Kvennakórinn Katla: „Við héldum tónleika rétt áður en lífið breyttist“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 5. október 2020 20:14 Kvennakórinn Katla birtir nýtt myndband sem tekið var upp á síðustu tónleikum þeirra í febrúar. Leifur Wilberg „Við héldum tónleika rétt áður en lífið breyttist. Yfirskrift tónleikanna var Ástir og uppgjör þar sem flutt var tónlist sem útsett er af konum, samin er af konum eða fjallar um konur.“ Þetta segir Linda Fanney Valgeirsdóttir meðlimur í Kvennakórnum Kötlu í samtali við Vísi. Kvennakórinn Kötlu skipa rúmlega 80 konur af höfuðborgarsvæðinu sem eru á aldrinum 25 til 45 ára. Kórstjórarnir eru þær Lilja Dögg Gunnarsdóttir og Hildigunnur Einarsdóttir og hefur kórinn verið starfræktur síðan árið 2012. Covid hefur auðvitað haft mikil áhrif á starfsemina okkar og erum við alltaf að leita nýrra leiða til að geta haldið áfram. Sem dæmi þá höfum við verið með fjaræfingar og heimaæfingar. Þetta er svo stór hluti af lífinu okkar sem við viljum ekki vera án. Linda segir að þrátt fyrir ástandið í samfélaginu stefni kórinn þó á sína árlegu jólatónleika en þeir munu vera með breyttu sniði þetta árið. Kvennakórinn Katla leggur mikið upp úr líflegri sviðsframkomu á tónleikum sínum. Leifur Wilberg „Þetta kemur allt í ljós hvernig þetta þróast en við stefnum á jólatónleikana sama hvaða leið verður farin,“ segir Linda Fanney. Í dag birti kórinn afar skemmtilegt myndband sem tekið var upp á tónleikunum sem kórinn hélt í febrúar síðastliðnum. Greinilegt er að öllu var til tjaldað og mikið lagt í sviðsframkomuna sem var mjög lífleg og krafmikil. „Lagið sem við fluttum heitir Water Fountain og er eftir bandaríska tónlistarhópinn tUnE-yArDs og í útsetningu tónlistarkonunnar Maríu Magnúsardóttur (MIMRA) sem sjálf er meðlimur í kórnum,“ segir Linda Fanney að lokum. Hér fyrir neðan má sjá myndbandið. Tónlist Kórar Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira
„Við héldum tónleika rétt áður en lífið breyttist. Yfirskrift tónleikanna var Ástir og uppgjör þar sem flutt var tónlist sem útsett er af konum, samin er af konum eða fjallar um konur.“ Þetta segir Linda Fanney Valgeirsdóttir meðlimur í Kvennakórnum Kötlu í samtali við Vísi. Kvennakórinn Kötlu skipa rúmlega 80 konur af höfuðborgarsvæðinu sem eru á aldrinum 25 til 45 ára. Kórstjórarnir eru þær Lilja Dögg Gunnarsdóttir og Hildigunnur Einarsdóttir og hefur kórinn verið starfræktur síðan árið 2012. Covid hefur auðvitað haft mikil áhrif á starfsemina okkar og erum við alltaf að leita nýrra leiða til að geta haldið áfram. Sem dæmi þá höfum við verið með fjaræfingar og heimaæfingar. Þetta er svo stór hluti af lífinu okkar sem við viljum ekki vera án. Linda segir að þrátt fyrir ástandið í samfélaginu stefni kórinn þó á sína árlegu jólatónleika en þeir munu vera með breyttu sniði þetta árið. Kvennakórinn Katla leggur mikið upp úr líflegri sviðsframkomu á tónleikum sínum. Leifur Wilberg „Þetta kemur allt í ljós hvernig þetta þróast en við stefnum á jólatónleikana sama hvaða leið verður farin,“ segir Linda Fanney. Í dag birti kórinn afar skemmtilegt myndband sem tekið var upp á tónleikunum sem kórinn hélt í febrúar síðastliðnum. Greinilegt er að öllu var til tjaldað og mikið lagt í sviðsframkomuna sem var mjög lífleg og krafmikil. „Lagið sem við fluttum heitir Water Fountain og er eftir bandaríska tónlistarhópinn tUnE-yArDs og í útsetningu tónlistarkonunnar Maríu Magnúsardóttur (MIMRA) sem sjálf er meðlimur í kórnum,“ segir Linda Fanney að lokum. Hér fyrir neðan má sjá myndbandið.
Tónlist Kórar Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira