Bein útsending: Nordic Innovation - Staða heilsutækni á Norðurlöndum Ský 7. október 2020 08:00 Marianne Larsson, Haraldur Ingi Birgisson og Kristleifur Kristjánsson flytja erindi á ráðstefnunni. Fundarstjóri er Erla Björnsdóttir Streymt verður frá ráðstefnunni Staða heilsutækni á Norðurlöndunum – „Health tech in the Nordics“ hér á Vísi klukkan 13 í dag, miðvikudag. Ráðstefnan er hluti Nýsköpunarvikunnar sem stendur nú yfir. Fram koma þau Marianne Larsson, stofnandi Health Tech Nordic en Marianne hefur styrkt nýsköpunarverkefni og frumkvöðla á Norðurlöndunum í meira en áratug, Haraldur Ingi Birgisson forstöðumaður viðskipta- og markaðstengsla Deloitte á Íslandi og Dr. Kristleifur Kristjánsson forseti rannsóknar- og þróunarsviðs hjá Össuri ehf. Dr. Erla Björnsdóttir, sálfræðingur og svefnsérfræðingur stýrir ráðstefnunni sem fer fram á ensku. Sameiginlegt átak Norðurlanda um fyrirbyggjandi aðgerðir Lýðfræðilegar áskoranir hafa í dag mikil áhrif á heilbrigðiskerfi heimsins. Jafnframt standa Norðurlöndin frammi fyrir vaxandi hlutfalli aldraðra samhliða aukningu í lífsstíls- og langvinnum sjúkdómum. Norðurlöndin eru því í sameiningu að takast á við þessar áskoranir og hafa nú hrint af stað umbreytingaferli á heilbrigðiskerfum sínum. Besta leiðin til aukinna lífsgæða er að koma í veg fyrir að fólk veikist og eru fyrirbyggjandi lausnir því sérlega mikilvægar. Í dag er um það bil 10% af vergri landsframleiðslu Norðurlandanna varið í meðferðarúrræði heilbrigðiskerfisins en einungis 0,3% er varið í fyrirbyggjandi heilbrigðisúrræði. Norðurlöndin taka nú höndum saman og vinna að því að auka áherslu á fyrirbyggjandi aðgerðir með það að leiðarljósi að jafna úthlutun fjármagns sem varið er í heilbrigðiskerfin og stefna að 5/5 hlutfalli milli meðferðar- og fyrirbyggjandi aðgerða. Norræn samstaða er lykillinn að því að viðhalda stöðu Norðurlandanna sem leiðtogar á heimsvísu í heilbrigðismálum og tryggja samkeppnishæfa framtíð heilbrigðisgreina. Framtíðarsýnin er að Norðurlöndin verði árið 2030 orðin leiðandi á heimsvísu með sjálfbært og tæknivætt heilbrigðiskerfi sem bjóði upp á sérsniðna heilbrigðisþjónustu fyrir alla Norðurlandabúa. Ský stendur að ráðstefnunni í samvinnu við Nordic Innovation Heilsa Tækni Nýsköpun Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira
Streymt verður frá ráðstefnunni Staða heilsutækni á Norðurlöndunum – „Health tech in the Nordics“ hér á Vísi klukkan 13 í dag, miðvikudag. Ráðstefnan er hluti Nýsköpunarvikunnar sem stendur nú yfir. Fram koma þau Marianne Larsson, stofnandi Health Tech Nordic en Marianne hefur styrkt nýsköpunarverkefni og frumkvöðla á Norðurlöndunum í meira en áratug, Haraldur Ingi Birgisson forstöðumaður viðskipta- og markaðstengsla Deloitte á Íslandi og Dr. Kristleifur Kristjánsson forseti rannsóknar- og þróunarsviðs hjá Össuri ehf. Dr. Erla Björnsdóttir, sálfræðingur og svefnsérfræðingur stýrir ráðstefnunni sem fer fram á ensku. Sameiginlegt átak Norðurlanda um fyrirbyggjandi aðgerðir Lýðfræðilegar áskoranir hafa í dag mikil áhrif á heilbrigðiskerfi heimsins. Jafnframt standa Norðurlöndin frammi fyrir vaxandi hlutfalli aldraðra samhliða aukningu í lífsstíls- og langvinnum sjúkdómum. Norðurlöndin eru því í sameiningu að takast á við þessar áskoranir og hafa nú hrint af stað umbreytingaferli á heilbrigðiskerfum sínum. Besta leiðin til aukinna lífsgæða er að koma í veg fyrir að fólk veikist og eru fyrirbyggjandi lausnir því sérlega mikilvægar. Í dag er um það bil 10% af vergri landsframleiðslu Norðurlandanna varið í meðferðarúrræði heilbrigðiskerfisins en einungis 0,3% er varið í fyrirbyggjandi heilbrigðisúrræði. Norðurlöndin taka nú höndum saman og vinna að því að auka áherslu á fyrirbyggjandi aðgerðir með það að leiðarljósi að jafna úthlutun fjármagns sem varið er í heilbrigðiskerfin og stefna að 5/5 hlutfalli milli meðferðar- og fyrirbyggjandi aðgerða. Norræn samstaða er lykillinn að því að viðhalda stöðu Norðurlandanna sem leiðtogar á heimsvísu í heilbrigðismálum og tryggja samkeppnishæfa framtíð heilbrigðisgreina. Framtíðarsýnin er að Norðurlöndin verði árið 2030 orðin leiðandi á heimsvísu með sjálfbært og tæknivætt heilbrigðiskerfi sem bjóði upp á sérsniðna heilbrigðisþjónustu fyrir alla Norðurlandabúa. Ský stendur að ráðstefnunni í samvinnu við Nordic Innovation
Heilsa Tækni Nýsköpun Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira