„Varasamt“ að hækka atvinnuleysisbætur að lægstu launum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 5. október 2020 18:45 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Fjármálaráðherra segir varasamt að hækka atvinnuleysisbætur sem séu nú þegar nálægt lægstu launum. Formaður Viðreisnar hvetur stjórnvöld til að eyða óvissu um næstu aðgerðir. „Við vitum að það er ekki hægt að sjá allt fyrir. En það er samt ekki lögmál að vera alltaf á eftir veirunni. Það er hægt að ýta ákveðnum hlutum strax út af borðinu til að veita fólki meiri vissu,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, og nefnir þar nokkur dæmi. „Hversu lengi tekjutengdar atvinnuleysisbætur eigi að virka, hversu langt aftur í tímann. Einnig hlutabótaleiðin, það skiptir miklu máli fyrir fólk að vita hversu lengi sú annars ágæta aðgerð eigi að virka,“ segir Þorgerður. Umræður um fjárlög hófust í dag og halda áfram í vikunni. Gert er ráð fyrir yfir 260 milljarða króna halla á þessi ári og því næsta, eða mesta halla Íslandssögunnar. Þingmaður Miðflokksins gagnrýndi að ekki sé ráðist í niðurskurð við þessar aðstæður. „Það er augljóst að ríkisstjórnin þorir ekki að mæta miklum halla með því að draga úr umsvifum hins opinbera. Til þess er of stutt til kosninga,“ sagði Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins í dag. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar, segir nauðsynlegt að koma til móts við fólk nú þegar engin störf eru í boði.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Í fjárlögum er ekki gert ráð fyrir hækkun atvinnuleysisbóta. Fjármálaráðherra vísaði í dag til þess að grunnatvinnuleysisbætur væru nú þegar nálægt lægstu launum. „Það er mjög varasamt að fara hreyfa mikið við atvinnuleysisbótunum þannig að þú sért á endanum jafn settur, og mögulega ef menn ganga of langt, betur settur heldur en þeir sem eru að mæta til vinnu og skila öllu sínu,“ sagði Bjarni Benediktsson. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar sagði hækkun bótanna gagnast sem tímabunda aðgerð í þessu ástandi. „Það vill enginn vera atvinnulaus. Það er það sem ég er að reyna draga fram. Það hafa 20 þúsund störf horfið. Og á meðan við sjáum ekki metnaðarfyllri atvinnuuppbyggingu og sköpun starfa þurfum við að nálgast þennan hóp,“ sagði Ágúst. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Félagsmál Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fleiri fréttir Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Sjá meira
Fjármálaráðherra segir varasamt að hækka atvinnuleysisbætur sem séu nú þegar nálægt lægstu launum. Formaður Viðreisnar hvetur stjórnvöld til að eyða óvissu um næstu aðgerðir. „Við vitum að það er ekki hægt að sjá allt fyrir. En það er samt ekki lögmál að vera alltaf á eftir veirunni. Það er hægt að ýta ákveðnum hlutum strax út af borðinu til að veita fólki meiri vissu,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, og nefnir þar nokkur dæmi. „Hversu lengi tekjutengdar atvinnuleysisbætur eigi að virka, hversu langt aftur í tímann. Einnig hlutabótaleiðin, það skiptir miklu máli fyrir fólk að vita hversu lengi sú annars ágæta aðgerð eigi að virka,“ segir Þorgerður. Umræður um fjárlög hófust í dag og halda áfram í vikunni. Gert er ráð fyrir yfir 260 milljarða króna halla á þessi ári og því næsta, eða mesta halla Íslandssögunnar. Þingmaður Miðflokksins gagnrýndi að ekki sé ráðist í niðurskurð við þessar aðstæður. „Það er augljóst að ríkisstjórnin þorir ekki að mæta miklum halla með því að draga úr umsvifum hins opinbera. Til þess er of stutt til kosninga,“ sagði Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins í dag. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar, segir nauðsynlegt að koma til móts við fólk nú þegar engin störf eru í boði.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Í fjárlögum er ekki gert ráð fyrir hækkun atvinnuleysisbóta. Fjármálaráðherra vísaði í dag til þess að grunnatvinnuleysisbætur væru nú þegar nálægt lægstu launum. „Það er mjög varasamt að fara hreyfa mikið við atvinnuleysisbótunum þannig að þú sért á endanum jafn settur, og mögulega ef menn ganga of langt, betur settur heldur en þeir sem eru að mæta til vinnu og skila öllu sínu,“ sagði Bjarni Benediktsson. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar sagði hækkun bótanna gagnast sem tímabunda aðgerð í þessu ástandi. „Það vill enginn vera atvinnulaus. Það er það sem ég er að reyna draga fram. Það hafa 20 þúsund störf horfið. Og á meðan við sjáum ekki metnaðarfyllri atvinnuuppbyggingu og sköpun starfa þurfum við að nálgast þennan hóp,“ sagði Ágúst.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Félagsmál Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fleiri fréttir Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Sjá meira