Lögregla kölluð til vegna átaka 12 ára barna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. október 2020 07:14 Það kennir ýmissa grasa í dagbók lögreglu þennan morguninn. Vísir/Vilhelm Skömmu fyrir klukkan hálftíu í gærkvöldi barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um líkamsárás í Hafnarfirði. Í dagbók lögreglu segir að þar hafi tveimur 12 ára gömlum börnum lent saman og var málið afgreitt með aðkomu foreldra. Þá verður tilkynning einnig send til barnaverndaryfirvalda. Laust fyrir klukkan hálffimm í morgun þurfti lögregla síðan að hafa afskipti af manni sem sat í bíl fyrir utan hús í Grafarholti. Þegar lögreglumenn reyndu að tala við manninn byrjaði hann að sparka í lögreglumennina sem settu hann þá í lögreglutök og handjárnuðu, að því er segir í dagbók lögreglu. Maðurinn var fluttur á lögreglustöð og vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins. Lögreglumennirnir eru með minniháttar áverka eftir spörkin. Þá stöðvuðu lögreglumenn kannabisræktun í Kópavogi í gærkvöldi. Um var að ræða tvær plöntur og þá fannst einnig lítið magn af tilbúnum efnum á vettvangi. Síðdegis í gær gaf síðan lögregla bifreið stöðvunarmerki á Miklubraut við Kringlu. Ökumaðurinn sinnti hins vegar ekki stöðvunarmerkjunum og veitti lögreglan bílnum eftirför austur Miklubraut, áfram austur Vesturlandsveg og inn á Suðurlandsveg. Að lokum stöðvaði ökumaðurinn bílinn á Suðurlandsvegi vestan Bláfjallaafleggjara. Að því er segir í dagbók lögreglu er talið að maðurinn eigi við andleg veikindi að stríða en ekki er grunur um akstur undir áhrifum áfengis eða vímuefna. Um klukkan hálfátta óskaði svo leigubílstjóri aðstoðar vegna farþega sem neitaði að greiða fyrir umbeðinn akstur. Má farþeginn eiga von á að vera kærður fyrir fjársvik. Þá stöðvaði lögregla bíl í Hafnarfirði skömmu fyrir miðnætti í gær en ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Auk þess reyndist ökumaðurinn ekki vera með ökuréttindi vegna fyrri afskipta lögreglu. Ökumaðurinn og farþegi í bílnum eru jafnframt grunaðir um þjófnað og vörslu fíkniefna að því er segir í dagbók lögreglu. Voru þeir báðir vistaðir í fangageymslu vegna rannsóknar málsins. Lögreglumál Hafnarfjörður Kópavogur Reykjavík Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Skömmu fyrir klukkan hálftíu í gærkvöldi barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um líkamsárás í Hafnarfirði. Í dagbók lögreglu segir að þar hafi tveimur 12 ára gömlum börnum lent saman og var málið afgreitt með aðkomu foreldra. Þá verður tilkynning einnig send til barnaverndaryfirvalda. Laust fyrir klukkan hálffimm í morgun þurfti lögregla síðan að hafa afskipti af manni sem sat í bíl fyrir utan hús í Grafarholti. Þegar lögreglumenn reyndu að tala við manninn byrjaði hann að sparka í lögreglumennina sem settu hann þá í lögreglutök og handjárnuðu, að því er segir í dagbók lögreglu. Maðurinn var fluttur á lögreglustöð og vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins. Lögreglumennirnir eru með minniháttar áverka eftir spörkin. Þá stöðvuðu lögreglumenn kannabisræktun í Kópavogi í gærkvöldi. Um var að ræða tvær plöntur og þá fannst einnig lítið magn af tilbúnum efnum á vettvangi. Síðdegis í gær gaf síðan lögregla bifreið stöðvunarmerki á Miklubraut við Kringlu. Ökumaðurinn sinnti hins vegar ekki stöðvunarmerkjunum og veitti lögreglan bílnum eftirför austur Miklubraut, áfram austur Vesturlandsveg og inn á Suðurlandsveg. Að lokum stöðvaði ökumaðurinn bílinn á Suðurlandsvegi vestan Bláfjallaafleggjara. Að því er segir í dagbók lögreglu er talið að maðurinn eigi við andleg veikindi að stríða en ekki er grunur um akstur undir áhrifum áfengis eða vímuefna. Um klukkan hálfátta óskaði svo leigubílstjóri aðstoðar vegna farþega sem neitaði að greiða fyrir umbeðinn akstur. Má farþeginn eiga von á að vera kærður fyrir fjársvik. Þá stöðvaði lögregla bíl í Hafnarfirði skömmu fyrir miðnætti í gær en ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Auk þess reyndist ökumaðurinn ekki vera með ökuréttindi vegna fyrri afskipta lögreglu. Ökumaðurinn og farþegi í bílnum eru jafnframt grunaðir um þjófnað og vörslu fíkniefna að því er segir í dagbók lögreglu. Voru þeir báðir vistaðir í fangageymslu vegna rannsóknar málsins.
Lögreglumál Hafnarfjörður Kópavogur Reykjavík Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira