Um tuttugu smitaðir eftir æfingar hjá Hnefaleikafélagi Kópavogs Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. október 2020 12:23 Æfingasalur Hnefaleikafélags Kópavogs. Facebook/Hnefaleikafélag Kópavogs Iðkandi í Hnefaleikafélagi Kópavogs greindist með kórónuveiruna á fimmtudag. Um tuttugu smit hafa nú verið rakin til félagsins eftir æfingar helgina áður. Þetta staðfestir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu. Hnefaleikafélag Kópavogs greinir sjálft frá smiti iðkanda í Facebook-færslu í gær. Þar segir að eftir að iðkandinn greindist með veiruna á fimmtudag hafi verið gripið til viðeigandi ráðstafana innan félagsins samstundis. Þeim sem verið hefðu í húsakynnum félagsins við Smiðjuveg í Kópavogi vikuna á undan hafi verið tilkynnt um smitið og félaginu lokað á meðan unnið væri að smitrakningu. Fleiri hafi greinst með veiruna í kjölfarið en ekki kemur fram í færslu Hnefaleikafélagsins hversu margir það eru. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn staðfestir í samtali við fréttastofu nú um hádegisbil að u.þ.b. tuttugu smit megi rekja til stöðvarinnar eftir æfingar á föstudag og laugardag síðustu helgi septembermánaðar, tæpri viku áður en fyrsta smitið greindist. Hnefaleikafélag Kópavogs verður lokað næstu tvær vikurnar. Félagið biðlar til allra sem finna fyrir einkennum að hafa strax samband við heilsugæslu eða hringja í síma 1700. Þá biður félagið þá sem verið hafa í húsakynnum þess að útbúa greinargóðan lista yfir þá sem þeir hafa verið í návígi við „til að minnka líkur á frekari útbreiðslu og létta undir álagi smitrakningarteymis og almannavarna.“ „Einnig biðjum við þá sem finna ekki fyrir einkennum en hafa verið í húsinu eða návígi við einhvern iðkanda að kanna möguleika á að fara í sýnatöku,“ segir í færslu félagsins. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að margir hafi smitast af veirunni á vinnustöðvum, innan fjölskyldna og vinahópa sem geri sér glaðan dag. Einnig væri talsvert um smit á líkamsræktarstöðvum og á krám. Þá nefndi Þórólfur einnig sérstaklega að rekja mætti smit til hnefaleikastöðvar í Kópavogi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Box Kópavogur Tengdar fréttir 59 greindust innanlands og fimmtán á sjúkrahúsi 59 greindust innanlands og voru 34 þeirra í sóttkví. Þetta segir Víðir Reynisson í samtali við fréttastofu. 5. október 2020 10:58 „Rauð flögg“ um alvarlegri faraldur ef ekkert hefði verið að gert Sóttvarnalæknir segir kórónuveirufaraldurinn nú í talsverðum vexti. 5. október 2020 11:29 Hefði mátt grípa til harðari aðgerða strax í síðustu viku Sóttvarnalæknir segir að vissulega hefði mátt grípa til hertra kórónuveiruaðgerða strax fyrir helgi eða jafnvel fyrir viku síðan. 5. október 2020 12:07 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Bein útsending: Blaðamannafundur vegna Menningarnætur Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Blaðamannafundur vegna Menningarnætur Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Sjá meira
Iðkandi í Hnefaleikafélagi Kópavogs greindist með kórónuveiruna á fimmtudag. Um tuttugu smit hafa nú verið rakin til félagsins eftir æfingar helgina áður. Þetta staðfestir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu. Hnefaleikafélag Kópavogs greinir sjálft frá smiti iðkanda í Facebook-færslu í gær. Þar segir að eftir að iðkandinn greindist með veiruna á fimmtudag hafi verið gripið til viðeigandi ráðstafana innan félagsins samstundis. Þeim sem verið hefðu í húsakynnum félagsins við Smiðjuveg í Kópavogi vikuna á undan hafi verið tilkynnt um smitið og félaginu lokað á meðan unnið væri að smitrakningu. Fleiri hafi greinst með veiruna í kjölfarið en ekki kemur fram í færslu Hnefaleikafélagsins hversu margir það eru. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn staðfestir í samtali við fréttastofu nú um hádegisbil að u.þ.b. tuttugu smit megi rekja til stöðvarinnar eftir æfingar á föstudag og laugardag síðustu helgi septembermánaðar, tæpri viku áður en fyrsta smitið greindist. Hnefaleikafélag Kópavogs verður lokað næstu tvær vikurnar. Félagið biðlar til allra sem finna fyrir einkennum að hafa strax samband við heilsugæslu eða hringja í síma 1700. Þá biður félagið þá sem verið hafa í húsakynnum þess að útbúa greinargóðan lista yfir þá sem þeir hafa verið í návígi við „til að minnka líkur á frekari útbreiðslu og létta undir álagi smitrakningarteymis og almannavarna.“ „Einnig biðjum við þá sem finna ekki fyrir einkennum en hafa verið í húsinu eða návígi við einhvern iðkanda að kanna möguleika á að fara í sýnatöku,“ segir í færslu félagsins. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að margir hafi smitast af veirunni á vinnustöðvum, innan fjölskyldna og vinahópa sem geri sér glaðan dag. Einnig væri talsvert um smit á líkamsræktarstöðvum og á krám. Þá nefndi Þórólfur einnig sérstaklega að rekja mætti smit til hnefaleikastöðvar í Kópavogi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Box Kópavogur Tengdar fréttir 59 greindust innanlands og fimmtán á sjúkrahúsi 59 greindust innanlands og voru 34 þeirra í sóttkví. Þetta segir Víðir Reynisson í samtali við fréttastofu. 5. október 2020 10:58 „Rauð flögg“ um alvarlegri faraldur ef ekkert hefði verið að gert Sóttvarnalæknir segir kórónuveirufaraldurinn nú í talsverðum vexti. 5. október 2020 11:29 Hefði mátt grípa til harðari aðgerða strax í síðustu viku Sóttvarnalæknir segir að vissulega hefði mátt grípa til hertra kórónuveiruaðgerða strax fyrir helgi eða jafnvel fyrir viku síðan. 5. október 2020 12:07 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Bein útsending: Blaðamannafundur vegna Menningarnætur Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Blaðamannafundur vegna Menningarnætur Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Sjá meira
59 greindust innanlands og fimmtán á sjúkrahúsi 59 greindust innanlands og voru 34 þeirra í sóttkví. Þetta segir Víðir Reynisson í samtali við fréttastofu. 5. október 2020 10:58
„Rauð flögg“ um alvarlegri faraldur ef ekkert hefði verið að gert Sóttvarnalæknir segir kórónuveirufaraldurinn nú í talsverðum vexti. 5. október 2020 11:29
Hefði mátt grípa til harðari aðgerða strax í síðustu viku Sóttvarnalæknir segir að vissulega hefði mátt grípa til hertra kórónuveiruaðgerða strax fyrir helgi eða jafnvel fyrir viku síðan. 5. október 2020 12:07