Starfsmaður í verslun Rúmfatalagersins við Bíldshöfða hefur greinst smitaður af kórónuveirunni. Allir starfsmenn sem verið höfðu í samskiptum við umræddan starfsmann hafa verið sendir í sóttkví.
Versluninni var tafarlaust lokað og verður hún lokuð til morguns á meðan svæðið er sótthreinsað.Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem send var út af Rúmfatalagernum í dag og segir þar að gert er ráð fyrir að verslunin opni aftur í fyrramálið og muni starfsmenn úr öðrum verslunum standa vaktina.