Unnur og krassasig gefa út tónlistarmyndband við listaverk Stefán Árni Pálsson skrifar 2. október 2020 16:10 Unnur og krassasig í myndbandinu. Í dag kom út lagið Á milli stunda sem er titillag þriðju sýningarinnar í seríunni Ég býð mig fram í leikstjórn Unnar Elísabetar. Lagið er samið og pródúserað af Kristni Arnari Sigðurssyni, krassasig, sem sér um tónlistina í verkinu. Á milli stunda verður frumsýnt 22. október næstkomandi á Hafnartorgi. Lagið og sýningin fjalla um litlu augnablikin sem gerast inn á milli í lífinu og allt sem á sér stað á milli stóru stundanna. Þriðja verkið í seríunni Ég býð minn fram verður óvenjuleg hátíð um venjulegt líf og tvinnar saman ólík listform. Samhliða laginu kemur einnig út tónlistarmyndband sem Vísir frumsýnir hér að neðan og í því kemur fram úrvalslið listamanna; bæði leikarar, dansarar, tónlistarmenn og sviðshöfundar sem standa á bak við sýninguna. Ég býð mig fram 1 fékk tilnefningu til Grímunnar og Ég býð mig fram 2 var valin sýning ársins á Reykjavík Fringe Festival. Verkefnið hefur hlotið styrki frá Reykjavíkurborg og úr sjóði atvinnuleikahópa. krassasig hefur verið að gera það gott síðan hann gaf út plötuna MMMM með hljómsveitinni og fjöllistahópnum Munstur. Nú er hann sóló undir listamannsnafninu krassasig og gerir einstaklega vandað popp. Hann hefur gefið út lögin Einn dag í einu og Þú ert eins og hún á þessu ári og hafa bæði náð miklu flugi í útvarpi og á streymisveitum. Krassasig var tilnefndur sem bjartasta vonin á íslensku tónlistarverðlaununum 2020. Unnur Elísabet starfar sem leikstjóri, danshöfundur og listrænn stjórnandi. Hún hefur unnið með Íslenska dansflokknum, Leikfélagi Reykjavíkur og sjálfstætt síðan hún útskrifaðist úr Konunglega Sænska Ballettskólanum 2003. Nýlega útskrifaðist hún úr skólanum Institute of Arts Barcelona með Mastersgráðu í listum með áherslu á leiklist og leikstjórn. Unnur setur nú upp í þriðja sinn verðlaunasviðslistahátíðina Ég býð mig fram. Menning Tónlist Mest lesið Julian McMahon látinn Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fleiri fréttir Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Sjá meira
Í dag kom út lagið Á milli stunda sem er titillag þriðju sýningarinnar í seríunni Ég býð mig fram í leikstjórn Unnar Elísabetar. Lagið er samið og pródúserað af Kristni Arnari Sigðurssyni, krassasig, sem sér um tónlistina í verkinu. Á milli stunda verður frumsýnt 22. október næstkomandi á Hafnartorgi. Lagið og sýningin fjalla um litlu augnablikin sem gerast inn á milli í lífinu og allt sem á sér stað á milli stóru stundanna. Þriðja verkið í seríunni Ég býð minn fram verður óvenjuleg hátíð um venjulegt líf og tvinnar saman ólík listform. Samhliða laginu kemur einnig út tónlistarmyndband sem Vísir frumsýnir hér að neðan og í því kemur fram úrvalslið listamanna; bæði leikarar, dansarar, tónlistarmenn og sviðshöfundar sem standa á bak við sýninguna. Ég býð mig fram 1 fékk tilnefningu til Grímunnar og Ég býð mig fram 2 var valin sýning ársins á Reykjavík Fringe Festival. Verkefnið hefur hlotið styrki frá Reykjavíkurborg og úr sjóði atvinnuleikahópa. krassasig hefur verið að gera það gott síðan hann gaf út plötuna MMMM með hljómsveitinni og fjöllistahópnum Munstur. Nú er hann sóló undir listamannsnafninu krassasig og gerir einstaklega vandað popp. Hann hefur gefið út lögin Einn dag í einu og Þú ert eins og hún á þessu ári og hafa bæði náð miklu flugi í útvarpi og á streymisveitum. Krassasig var tilnefndur sem bjartasta vonin á íslensku tónlistarverðlaununum 2020. Unnur Elísabet starfar sem leikstjóri, danshöfundur og listrænn stjórnandi. Hún hefur unnið með Íslenska dansflokknum, Leikfélagi Reykjavíkur og sjálfstætt síðan hún útskrifaðist úr Konunglega Sænska Ballettskólanum 2003. Nýlega útskrifaðist hún úr skólanum Institute of Arts Barcelona með Mastersgráðu í listum með áherslu á leiklist og leikstjórn. Unnur setur nú upp í þriðja sinn verðlaunasviðslistahátíðina Ég býð mig fram.
Menning Tónlist Mest lesið Julian McMahon látinn Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fleiri fréttir Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Sjá meira