Þurfum meiri fyrirsjáanleika en bara nokkrar vikur í senn Sunna Sæmundsdóttir skrifar 5. október 2020 12:39 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir þingmaður Viðreisnar óskaði eftir skýrri stefnu frá stjórnvöldum á Alþingi í morgun Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segir rauð flögg alls staðar á lofti, hvort sem litið sé til nýgengni smita eða alvarlegra veikinda. Nauðsynlegt hafi verið að grípa inn í með afgerandi hætti. Formaður Viðreisnar óskar eftir aðgerðum sem veita fólki meiri fyrirsjáanleika en einungis nokkrar vikur í senn. Tvö mál eru á dagskrá þingsins í dag. Annars vegar frumvarp um breytingu á þingsköpum til að þingmenn geti tekið þátt í nefndarfundum með fjarfundabúnaði þegar sérstaklega stendur á. Og hins vegar hefjast umræður um fjárlagafrumvarpið sem var kynnt á föstudag. Í óundirbúnum fyrirspunartíma beindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, því til stjórnvalda að skerpa á upplýsingaflæði til almennings og efla samvinnu á þinginu. „Mun ríkisstjórnin beita sér fyrir því að koma með aðgerðarpakka sem veitir fólki meira öryggi heldur en bara til næstu vikna? Getum við fengið að sjá aðgerðir sem veita fólki svigrúm til næstu tíu til tólf mánaða?“ sagði Þorgerður Katrín á Alþingi í morgun. Sé ætlunin að framlengja til dæmis tekjutengingu atvinnuleysisbóta og lækkun tryggingagjalds beri að greina frá því. Einnig sé misræmi í upplýsingaflæði um aðgerðir, til dæmis um áhorfendafjölda í leikhúsum og á íþróttaleikjum. „Þetta er þriðja bylgjan núna. Það er búið að segja við okkur að þær verði hugsanlega nokkrar. Þess vegna vil ég hvetja ríkisstjórnina til að setja fram efnahagsaðgerðir sem eru í samræmi við bæði þessa miklu kreppu og þetta mikla atvinnuleysi. Til að fólk fái skýr svör,“ sagði Þorgerður. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði alvarlega stöðu kalla á skjótar aðgerðir. „Það eru rauð flögg alls staðar. Hvort sem litið er til nýgengis smita eða alvarleika veikinda. Staðan er alvarleg. Þess vegna var mjög mikilvægt að grípa inn í með þessum afgerandi hætti,“ sagði Katrín. Störf Alþingis eru undanskilin fjöldatakmörkunum sem tóku gildi á miðnætti. Forseti Alþingis beindi því þó til þingmanna við upphaf þingdundar að eins metra reglan væri áfram í gildi og að skylt væri að nota andlitsgrímu þar sem ekki er unnt að halda þeirri fjarlægð. Björn Leví Gunnarsson sagði skorta áætlun um hvernig eigi að takast á við sögulegt atvinnuleysi og fjölga störfum þegar hann lýsti fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. „Í vor kvörtuðu stjórnvöld yfir því að það væri svo mikil óvissa að ríkisstjórnin gæti ekki lagt fram áætlun sína úr kófinu. Þing og þjóð þurftu að bíða í hálft ár eftir stefnu stjórnvalda og fyrir helgi var biðinni loksins lokið,“ sagði Björn Leví. „Í stuttu máli er stefna stjórnvalda svona: Það verður hallarekstur og niðurskurður nema við fáum aftur tvær miljónir ferðamanna hingað til Íslands árið 2023 í stað ársins 2026. Það er bónus ef loðnan kemur aftur. Þurftum við í alvöru að bíða í hálft ár eftir þessu?“ spurði Björn Leví á Alþingi í morgun. Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Forsætisráðherra segir rauð flögg alls staðar á lofti, hvort sem litið sé til nýgengni smita eða alvarlegra veikinda. Nauðsynlegt hafi verið að grípa inn í með afgerandi hætti. Formaður Viðreisnar óskar eftir aðgerðum sem veita fólki meiri fyrirsjáanleika en einungis nokkrar vikur í senn. Tvö mál eru á dagskrá þingsins í dag. Annars vegar frumvarp um breytingu á þingsköpum til að þingmenn geti tekið þátt í nefndarfundum með fjarfundabúnaði þegar sérstaklega stendur á. Og hins vegar hefjast umræður um fjárlagafrumvarpið sem var kynnt á föstudag. Í óundirbúnum fyrirspunartíma beindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, því til stjórnvalda að skerpa á upplýsingaflæði til almennings og efla samvinnu á þinginu. „Mun ríkisstjórnin beita sér fyrir því að koma með aðgerðarpakka sem veitir fólki meira öryggi heldur en bara til næstu vikna? Getum við fengið að sjá aðgerðir sem veita fólki svigrúm til næstu tíu til tólf mánaða?“ sagði Þorgerður Katrín á Alþingi í morgun. Sé ætlunin að framlengja til dæmis tekjutengingu atvinnuleysisbóta og lækkun tryggingagjalds beri að greina frá því. Einnig sé misræmi í upplýsingaflæði um aðgerðir, til dæmis um áhorfendafjölda í leikhúsum og á íþróttaleikjum. „Þetta er þriðja bylgjan núna. Það er búið að segja við okkur að þær verði hugsanlega nokkrar. Þess vegna vil ég hvetja ríkisstjórnina til að setja fram efnahagsaðgerðir sem eru í samræmi við bæði þessa miklu kreppu og þetta mikla atvinnuleysi. Til að fólk fái skýr svör,“ sagði Þorgerður. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði alvarlega stöðu kalla á skjótar aðgerðir. „Það eru rauð flögg alls staðar. Hvort sem litið er til nýgengis smita eða alvarleika veikinda. Staðan er alvarleg. Þess vegna var mjög mikilvægt að grípa inn í með þessum afgerandi hætti,“ sagði Katrín. Störf Alþingis eru undanskilin fjöldatakmörkunum sem tóku gildi á miðnætti. Forseti Alþingis beindi því þó til þingmanna við upphaf þingdundar að eins metra reglan væri áfram í gildi og að skylt væri að nota andlitsgrímu þar sem ekki er unnt að halda þeirri fjarlægð. Björn Leví Gunnarsson sagði skorta áætlun um hvernig eigi að takast á við sögulegt atvinnuleysi og fjölga störfum þegar hann lýsti fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. „Í vor kvörtuðu stjórnvöld yfir því að það væri svo mikil óvissa að ríkisstjórnin gæti ekki lagt fram áætlun sína úr kófinu. Þing og þjóð þurftu að bíða í hálft ár eftir stefnu stjórnvalda og fyrir helgi var biðinni loksins lokið,“ sagði Björn Leví. „Í stuttu máli er stefna stjórnvalda svona: Það verður hallarekstur og niðurskurður nema við fáum aftur tvær miljónir ferðamanna hingað til Íslands árið 2023 í stað ársins 2026. Það er bónus ef loðnan kemur aftur. Þurftum við í alvöru að bíða í hálft ár eftir þessu?“ spurði Björn Leví á Alþingi í morgun.
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira