„Varasamt“ að hækka atvinnuleysisbætur að lægstu launum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 5. október 2020 18:45 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Fjármálaráðherra segir varasamt að hækka atvinnuleysisbætur sem séu nú þegar nálægt lægstu launum. Formaður Viðreisnar hvetur stjórnvöld til að eyða óvissu um næstu aðgerðir. „Við vitum að það er ekki hægt að sjá allt fyrir. En það er samt ekki lögmál að vera alltaf á eftir veirunni. Það er hægt að ýta ákveðnum hlutum strax út af borðinu til að veita fólki meiri vissu,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, og nefnir þar nokkur dæmi. „Hversu lengi tekjutengdar atvinnuleysisbætur eigi að virka, hversu langt aftur í tímann. Einnig hlutabótaleiðin, það skiptir miklu máli fyrir fólk að vita hversu lengi sú annars ágæta aðgerð eigi að virka,“ segir Þorgerður. Umræður um fjárlög hófust í dag og halda áfram í vikunni. Gert er ráð fyrir yfir 260 milljarða króna halla á þessi ári og því næsta, eða mesta halla Íslandssögunnar. Þingmaður Miðflokksins gagnrýndi að ekki sé ráðist í niðurskurð við þessar aðstæður. „Það er augljóst að ríkisstjórnin þorir ekki að mæta miklum halla með því að draga úr umsvifum hins opinbera. Til þess er of stutt til kosninga,“ sagði Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins í dag. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar, segir nauðsynlegt að koma til móts við fólk nú þegar engin störf eru í boði.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Í fjárlögum er ekki gert ráð fyrir hækkun atvinnuleysisbóta. Fjármálaráðherra vísaði í dag til þess að grunnatvinnuleysisbætur væru nú þegar nálægt lægstu launum. „Það er mjög varasamt að fara hreyfa mikið við atvinnuleysisbótunum þannig að þú sért á endanum jafn settur, og mögulega ef menn ganga of langt, betur settur heldur en þeir sem eru að mæta til vinnu og skila öllu sínu,“ sagði Bjarni Benediktsson. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar sagði hækkun bótanna gagnast sem tímabunda aðgerð í þessu ástandi. „Það vill enginn vera atvinnulaus. Það er það sem ég er að reyna draga fram. Það hafa 20 þúsund störf horfið. Og á meðan við sjáum ekki metnaðarfyllri atvinnuuppbyggingu og sköpun starfa þurfum við að nálgast þennan hóp,“ sagði Ágúst. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Félagsmál Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Fleiri fréttir Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðnu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Sjá meira
Fjármálaráðherra segir varasamt að hækka atvinnuleysisbætur sem séu nú þegar nálægt lægstu launum. Formaður Viðreisnar hvetur stjórnvöld til að eyða óvissu um næstu aðgerðir. „Við vitum að það er ekki hægt að sjá allt fyrir. En það er samt ekki lögmál að vera alltaf á eftir veirunni. Það er hægt að ýta ákveðnum hlutum strax út af borðinu til að veita fólki meiri vissu,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, og nefnir þar nokkur dæmi. „Hversu lengi tekjutengdar atvinnuleysisbætur eigi að virka, hversu langt aftur í tímann. Einnig hlutabótaleiðin, það skiptir miklu máli fyrir fólk að vita hversu lengi sú annars ágæta aðgerð eigi að virka,“ segir Þorgerður. Umræður um fjárlög hófust í dag og halda áfram í vikunni. Gert er ráð fyrir yfir 260 milljarða króna halla á þessi ári og því næsta, eða mesta halla Íslandssögunnar. Þingmaður Miðflokksins gagnrýndi að ekki sé ráðist í niðurskurð við þessar aðstæður. „Það er augljóst að ríkisstjórnin þorir ekki að mæta miklum halla með því að draga úr umsvifum hins opinbera. Til þess er of stutt til kosninga,“ sagði Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins í dag. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar, segir nauðsynlegt að koma til móts við fólk nú þegar engin störf eru í boði.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Í fjárlögum er ekki gert ráð fyrir hækkun atvinnuleysisbóta. Fjármálaráðherra vísaði í dag til þess að grunnatvinnuleysisbætur væru nú þegar nálægt lægstu launum. „Það er mjög varasamt að fara hreyfa mikið við atvinnuleysisbótunum þannig að þú sért á endanum jafn settur, og mögulega ef menn ganga of langt, betur settur heldur en þeir sem eru að mæta til vinnu og skila öllu sínu,“ sagði Bjarni Benediktsson. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar sagði hækkun bótanna gagnast sem tímabunda aðgerð í þessu ástandi. „Það vill enginn vera atvinnulaus. Það er það sem ég er að reyna draga fram. Það hafa 20 þúsund störf horfið. Og á meðan við sjáum ekki metnaðarfyllri atvinnuuppbyggingu og sköpun starfa þurfum við að nálgast þennan hóp,“ sagði Ágúst.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Félagsmál Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Fleiri fréttir Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðnu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Sjá meira