Getum við aðeins talað um veitingastaði? Björn Teitsson skrifar 5. október 2020 13:01 Nú er fjölmargt fólk á vinnumarkaði sem þarf að glíma við mikla óvissu og óöryggi í starfi. Fjölmörg hafa þegar misst sína atvinnu og útlitið er ekki bjart. Þetta á ekki síst við um veitingastaði um allt land. Um allan heim. En lítum á hið jákvæða. Það er algerlega lygilegt hve veitingabransinn á Íslandi hefur náð ótrúlega miklum hæðum og háum standard á aðeins nokkrum árum og áratugum. Frá körfukjúklingi á Naustinu til Michelin-stjörnu Dills. Veitingastaðir eru líka miklu meira en staður til að maula á góðum mat. Það er svo eftirminnilegur kafli í Minnisbók Sigurðar Pálssonar, þegar hann minnir á að orðið sjálft, „restaurant“, er lýsingarháttur nútíðar af sögninni „se restaurer“, að hressa sig við, eða bókstaflega „að koma sér í samt lag.“ Góð veitingahúsaferð getur breytt sálarlífinu, hvort sem um er að ræða falafel-vefju á Mandí, 15 rétta ferðalag á Dill eða kaffibolla og kleinu í Skeifunni. Veitingabransinn er starfsvettvangur fyrir ótrúlega fjölbreyttan og hæfileikaríkan hóp fólks, veitingastaðir eru athvarf og afdrep fyrir fólk af öllum stigum þjóðfélags, af öllum kynjum, á öllum aldri. Til að nærast, gleðjast, brosa og eiga saman góðar stundir. Til að starfa eða til að njóta. Mikið var fyndið í Demolition Man þegar framtíð Bandaríkjanna í San Angeles var sýnd, í dystópískri framtíð ársins 2032. Þá, eftir mikil áföll, nátturuhamfarir og borgarastríð, hafði aðeins einn veitingastaður lifað af. Það fór reyndar eftir því hvar þú horfðir á myndina, en sá staður var Taco Bell/Pizza Hut. Nú hef ég ekkert meira á móti þessum stöðum sem keðjustöðum, en öðrum keðjustöðum, en munum samt, þeir eru einmitt það, keðjustaðir. Alveg hreint ótrúleg atburðarás, eða hvað? Hingað erum við komin. Flestir, ef ekki allir veitingastaðir sem eru ekki keðjur, eru í raunverulegri hættu. Ég vildi bara minna fólk á (og stjórnvöld þannig séð líka), að halda áfram að versla við ykkar veitingastaði, ykkar kaffihús, ykkar bari, eins mikið og þið mögulega getið. Ykkar uppáhaldsstaði. Litlu staðina sem þurfa viðskipti og stuðning. Dominos fer ekki neitt. Og verðmunurinn er mjög ofmetinn, ef hann er einhver er hann yfirleitt sáralítill. Nær allir veitingastaðir hafa brugðist við samkomutakmörkunum með auknu úrvali í heimsendingu eða meðgöngumáltíðum („take-away“). Að lokum: Ef við pössum okkur ekki gætu bestu réttir sem framreiddir hafa verið á landinu allt frá landnámi horfið eins og dögg fyrir sólu. Sú magnaða hefð sem Ísland hefur byggt upp, sem er á heimsmælikvarða. Hvorki meira né minna. Þetta er dramatískt, og ég biðst afsökunar á því. En ég meina, við erum að tala um mat hérna! Þessi grein er byggð á facebook-stöðuuppfærslu. Höfundur er M.Sc.-nemi í borgarfræðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Veitingastaðir Björn Teitsson Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Nú er fjölmargt fólk á vinnumarkaði sem þarf að glíma við mikla óvissu og óöryggi í starfi. Fjölmörg hafa þegar misst sína atvinnu og útlitið er ekki bjart. Þetta á ekki síst við um veitingastaði um allt land. Um allan heim. En lítum á hið jákvæða. Það er algerlega lygilegt hve veitingabransinn á Íslandi hefur náð ótrúlega miklum hæðum og háum standard á aðeins nokkrum árum og áratugum. Frá körfukjúklingi á Naustinu til Michelin-stjörnu Dills. Veitingastaðir eru líka miklu meira en staður til að maula á góðum mat. Það er svo eftirminnilegur kafli í Minnisbók Sigurðar Pálssonar, þegar hann minnir á að orðið sjálft, „restaurant“, er lýsingarháttur nútíðar af sögninni „se restaurer“, að hressa sig við, eða bókstaflega „að koma sér í samt lag.“ Góð veitingahúsaferð getur breytt sálarlífinu, hvort sem um er að ræða falafel-vefju á Mandí, 15 rétta ferðalag á Dill eða kaffibolla og kleinu í Skeifunni. Veitingabransinn er starfsvettvangur fyrir ótrúlega fjölbreyttan og hæfileikaríkan hóp fólks, veitingastaðir eru athvarf og afdrep fyrir fólk af öllum stigum þjóðfélags, af öllum kynjum, á öllum aldri. Til að nærast, gleðjast, brosa og eiga saman góðar stundir. Til að starfa eða til að njóta. Mikið var fyndið í Demolition Man þegar framtíð Bandaríkjanna í San Angeles var sýnd, í dystópískri framtíð ársins 2032. Þá, eftir mikil áföll, nátturuhamfarir og borgarastríð, hafði aðeins einn veitingastaður lifað af. Það fór reyndar eftir því hvar þú horfðir á myndina, en sá staður var Taco Bell/Pizza Hut. Nú hef ég ekkert meira á móti þessum stöðum sem keðjustöðum, en öðrum keðjustöðum, en munum samt, þeir eru einmitt það, keðjustaðir. Alveg hreint ótrúleg atburðarás, eða hvað? Hingað erum við komin. Flestir, ef ekki allir veitingastaðir sem eru ekki keðjur, eru í raunverulegri hættu. Ég vildi bara minna fólk á (og stjórnvöld þannig séð líka), að halda áfram að versla við ykkar veitingastaði, ykkar kaffihús, ykkar bari, eins mikið og þið mögulega getið. Ykkar uppáhaldsstaði. Litlu staðina sem þurfa viðskipti og stuðning. Dominos fer ekki neitt. Og verðmunurinn er mjög ofmetinn, ef hann er einhver er hann yfirleitt sáralítill. Nær allir veitingastaðir hafa brugðist við samkomutakmörkunum með auknu úrvali í heimsendingu eða meðgöngumáltíðum („take-away“). Að lokum: Ef við pössum okkur ekki gætu bestu réttir sem framreiddir hafa verið á landinu allt frá landnámi horfið eins og dögg fyrir sólu. Sú magnaða hefð sem Ísland hefur byggt upp, sem er á heimsmælikvarða. Hvorki meira né minna. Þetta er dramatískt, og ég biðst afsökunar á því. En ég meina, við erum að tala um mat hérna! Þessi grein er byggð á facebook-stöðuuppfærslu. Höfundur er M.Sc.-nemi í borgarfræðum.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun