgreiðslustofum, nuddstofum, húðflúrsstofum og annarri sambærilegri starfsemi á svæðinu verður gert að loka frá og með deginum á morgun. Þeir sem eiga bókaðan tíma í handsnyrtingu eða klippingu í fyrramálið þurfa því að sitja heima. Agnes Ósk Guðjónsdóttir er varaformaður Félags íslenskra snyrtifræðinga, auk þess sem hún rekur GK snyrtistofu í Mosfellsbæ. Agnes segir í samtali við Vísi að það sé auðvitað erfitt að þurfa að grípa til lokana á nýjan leik en heilsa fólks verði að vera í forgangi. Snyrtistofum, hárgreiðslustofum og sambærilegri starfsemi var gert að skella í lás í fyrstu bylgju faraldursins. Lokað var í sex vikur; frá 24. mars til 4. maí. Agnes segir að það hafi ekkert endilega verið viðbúið nú að snyrtistofur þyrftu að loka. Fyrirvarinn frá yfirvöldum sé talsvert skemmri nú en áður. „Nei, í raun og veru ekki. Það er kannski bara á þessum fundi í dag klukkan þrjú að Þórólfur [Guðnason sóttvarnalæknir] hafi aðeins gefið í skyn að það yrðu lokanir. Hann nefndi „einyrkja“ á fundinum þannig að það hefðu margir aðrir getað tekið þetta til sín líka,“ segir Agnes. „Þetta er óvæntara en þarna í vor. Hertu aðgerðirnar sem tóku gildi í dag til dæmis, það vissu allir af þeim strax um helgina. En núna þarf að skella í lás með nokkurra klukkutíma fyrirvara.“ Agnes kveðst þó hafa mikla samúð með sóttvarnalækni og þeim sem taka þurfi ákvarðanir um veiruaðgerðir. Þá telur hún að flestir sýni lokununum nú mikinn skilning. „En svona hlutir eru auðvitað erfiðir litlum fyrirtækjum og lokanir geta haft mjög langvinn áhrif. Margir eru eflaust enn að vinna upp tapið eftir síðustu lokun, það er ýmislegt sem hefur safnast upp. Svo tekur ákveðinn tíma að vinda ofan af þessu og margir eru jafnvel að gera það enn núna þegar er aftur klippt á tekjuflæðið. En þetta er náttúrulega eins og hjá öllum öðrum, við erum öll í sama bátnum með þetta,“ segir Agnes. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Gerðu alls ekki ráð fyrir svo mörgum smitum Thor Aspelund prófessor í líftölfræði segir að teymið sem haldið hefur úti spálíkani um þróun kórónuveirufaraldursins hér á landi hafi alls ekki gert ráð fyrir þeim mikla fjölda sem greindist með veiruna í gær. 6. október 2020 20:54 Tveggja metra regla, veitingastaðir loka fyrr og hert á grímuskyldu Tekin verður aftur upp tveggja metra fjarlægðarregla á höfuðborgarsvæðinu, ýmis starfsemi verður stöðvuð og hert verður á grímuskyldu í tillögum sem Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sendir heilbrigðisráðherra í dag. 6. október 2020 15:19 Verst þegar fólk leitar að blóraböggli Formaður Hnefaleikafélags Kópavogs segir að félagið hafi gert, og geri enn, allt sem í sínu valdi standi til að koma í veg fyrir fleiri kórónuveirusmit. 6. október 2020 20:02 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Varaformaður Félags íslenskra snyrtifræðinga segir að það verði eigendum snyrtistofa eflaust mörgum þungbært að þurfa að skella í lás á morgun. Flestir sýni þó hertum kórónuveiruaðgerðum skilning þar sem heilsa fólks þurfi að vera í forgangi. Lokunin nú beri talsvert bráðar að en í vor. Hertar kórónuveiruaðgerðir taka gildi á höfuðborgarsvæðinu í fyrramálið. Snyrtistofum, hárgreiðslustofum, nuddstofum, húðflúrsstofum og annarri sambærilegri starfsemi á svæðinu verður gert að loka frá og með deginum á morgun. Þeir sem eiga bókaðan tíma í handsnyrtingu eða klippingu í fyrramálið þurfa því að sitja heima. Agnes Ósk Guðjónsdóttir er varaformaður Félags íslenskra snyrtifræðinga, auk þess sem hún rekur GK snyrtistofu í Mosfellsbæ. Agnes segir í samtali við Vísi að það sé auðvitað erfitt að þurfa að grípa til lokana á nýjan leik en heilsa fólks verði að vera í forgangi. Snyrtistofum, hárgreiðslustofum og sambærilegri starfsemi var gert að skella í lás í fyrstu bylgju faraldursins. Lokað var í sex vikur; frá 24. mars til 4. maí. Agnes segir að það hafi ekkert endilega verið viðbúið nú að snyrtistofur þyrftu að loka. Fyrirvarinn frá yfirvöldum sé talsvert skemmri nú en áður. „Nei, í raun og veru ekki. Það er kannski bara á þessum fundi í dag klukkan þrjú að Þórólfur [Guðnason sóttvarnalæknir] hafi aðeins gefið í skyn að það yrðu lokanir. Hann nefndi „einyrkja“ á fundinum þannig að það hefðu margir aðrir getað tekið þetta til sín líka,“ segir Agnes. „Þetta er óvæntara en þarna í vor. Hertu aðgerðirnar sem tóku gildi í dag til dæmis, það vissu allir af þeim strax um helgina. En núna þarf að skella í lás með nokkurra klukkutíma fyrirvara.“ Agnes kveðst þó hafa mikla samúð með sóttvarnalækni og þeim sem taka þurfi ákvarðanir um veiruaðgerðir. Þá telur hún að flestir sýni lokununum nú mikinn skilning. „En svona hlutir eru auðvitað erfiðir litlum fyrirtækjum og lokanir geta haft mjög langvinn áhrif. Margir eru eflaust enn að vinna upp tapið eftir síðustu lokun, það er ýmislegt sem hefur safnast upp. Svo tekur ákveðinn tíma að vinda ofan af þessu og margir eru jafnvel að gera það enn núna þegar er aftur klippt á tekjuflæðið. En þetta er náttúrulega eins og hjá öllum öðrum, við erum öll í sama bátnum með þetta,“ segir Agnes.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Gerðu alls ekki ráð fyrir svo mörgum smitum Thor Aspelund prófessor í líftölfræði segir að teymið sem haldið hefur úti spálíkani um þróun kórónuveirufaraldursins hér á landi hafi alls ekki gert ráð fyrir þeim mikla fjölda sem greindist með veiruna í gær. 6. október 2020 20:54 Tveggja metra regla, veitingastaðir loka fyrr og hert á grímuskyldu Tekin verður aftur upp tveggja metra fjarlægðarregla á höfuðborgarsvæðinu, ýmis starfsemi verður stöðvuð og hert verður á grímuskyldu í tillögum sem Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sendir heilbrigðisráðherra í dag. 6. október 2020 15:19 Verst þegar fólk leitar að blóraböggli Formaður Hnefaleikafélags Kópavogs segir að félagið hafi gert, og geri enn, allt sem í sínu valdi standi til að koma í veg fyrir fleiri kórónuveirusmit. 6. október 2020 20:02 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Gerðu alls ekki ráð fyrir svo mörgum smitum Thor Aspelund prófessor í líftölfræði segir að teymið sem haldið hefur úti spálíkani um þróun kórónuveirufaraldursins hér á landi hafi alls ekki gert ráð fyrir þeim mikla fjölda sem greindist með veiruna í gær. 6. október 2020 20:54
Tveggja metra regla, veitingastaðir loka fyrr og hert á grímuskyldu Tekin verður aftur upp tveggja metra fjarlægðarregla á höfuðborgarsvæðinu, ýmis starfsemi verður stöðvuð og hert verður á grímuskyldu í tillögum sem Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sendir heilbrigðisráðherra í dag. 6. október 2020 15:19
Verst þegar fólk leitar að blóraböggli Formaður Hnefaleikafélags Kópavogs segir að félagið hafi gert, og geri enn, allt sem í sínu valdi standi til að koma í veg fyrir fleiri kórónuveirusmit. 6. október 2020 20:02