KR tók á GOAT Bjarni Bjarnason skrifar 1. október 2020 20:38 Tíunda umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO fór fram fyrr í kvöld. Fyrsti leikur kvöldsins var stórveldið KR gegn GOAT. KR-ingar voru á heimavelli og völdu kortið Dust2. Lið GOAT hóf leikinn með sannfærandi sókn sem að færði þeim fyrstu lotuna. En í annari lotu sem samkvæmt efnahagnum hefði átt að falla til GOAT trektu KR-ingar sig í gang. Með mulningsvélina á fullum snúning rifu KR-ingar GOAT í sig. Framan af fann sókn GOAT fáar opnur á vörn KR. En þær glopur sem að KR-ingar gerðu voru þeir fljótir að bæta uppfyrir. Liðsmaður KR ofvirkur (Ólaftur Barði Guðmundsson) geigaði vart af skoti í fyrri hálfleik. En hann leiddi stigatöfluna sem og þá pressuvörn sem KR-ingar voru fljótt farnir að spila. Áttu leikmenn GOAT engin svör við óvenjulegri pressuvörn KR-inga sem vart tóku feilspor. Staðan í hálfleik KR 13 - 2 GOAT. Þrátt fyrir útreið í fyrri hálfleik mættu leikmenn GOAT ferskir í vörnina. Ítrekað tókst KR-ingum að brjóta sér leið í gegnum vörnin og að koma sprengjunni niður. En þrátt fyrir erfiða leikstöðu endurheimtu GOAT svæðin og aftengdu sprengjuna. Færði þessi þrautsegja leikmönnum GOAT átta lotur í seinni hálfleik. KR-ingar voru eflaust farnir að svitna þegar að þeir fundu loks taktinn aftur og tókst þá að klára leikinn Lokastaðan KR 16 - 10 GOAT. KR Vodafone-deildin Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport
Tíunda umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO fór fram fyrr í kvöld. Fyrsti leikur kvöldsins var stórveldið KR gegn GOAT. KR-ingar voru á heimavelli og völdu kortið Dust2. Lið GOAT hóf leikinn með sannfærandi sókn sem að færði þeim fyrstu lotuna. En í annari lotu sem samkvæmt efnahagnum hefði átt að falla til GOAT trektu KR-ingar sig í gang. Með mulningsvélina á fullum snúning rifu KR-ingar GOAT í sig. Framan af fann sókn GOAT fáar opnur á vörn KR. En þær glopur sem að KR-ingar gerðu voru þeir fljótir að bæta uppfyrir. Liðsmaður KR ofvirkur (Ólaftur Barði Guðmundsson) geigaði vart af skoti í fyrri hálfleik. En hann leiddi stigatöfluna sem og þá pressuvörn sem KR-ingar voru fljótt farnir að spila. Áttu leikmenn GOAT engin svör við óvenjulegri pressuvörn KR-inga sem vart tóku feilspor. Staðan í hálfleik KR 13 - 2 GOAT. Þrátt fyrir útreið í fyrri hálfleik mættu leikmenn GOAT ferskir í vörnina. Ítrekað tókst KR-ingum að brjóta sér leið í gegnum vörnin og að koma sprengjunni niður. En þrátt fyrir erfiða leikstöðu endurheimtu GOAT svæðin og aftengdu sprengjuna. Færði þessi þrautsegja leikmönnum GOAT átta lotur í seinni hálfleik. KR-ingar voru eflaust farnir að svitna þegar að þeir fundu loks taktinn aftur og tókst þá að klára leikinn Lokastaðan KR 16 - 10 GOAT.
KR Vodafone-deildin Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport
Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti
Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti