Leigubílsstjórar í útrýmingarhættu Jakob Bjarnar skrifar 5. október 2020 12:00 Einar er formaður Fylkis, félags leigubílsstjóra á Suðurnesjum. Hann segir að taug leigubílsstjóra sé almennt þanin og nú er svo komið að stéttin sé í verulegri kreppu. „Menn eru ekkert að ná endum saman. Ástandið er skelfilegt. Leigubílsstjórar eru upp til hópa, að 95 prósentum, vandaðir og faglegir. En það eru auðvitað fávitar þar innan um eins og í öllum atvinnugreinum,“ segir Einar Hafsteinn Árnason formaður Fylkis, sem er félag leigubílsstjóra á Suðurnesjum. Vísir greindi frá því nú um helgina að lögreglan hafi veitt nokkrum leigubílsstjórum tiltal og fjórir voru kærðir fyrir mjög gróf brot. Þeir höfðu sýnt af sér dólgslega hegðun og í eftirlitsmyndavélum má sjá þá aka ítrekað eftir gangstéttum og göngugötum og þeir hafi sömuleiðis stöðvað á gatnamótum og truflað umferð. Einn leigubílsstjóri var sagður hafa hrópað ókvæðisorðum að gangandi vegfaranda, sagði honum að „drulla sér í burtu“ og það af göngugötu. Taug leigubílsstjóra þanin Á landinu öllu eru um 580 leigubílsstjórar. Stærsta félagið er Frami sem starfar á höfuðborgarsvæðinu, þar eru um 300 félagar að sögn Einars. Þar svaraði enginn á skrifstofunni í gær þegar Vísir reyndi að ná sambandi við forsvarsmenn Frama til að inna þá eftir þessum nýlegu tíðindum af dólgslegri framgöngu leigubílsstjóra. Í félagi Einars eru hins vegar um 40, sem starfa suður með sjó og í tengslum við flugstöðina. Hann segist því ekki geta tjáð sig beint um þessi tilteknu atvik en hitt sé víst að taugin er þanin til hins ítrasta hjá leigubílsstjórum almennt. „Við bílstjórarnir erum milli kerfa, megnið fær ekki atvinnuleysisbætur. Ég hef verið atvinnulaus í sex mánuði frá því þetta byrjaði. Ég fæ ekki bætur,“ segir Einar en hann hefur ítrekað reynt að fá fund með Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra til að inna hann eftir því hvernig efnhagsþrengingarnar standi gagnvart stéttinni. Allir skráðir leigubílsstjórar þurfa að greiða skatt af 460 þúsund krónum á mánuði burtséð frá innkomu til að halda leyfinu. Og eins og sakir standa eru tekjurnar rýrar í roðinu, víða engar. 12 þúsund krónur telst góður dagur „Menn eru að reyna að ná því litla sem er,“ segir Einar um þetta tiltekna atvik sem greint var frá um helgina. „Þetta eru menn með miklar skuldbindingar og það er ekkert að gera.“ Einar er ekki að reyna að afsaka framgöngu téðra leigubílsstjóra heldur aðeins skýra hvað býr að baki. „Menn eru að reyna að lifa af. Það er ekkert slegið af þegar skuldbindingarnar eru annars vegar. Þú þarft að borga af þínu. Við fáum ekki ríkisstyrki eins og sumir. Ég er að heyra að menn séu að hafa kannski 10 til 12 þúsund krónur eftir daginn. Og það telst góður dagur,“ segir Einar. Þetta dugar engan veginn fyrir þeim gjöldum sem leigubílsstjórar þurfa að standa skil á. Deyjandi stétt og menn örvæntingafullir „Það er líka oft blásið upp ef leigubílsstjórum verður á í messunni. En menn eru orðnir örvæntingarfullir. Sú er helsta ástæðan fyrir því að menn eru að reyna að ná því sem hægt er að ná.“ Einar segir að sótt sé að stéttinni, sem hann telur augljóslega að sé í útrýmingarhættu, úr öllum áttum. „Skutlararnir eru til dæmis enn mjög öflugir. Þeir eru að hirða haug, seljandi brennivín og dóp útum allt. Svo við tölum bara íslensku. Já, stéttin er að deyja út sem ég tel ekki gott. Þetta er öruggasti ferðamáti sem hugsast getur. Leigubílsstjórar þurfa að sæta ströngum skilyrðum og vera með hreint sakavottorð ef þeir eiga að fá að starfa.“ Samgöngur Lögreglumál Leigubílar Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
„Menn eru ekkert að ná endum saman. Ástandið er skelfilegt. Leigubílsstjórar eru upp til hópa, að 95 prósentum, vandaðir og faglegir. En það eru auðvitað fávitar þar innan um eins og í öllum atvinnugreinum,“ segir Einar Hafsteinn Árnason formaður Fylkis, sem er félag leigubílsstjóra á Suðurnesjum. Vísir greindi frá því nú um helgina að lögreglan hafi veitt nokkrum leigubílsstjórum tiltal og fjórir voru kærðir fyrir mjög gróf brot. Þeir höfðu sýnt af sér dólgslega hegðun og í eftirlitsmyndavélum má sjá þá aka ítrekað eftir gangstéttum og göngugötum og þeir hafi sömuleiðis stöðvað á gatnamótum og truflað umferð. Einn leigubílsstjóri var sagður hafa hrópað ókvæðisorðum að gangandi vegfaranda, sagði honum að „drulla sér í burtu“ og það af göngugötu. Taug leigubílsstjóra þanin Á landinu öllu eru um 580 leigubílsstjórar. Stærsta félagið er Frami sem starfar á höfuðborgarsvæðinu, þar eru um 300 félagar að sögn Einars. Þar svaraði enginn á skrifstofunni í gær þegar Vísir reyndi að ná sambandi við forsvarsmenn Frama til að inna þá eftir þessum nýlegu tíðindum af dólgslegri framgöngu leigubílsstjóra. Í félagi Einars eru hins vegar um 40, sem starfa suður með sjó og í tengslum við flugstöðina. Hann segist því ekki geta tjáð sig beint um þessi tilteknu atvik en hitt sé víst að taugin er þanin til hins ítrasta hjá leigubílsstjórum almennt. „Við bílstjórarnir erum milli kerfa, megnið fær ekki atvinnuleysisbætur. Ég hef verið atvinnulaus í sex mánuði frá því þetta byrjaði. Ég fæ ekki bætur,“ segir Einar en hann hefur ítrekað reynt að fá fund með Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra til að inna hann eftir því hvernig efnhagsþrengingarnar standi gagnvart stéttinni. Allir skráðir leigubílsstjórar þurfa að greiða skatt af 460 þúsund krónum á mánuði burtséð frá innkomu til að halda leyfinu. Og eins og sakir standa eru tekjurnar rýrar í roðinu, víða engar. 12 þúsund krónur telst góður dagur „Menn eru að reyna að ná því litla sem er,“ segir Einar um þetta tiltekna atvik sem greint var frá um helgina. „Þetta eru menn með miklar skuldbindingar og það er ekkert að gera.“ Einar er ekki að reyna að afsaka framgöngu téðra leigubílsstjóra heldur aðeins skýra hvað býr að baki. „Menn eru að reyna að lifa af. Það er ekkert slegið af þegar skuldbindingarnar eru annars vegar. Þú þarft að borga af þínu. Við fáum ekki ríkisstyrki eins og sumir. Ég er að heyra að menn séu að hafa kannski 10 til 12 þúsund krónur eftir daginn. Og það telst góður dagur,“ segir Einar. Þetta dugar engan veginn fyrir þeim gjöldum sem leigubílsstjórar þurfa að standa skil á. Deyjandi stétt og menn örvæntingafullir „Það er líka oft blásið upp ef leigubílsstjórum verður á í messunni. En menn eru orðnir örvæntingarfullir. Sú er helsta ástæðan fyrir því að menn eru að reyna að ná því sem hægt er að ná.“ Einar segir að sótt sé að stéttinni, sem hann telur augljóslega að sé í útrýmingarhættu, úr öllum áttum. „Skutlararnir eru til dæmis enn mjög öflugir. Þeir eru að hirða haug, seljandi brennivín og dóp útum allt. Svo við tölum bara íslensku. Já, stéttin er að deyja út sem ég tel ekki gott. Þetta er öruggasti ferðamáti sem hugsast getur. Leigubílsstjórar þurfa að sæta ströngum skilyrðum og vera með hreint sakavottorð ef þeir eiga að fá að starfa.“
Samgöngur Lögreglumál Leigubílar Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira