Skólastjóri segir sóttvarnaráðstafanir verða að taka mið af aðstæðum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 5. október 2020 18:31 Þorsteinn Sæberg, formaður Skólastjórafélags Íslands, bendir á að allir beri ábyrgð í því ástandi sem nú ríki. Vísir/Sigurjón „Við þurfum að horfa til þess að skipulag í öllum skólum landsins getur ekki verið einsleitt. Það er í takti við þær aðstæður sem eru á hverjum stað og þær eru mjög mismunandi,“ segir Þorsteinn Sæberg, formaður Skólastjórafélags Íslands. Grunnskólakennarar lýstu því yfir í dag að þeir upplifðu óöryggi í starfi vegna kórónuveirufaraldursins og að frjálsræði í sóttvörnum vinni gegn markmiði um að halda skólum opnum. Alls eru 1664 börn í sóttkví, eða helmingur þeirra sem eru í sóttkví. Þeir sögðu ábyrgðina á herðum stjórnenda og kalla eftir auknum sóttvarnarráðstöfunum og hólfaskiptingu. „Skólar og skólastjórar eru að reyna að hólfa niður skólana eins og hægt er og minnka samgang hinna fullorðnu, það er alveg ljóst. Ég trúi því og tel að skólastjórar hafi verið að reyna að gera það í samvinnu við sína kennara á sem víðustum grunni,” útskýrir Þorsteinn. Þá sé allt gert til þess að halda skólum opnum og skólastarfi gangandi. „Það hlýtur að vera bara núna að í hverri og einni skólastofnun að þá setjist menn niður og velti fyrir sér hvað þeir geta gert betur, ekki bara skólastjórarnir, heldur samfélagið innan skólanna í sameiningu.” Ábyrgðin sé ekki aðeins á herðum stjórnenda. „Við megum ekki gleyma því að við berum öll gríðarlega ábyrgð í dag í þessu samfélagi á hvernig við sjálf sóttverjum okkur og þá sem eru í kringum okkur,” bætir hann við. Sem fyrr segir eru samtals 1664 börn í sóttkví í dag. Þar af eru 1067 á höfuðborgarsvæðinu og 544 á Suðurlandi. Þá eru sautján börn í sóttkví á Suðurnesjum, níu á Vesturlandi, fjögur á Vestfjörðum, fjögur á Norðurlandi og eitt barn á Austurlandi. Átján börn eru óskráð, til dæmis erlendir ferðamenn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
„Við þurfum að horfa til þess að skipulag í öllum skólum landsins getur ekki verið einsleitt. Það er í takti við þær aðstæður sem eru á hverjum stað og þær eru mjög mismunandi,“ segir Þorsteinn Sæberg, formaður Skólastjórafélags Íslands. Grunnskólakennarar lýstu því yfir í dag að þeir upplifðu óöryggi í starfi vegna kórónuveirufaraldursins og að frjálsræði í sóttvörnum vinni gegn markmiði um að halda skólum opnum. Alls eru 1664 börn í sóttkví, eða helmingur þeirra sem eru í sóttkví. Þeir sögðu ábyrgðina á herðum stjórnenda og kalla eftir auknum sóttvarnarráðstöfunum og hólfaskiptingu. „Skólar og skólastjórar eru að reyna að hólfa niður skólana eins og hægt er og minnka samgang hinna fullorðnu, það er alveg ljóst. Ég trúi því og tel að skólastjórar hafi verið að reyna að gera það í samvinnu við sína kennara á sem víðustum grunni,” útskýrir Þorsteinn. Þá sé allt gert til þess að halda skólum opnum og skólastarfi gangandi. „Það hlýtur að vera bara núna að í hverri og einni skólastofnun að þá setjist menn niður og velti fyrir sér hvað þeir geta gert betur, ekki bara skólastjórarnir, heldur samfélagið innan skólanna í sameiningu.” Ábyrgðin sé ekki aðeins á herðum stjórnenda. „Við megum ekki gleyma því að við berum öll gríðarlega ábyrgð í dag í þessu samfélagi á hvernig við sjálf sóttverjum okkur og þá sem eru í kringum okkur,” bætir hann við. Sem fyrr segir eru samtals 1664 börn í sóttkví í dag. Þar af eru 1067 á höfuðborgarsvæðinu og 544 á Suðurlandi. Þá eru sautján börn í sóttkví á Suðurnesjum, níu á Vesturlandi, fjögur á Vestfjörðum, fjögur á Norðurlandi og eitt barn á Austurlandi. Átján börn eru óskráð, til dæmis erlendir ferðamenn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira