Sameinast á ný með stofnun fyrirtækisins Vinnvinn Rakel Sveinsdóttir skrifar 7. október 2020 07:16 Stofnendur Vinnvinn: Auður Bjarnadóttir, Jensína Kristín Böðvarsdóttir og Hilmar Garðar Hjaltason. Vinnvinn er nýtt fyrirtæki á sviði ráðninga og ráðgjafar. Í fréttatilkynningu segir að fyrirtækið sérhæfi sig í ráðgjöf og ráðningum stjórnenda, lykilstarfsmanna og sérfræðinga. Stofnendur Vinnvinn eru Auður Bjarnadóttir, Hilmar Garðar Hjaltason og Jensína Kristín Böðvarsdóttir. Þetta þríeyki hefur áður starfað saman því Jensína var einn stofnenda Gallup ráðninga sem síðar varð Capacent þar sem Auður og Hilmar störfuðu sem ráðgjafar um árabil. Í fréttatilkynningu segir að Jensína, Auður og Hilmar búi yfir yfirgripsmikilli þekkingu á sviði ráðninga, öflugu tengslaneti, þekkingu á fyrirtækjamenningu og stjórnun í íslensku og alþjóðlegu atvinnulífi og innan opinberrar stjórnsýslu. Auður hefur komið að ráðningum hundruða einstaklinga innan íslensks atvinnulífs. Þá hefur hún verið skipuð í fjölmargar hæfnisnefndir vegna undirbúnings skipunar í opinber embætti, en sérsvið Auðar er á sviði ráðninga í opinberri stjórnsýslu. Hilmar hefur síðustu áratugi komið að ráðningum forstjóra og lykilstjórnenda margra af stærstu fyrirtækjum landsins. Sérsvið Hilmars er stjórnendaleit og mönnun stjórna. Þá hefur Hilmar starfað að ráðningum fyrir fyrirtæki og stofnanir í öllum atvinnugreinum. Jensína hefur undanfarið starfað sem Associate Partner hjá alþjóðlega ráðgjafafyrirtækinu Valcon, sem nú verður að samstarfsaðila Vinnvinn. Jensína var framkvæmdastjóri Global Strategic Planning og HR hjá Alvogen frá 2015 til 2018 og framkvæmdastjóri þróunar og mannauðs hjá Landsbankanum 2010-2015. Jensína hefur tekið þátt í mönnun sérfræðinga og lykilstjórnenda víðsvegar um heiminn. Þá hefur hún mikla reynslu af stefnumótun, innleiðingu stefnu og þekkingu á því hvað vel mönnuð teymi skipta miklu máli fyrir góðan framgang fyrirtækja. „Það myndaðist ákveðin eyða á markaðinum þegar Capacent hætti starfsemi síðastliðið vor. Vissulega eru þetta erfiðir tímar, en samhliða sjáum við mikil tækifæri því erfiðir tímar kalla oft á breytingar og nýjar áskoranir hjá fyrirtækjum. Við höfum nú þegar tengt saman öflugt fólk í rúm tuttugu ár og því liggur það vel við að sérhæfa okkur í ráðningum stjórnenda og sérfræðinga í öllum greinum atvinnulífsins,“ segir Jensína K. Böðvarsdóttur framkvæmdastjóri Vinnvinn. Vinnumarkaður Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Vinnvinn er nýtt fyrirtæki á sviði ráðninga og ráðgjafar. Í fréttatilkynningu segir að fyrirtækið sérhæfi sig í ráðgjöf og ráðningum stjórnenda, lykilstarfsmanna og sérfræðinga. Stofnendur Vinnvinn eru Auður Bjarnadóttir, Hilmar Garðar Hjaltason og Jensína Kristín Böðvarsdóttir. Þetta þríeyki hefur áður starfað saman því Jensína var einn stofnenda Gallup ráðninga sem síðar varð Capacent þar sem Auður og Hilmar störfuðu sem ráðgjafar um árabil. Í fréttatilkynningu segir að Jensína, Auður og Hilmar búi yfir yfirgripsmikilli þekkingu á sviði ráðninga, öflugu tengslaneti, þekkingu á fyrirtækjamenningu og stjórnun í íslensku og alþjóðlegu atvinnulífi og innan opinberrar stjórnsýslu. Auður hefur komið að ráðningum hundruða einstaklinga innan íslensks atvinnulífs. Þá hefur hún verið skipuð í fjölmargar hæfnisnefndir vegna undirbúnings skipunar í opinber embætti, en sérsvið Auðar er á sviði ráðninga í opinberri stjórnsýslu. Hilmar hefur síðustu áratugi komið að ráðningum forstjóra og lykilstjórnenda margra af stærstu fyrirtækjum landsins. Sérsvið Hilmars er stjórnendaleit og mönnun stjórna. Þá hefur Hilmar starfað að ráðningum fyrir fyrirtæki og stofnanir í öllum atvinnugreinum. Jensína hefur undanfarið starfað sem Associate Partner hjá alþjóðlega ráðgjafafyrirtækinu Valcon, sem nú verður að samstarfsaðila Vinnvinn. Jensína var framkvæmdastjóri Global Strategic Planning og HR hjá Alvogen frá 2015 til 2018 og framkvæmdastjóri þróunar og mannauðs hjá Landsbankanum 2010-2015. Jensína hefur tekið þátt í mönnun sérfræðinga og lykilstjórnenda víðsvegar um heiminn. Þá hefur hún mikla reynslu af stefnumótun, innleiðingu stefnu og þekkingu á því hvað vel mönnuð teymi skipta miklu máli fyrir góðan framgang fyrirtækja. „Það myndaðist ákveðin eyða á markaðinum þegar Capacent hætti starfsemi síðastliðið vor. Vissulega eru þetta erfiðir tímar, en samhliða sjáum við mikil tækifæri því erfiðir tímar kalla oft á breytingar og nýjar áskoranir hjá fyrirtækjum. Við höfum nú þegar tengt saman öflugt fólk í rúm tuttugu ár og því liggur það vel við að sérhæfa okkur í ráðningum stjórnenda og sérfræðinga í öllum greinum atvinnulífsins,“ segir Jensína K. Böðvarsdóttur framkvæmdastjóri Vinnvinn.
Vinnumarkaður Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira