LeBron James strunsaði af velli áður en leiktíminn rann út Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. október 2020 17:02 LeBron James var orðinn verulega pirraður undir lok leiks. Getty/Kevin C. Cox LeBron James og félagar í Los Angeles Lakers töpuðu á móti vængbrotnu liði Miami Heat í síðasta leik liðanna í úrslitaeinvíginu um titilinn og Miami Heat getur því jafnað einvígið í kvöld. Lakers gat komist í 3-0 í einvíginu og nánast tryggt sér titilinn. Miami Heat lék líka án tveggja byrjunarliðsmanna og var búið að tapa sannfærandi í fyrstu tveimur leikjunum. Los Angeles Lakers liðið leit ekki vel út í þessum leik og átti ekki svar við grimmum og baráttuglöðum Miami Heat mönnum. Miami Heat komst í 22-9 í fyrsta leikhlutanum og vann leikinn á edanum 115-104. Lykilatriðið var auðvitað frammistaða Jimmy Butler sem var með 40 stiga þrefalda tvennu með 40 stig, 11 fráköst og 13 stoðsendingar. Þetta var í fyrsta sinn í leik í lokaúrslitunum þar sem einn og sami leikmaður var með fleiri stig, fleiri fráköst og fleiri stoðsendingar en LeBron James. LeBron James endaði leikinn með 25 stig, 10 fráköst og 8 stoðsendingar en var líka með 8 tapað bolta. watch on YouTube LeBron James var orðinn mjög pirraður í lokin sem sást að því að hann strunsaði af velli áður en leiktíminn rann út. Það varð til þess að dómarar þurftu að stoppa leikinn og Lakers varð að skipta honum af velli þegar 0,7 sekúndur voru eftir. Framganga LeBron James minnti vissulega aðeins á framkomu Isiah Thomas og slæmu strákanna í Detroit Pistons í frægum leik á móti Chicago Bulls í úrslitakeppninni árið 1991. Sú uppákoma átti örugglega þátt í því að Isiah Thomas var skilinn út undan þegar draumaliðið var valið fyrir Ólympíuleikanna í Barcelona 1992. Hér fyrir neðan má sjá LeBron James ganga af velli áður en leiktíminn rann út. watch on YouTube NBA Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Körfubolti Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Sjá meira
LeBron James og félagar í Los Angeles Lakers töpuðu á móti vængbrotnu liði Miami Heat í síðasta leik liðanna í úrslitaeinvíginu um titilinn og Miami Heat getur því jafnað einvígið í kvöld. Lakers gat komist í 3-0 í einvíginu og nánast tryggt sér titilinn. Miami Heat lék líka án tveggja byrjunarliðsmanna og var búið að tapa sannfærandi í fyrstu tveimur leikjunum. Los Angeles Lakers liðið leit ekki vel út í þessum leik og átti ekki svar við grimmum og baráttuglöðum Miami Heat mönnum. Miami Heat komst í 22-9 í fyrsta leikhlutanum og vann leikinn á edanum 115-104. Lykilatriðið var auðvitað frammistaða Jimmy Butler sem var með 40 stiga þrefalda tvennu með 40 stig, 11 fráköst og 13 stoðsendingar. Þetta var í fyrsta sinn í leik í lokaúrslitunum þar sem einn og sami leikmaður var með fleiri stig, fleiri fráköst og fleiri stoðsendingar en LeBron James. LeBron James endaði leikinn með 25 stig, 10 fráköst og 8 stoðsendingar en var líka með 8 tapað bolta. watch on YouTube LeBron James var orðinn mjög pirraður í lokin sem sást að því að hann strunsaði af velli áður en leiktíminn rann út. Það varð til þess að dómarar þurftu að stoppa leikinn og Lakers varð að skipta honum af velli þegar 0,7 sekúndur voru eftir. Framganga LeBron James minnti vissulega aðeins á framkomu Isiah Thomas og slæmu strákanna í Detroit Pistons í frægum leik á móti Chicago Bulls í úrslitakeppninni árið 1991. Sú uppákoma átti örugglega þátt í því að Isiah Thomas var skilinn út undan þegar draumaliðið var valið fyrir Ólympíuleikanna í Barcelona 1992. Hér fyrir neðan má sjá LeBron James ganga af velli áður en leiktíminn rann út. watch on YouTube
NBA Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Körfubolti Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Sjá meira