Napoli átti að mæta Juventus í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld. Napoli mætti hins vegar ekki til leiks og óljóst er hvort leikurinn verði leikinn síðar eða Napoli gefi hann einfaldlega
Napoli gjörsigraði Genoa fyrir viku en í kjölfarið greindust fjölmörg kórónuveirusmit í leikmannahópi Genoa sem og hjá starfsliði félagsins. Þá greindust tveir leikmenn Napoli með veiruna og hafa heilbrigðisyfirvöld Napolí-borgar sagt félaginu að ferðast ekki að svo stöddu.
Samkvæmt reglugerð ítölsku úrvalsdeildarinnar þarf lið að vera með færri en 13 leikfæra leikmenn til að mega fresta leik. Því kemur ákvörðun félagsins á óvart.
Ítalska knattspyrnusambandið er nú að reyna fá á hreint hvort borgaryfirvöld í Napolí hafi einfaldlega bannað liðinu að ferðast í leikinn.
Quite the most surreal spectacle unfolding in Italy right now as Juventus prepare as normal - team bus to the stadium, starting XI posted on Twitter - to face a Napoli team that everybody knows is not going to show up, seeing as they are still back home in Naples.
— Nicky Bandini (@NickyBandini) October 4, 2020
Nicky Bandini starfar fyrir íþróttamiðla á borð við The Guardian og ESPN. Hún segir að það hafi verið vitað að Napoli myndi ekki mæta til leiks en Juventus hafi samt sem áður gert allt líkt og um venjulegan leikdag væri að ræða.