Kennarar uggandi yfir stöðunni Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 4. október 2020 16:18 Vonir eru bundnar við að það takist að halda grunn- og leikskólastarfi að sem mestu leyti óbreyttu þrátt fyrir kórónuveirufaraldurinn. Vísir/Sigurjón Skólastarf í grunn- og leikskólum verður að mestu leyti óbreytt þrátt fyrir hertar sóttvarnaraðgerðir sem taka gildi á miðnætti. Sviðstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir starfsfólk skólanna vera uggandi yfir stöðunni en meðvitað um að skólastarfið skipti börnin og foreldra gríðarlega miklu máli. Fjórtán starfsmenn í grunnskólum Reykjavíkurborgar og tuttugu og þrjú börn voru í vikunni smituð af kórónuveirunni. Þá voru þrjú leikskólabörn í borginni með veiruna og tveir starfsmenn. Hlutfall starfsmanna sem er smitaður er þó lítið þar sem um fimm þúsund manns starfa í grunn- og leikskólum borgarinnar. Helgi Grímsson sviðstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir einn leikskóla, Seljaborg, verða lokaðann á morgun. Þar eru börn og starfsfólk í sóttkví eftir að starfsmaður smitaðist af kórónuveirunni. Þá verður ekki kennsla á miðstigi við Norðlingaskóla og Borgarskóli verður lokaður. Hertar sóttvarnaraðgerðir taka gildi á miðnætti en þá mega ekki fleiri en tuttugu koma saman. Þetta gildir þó ekki um börn fædd 2005 eða síðar. Skólastarf í grunn- og leikskólum verður því að mestu leyti óbreytt. „Eðlilega er þegar svona er komið, að samfélagið er að fara á neyðarstig, að fólk er uggandi um eigið öryggi. Það er eðlilegt,“ segir Helgi um líðan starfsfólks skólanna. „Mér sýnist bara að reynslan og allt það sem við höfum verið að gera hafi borið góða raun. Þannig að okkar skilaboð eru bara höldum ró okkar. Höldum áfram. Skólastarfið okkar og frístundastarfið skiptir börnin og fjölskyldur svo gríðarlega miklu máli,“ segir Helgi. Reynt verður á næstunni að takmarka allar gestakomur í skólana. „Ég geri alveg ráð fyrir að við herðum frekar það að minnka gestakomur í skólana eins mikið og kostur er. Líka að við munum setja frekari skorður á að kennarar og nemendur séu að fara í vettvangsferðir í hús,“ segir Helgi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Samkomur takmarkaðar við 20 manns Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tilkynnti rétt í þessu að samkomur yrðu takmarkaðar við 20 manns. 3. október 2020 15:34 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Skólastarf í grunn- og leikskólum verður að mestu leyti óbreytt þrátt fyrir hertar sóttvarnaraðgerðir sem taka gildi á miðnætti. Sviðstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir starfsfólk skólanna vera uggandi yfir stöðunni en meðvitað um að skólastarfið skipti börnin og foreldra gríðarlega miklu máli. Fjórtán starfsmenn í grunnskólum Reykjavíkurborgar og tuttugu og þrjú börn voru í vikunni smituð af kórónuveirunni. Þá voru þrjú leikskólabörn í borginni með veiruna og tveir starfsmenn. Hlutfall starfsmanna sem er smitaður er þó lítið þar sem um fimm þúsund manns starfa í grunn- og leikskólum borgarinnar. Helgi Grímsson sviðstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir einn leikskóla, Seljaborg, verða lokaðann á morgun. Þar eru börn og starfsfólk í sóttkví eftir að starfsmaður smitaðist af kórónuveirunni. Þá verður ekki kennsla á miðstigi við Norðlingaskóla og Borgarskóli verður lokaður. Hertar sóttvarnaraðgerðir taka gildi á miðnætti en þá mega ekki fleiri en tuttugu koma saman. Þetta gildir þó ekki um börn fædd 2005 eða síðar. Skólastarf í grunn- og leikskólum verður því að mestu leyti óbreytt. „Eðlilega er þegar svona er komið, að samfélagið er að fara á neyðarstig, að fólk er uggandi um eigið öryggi. Það er eðlilegt,“ segir Helgi um líðan starfsfólks skólanna. „Mér sýnist bara að reynslan og allt það sem við höfum verið að gera hafi borið góða raun. Þannig að okkar skilaboð eru bara höldum ró okkar. Höldum áfram. Skólastarfið okkar og frístundastarfið skiptir börnin og fjölskyldur svo gríðarlega miklu máli,“ segir Helgi. Reynt verður á næstunni að takmarka allar gestakomur í skólana. „Ég geri alveg ráð fyrir að við herðum frekar það að minnka gestakomur í skólana eins mikið og kostur er. Líka að við munum setja frekari skorður á að kennarar og nemendur séu að fara í vettvangsferðir í hús,“ segir Helgi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Samkomur takmarkaðar við 20 manns Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tilkynnti rétt í þessu að samkomur yrðu takmarkaðar við 20 manns. 3. október 2020 15:34 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Samkomur takmarkaðar við 20 manns Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tilkynnti rétt í þessu að samkomur yrðu takmarkaðar við 20 manns. 3. október 2020 15:34