Handbolti

Teitur Örn frábær og Kristianstad á toppinn

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Teitur Örn Einarsson átti frábæran leik í kvöld.
Teitur Örn Einarsson átti frábæran leik í kvöld. vísir/getty

Teitur Örn Einarsson og Ólafur Andrés Guðmundsson eru á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar í handbolta eftir fjórða sigur Kristianstad í röð. Liðið lagði Ystads HK með fimm marka mun á útivelli, lokatölur 24-29.

Teitur Örn var frábær í liði Kristiandstad á meðan Ólafur Andrés var heldur til rólegur í markaskorun miðað við venjulega. Teitur skoraði fimm mörk í leik kvöldsins. Ólafur er venjulega meðal markahæstu manna en hann skoraði aðeins eitt mark í kvöld.

Ólafur Andrés var þó duglegur við að leggja upp mörk á samherja sína í kvöld en alls gaf hann fimm stoðsendingar. Teitur Örn gerði slíkt hið sama og gaf fjórar slíkar.

Það kom engan veginn að sök þar sem liðið er á góðu skriði og er með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir í sænsku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×