Sundlaugum verði lokað á höfuðborgarsvæðinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. október 2020 16:55 Laugardalslaug Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggur til við heilbrigðisráðherra að sundlaugum verði lokað á höfuðborgarsvæðinu næstu vikur á meðan verið sé að ná tökum á kórónuveirufaraldurinn hér á landi. Hann leggur þó ekki til jafn harðar aðgerðir í heilbrigðisþjónustu og gert var í mars þegar fyrsta bylgjan stóð sem hæst. Framkvæmdaráð almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins hefur þegar ákveðið að loka öllum sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu á morgun, miðvikudaginn 7. október. Lokunin á einnig við um skólasund, að því er segir í tilkynningu. Næstu skref varðandi afgreiðslutíma sundlauga miðast við væntanlega auglýsingu heilbrigðisráðherra um hertar veiruaðgerðir. Þórólfur ræddi tillögur sínar varðandi höfuðborgarsvæðið lauslega í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann vildi ekki fara í smátriðum í tillögur sínar sem var í þann mund að senda Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra til skoðunar. „Menn geta horft á þær tillögur sem voru í gangi í mars þegar starfsemi var trufluð,“ sagði Þórólfur. Hann sagði þó að hann legði til að sundlaugum yrði lokað á höfuðborgarsvæðinu. Líkamsræktarstöðvum hefur verið gert að loka tækjasölum sínum með reglugerð fyrir allt landið sem tók gildi á mánudag. Sundlaugar máttu hafa opið en með fjöldatakmörkunum þó. „Við erum ekki eins agressív gagnvart heilbrigðisþjónustu,“ sagði Þórólfur. Ýmis heilbrigðisþjónusta á borð við tannlæknaþjónustu og sjúkraþjálfun var lokað þegar verst var í mars. Þórólfur segist reikna með því að ráðherra bregðist hratt og örugglega við tillögunum. Hann sé sjálfur ekki með tímaramma á þeim en reikna megi með tveimur til þremur vikum eins og hingað til. Sundlaugar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Tveggja metra regla, veitingastaðir loka fyrr og hert á grímuskyldu Tekin verður aftur upp tveggja metra fjarlægðarregla á höfuðborgarsvæðinu, ýmis starfsemi verður stöðvuð og hert verður á grímuskyldu í tillögum sem Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sendir heilbrigðisráðherra í dag. 6. október 2020 15:19 Svona var 121. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn fara yfir stöðu mála varðandi framgang COVID-19 faraldursins hér á landi. 6. október 2020 14:00 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggur til við heilbrigðisráðherra að sundlaugum verði lokað á höfuðborgarsvæðinu næstu vikur á meðan verið sé að ná tökum á kórónuveirufaraldurinn hér á landi. Hann leggur þó ekki til jafn harðar aðgerðir í heilbrigðisþjónustu og gert var í mars þegar fyrsta bylgjan stóð sem hæst. Framkvæmdaráð almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins hefur þegar ákveðið að loka öllum sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu á morgun, miðvikudaginn 7. október. Lokunin á einnig við um skólasund, að því er segir í tilkynningu. Næstu skref varðandi afgreiðslutíma sundlauga miðast við væntanlega auglýsingu heilbrigðisráðherra um hertar veiruaðgerðir. Þórólfur ræddi tillögur sínar varðandi höfuðborgarsvæðið lauslega í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann vildi ekki fara í smátriðum í tillögur sínar sem var í þann mund að senda Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra til skoðunar. „Menn geta horft á þær tillögur sem voru í gangi í mars þegar starfsemi var trufluð,“ sagði Þórólfur. Hann sagði þó að hann legði til að sundlaugum yrði lokað á höfuðborgarsvæðinu. Líkamsræktarstöðvum hefur verið gert að loka tækjasölum sínum með reglugerð fyrir allt landið sem tók gildi á mánudag. Sundlaugar máttu hafa opið en með fjöldatakmörkunum þó. „Við erum ekki eins agressív gagnvart heilbrigðisþjónustu,“ sagði Þórólfur. Ýmis heilbrigðisþjónusta á borð við tannlæknaþjónustu og sjúkraþjálfun var lokað þegar verst var í mars. Þórólfur segist reikna með því að ráðherra bregðist hratt og örugglega við tillögunum. Hann sé sjálfur ekki með tímaramma á þeim en reikna megi með tveimur til þremur vikum eins og hingað til.
Sundlaugar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Tveggja metra regla, veitingastaðir loka fyrr og hert á grímuskyldu Tekin verður aftur upp tveggja metra fjarlægðarregla á höfuðborgarsvæðinu, ýmis starfsemi verður stöðvuð og hert verður á grímuskyldu í tillögum sem Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sendir heilbrigðisráðherra í dag. 6. október 2020 15:19 Svona var 121. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn fara yfir stöðu mála varðandi framgang COVID-19 faraldursins hér á landi. 6. október 2020 14:00 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Sjá meira
Tveggja metra regla, veitingastaðir loka fyrr og hert á grímuskyldu Tekin verður aftur upp tveggja metra fjarlægðarregla á höfuðborgarsvæðinu, ýmis starfsemi verður stöðvuð og hert verður á grímuskyldu í tillögum sem Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sendir heilbrigðisráðherra í dag. 6. október 2020 15:19
Svona var 121. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn fara yfir stöðu mála varðandi framgang COVID-19 faraldursins hér á landi. 6. október 2020 14:00