Covid-innlögn á tólf tíma fresti í nýrri holskeflu Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. október 2020 15:49 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, á upplýsingafundi almannavarna vegna veirunnar í dag. Lögreglan Forstjóri Landspítala segir að þessa dagana leggist að meðaltali inn sjúklingur með Covid-19 á tólf tíma fresti. Um ákveðna holskeflu sé að ræða. Hann telur spítalann í stakk búinn að taka á móti öllum sjúklingum sem þurfa á læknisaðstoð að halda vegna kórónuveirunnar í þessari þriðju bylgju faraldursins, þó að það verði vissulega áskorun. Þetta kom fram í máli Páls Matthíassonar forstjóra Landspítala á upplýsingafundi almannavarna vegna veirunnar nú síðdegis. Tveir hafa verið lagðir inn á spítalann með Covid-19 það sem af er degi og alls liggja því þrettán inni, þar af tveir á gjörgæslu og báðir í öndunarvél. Af þeim tæplega 580 sem eru undir eftirliti Covid-göngudeildar eru þrír mjög veikir og taldir þurfa innlögn á spítalann innan skamms. Fjórtán eru talsvert veikir. Páll bendir þó á að á næstu dögum muni um hundrað manns útskrifast af göngudeildinni. Meðalaldur sjúklinganna sem liggja inni á spítalanum vegna Covid-19 er um fimmtugt. Fólkið er frá þrítugsaldri og upp í sjötugsaldur. Páll sagði þróun innlagna svipaða og í vor. Áskorun spítalans tvíþætt Páll sagði það jafnframt mat Landspítalans að styrkleikar hans væru fjölmargir. Verklag og þekking væri nú skýrari en í fyrstu bylgjunni í vor. Áskoranir spítalans fælust einkum í tveimur atriðum: annars vegar þyrfti að tryggja að þeir sjúklingar sem lokið hafi virkri meðferð geti útskrifast hratt og vel. Opnun hjúkrunarheimilis á Sléttuvegi hefði hjálpað mjög til við þetta í vor en um slíkt væri ekki að ræða nú. Unnið væri að því að leysa þennan vanda með miklum hraði þessa dagana og Páll kvaðst hafa fulla trú á því að náist að stilla saman strengi. Hin áskorun spítalans felst í mönnun, annars vegar á Covid-göngudeild og hins vegar í sérhæfðri þjónustu á gjörgæslu. Páll sagði að verið væri að draga úr valkvæðri þjónustu á spítalanum til að geta nýtt starfsfólk betur, einkum á gjörgæslu. Páll sagði bylgjuna nú ekki minni en í vor og hvatti heilbrigðisstarfsfólk til að bjóða sig fram í bakvarðasveitir. Fólk þyrfti jafnframt að sýna því skilning að nú væri Covid í forgangi á spítalanum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Forstjóri Landspítala segir að þessa dagana leggist að meðaltali inn sjúklingur með Covid-19 á tólf tíma fresti. Um ákveðna holskeflu sé að ræða. Hann telur spítalann í stakk búinn að taka á móti öllum sjúklingum sem þurfa á læknisaðstoð að halda vegna kórónuveirunnar í þessari þriðju bylgju faraldursins, þó að það verði vissulega áskorun. Þetta kom fram í máli Páls Matthíassonar forstjóra Landspítala á upplýsingafundi almannavarna vegna veirunnar nú síðdegis. Tveir hafa verið lagðir inn á spítalann með Covid-19 það sem af er degi og alls liggja því þrettán inni, þar af tveir á gjörgæslu og báðir í öndunarvél. Af þeim tæplega 580 sem eru undir eftirliti Covid-göngudeildar eru þrír mjög veikir og taldir þurfa innlögn á spítalann innan skamms. Fjórtán eru talsvert veikir. Páll bendir þó á að á næstu dögum muni um hundrað manns útskrifast af göngudeildinni. Meðalaldur sjúklinganna sem liggja inni á spítalanum vegna Covid-19 er um fimmtugt. Fólkið er frá þrítugsaldri og upp í sjötugsaldur. Páll sagði þróun innlagna svipaða og í vor. Áskorun spítalans tvíþætt Páll sagði það jafnframt mat Landspítalans að styrkleikar hans væru fjölmargir. Verklag og þekking væri nú skýrari en í fyrstu bylgjunni í vor. Áskoranir spítalans fælust einkum í tveimur atriðum: annars vegar þyrfti að tryggja að þeir sjúklingar sem lokið hafi virkri meðferð geti útskrifast hratt og vel. Opnun hjúkrunarheimilis á Sléttuvegi hefði hjálpað mjög til við þetta í vor en um slíkt væri ekki að ræða nú. Unnið væri að því að leysa þennan vanda með miklum hraði þessa dagana og Páll kvaðst hafa fulla trú á því að náist að stilla saman strengi. Hin áskorun spítalans felst í mönnun, annars vegar á Covid-göngudeild og hins vegar í sérhæfðri þjónustu á gjörgæslu. Páll sagði að verið væri að draga úr valkvæðri þjónustu á spítalanum til að geta nýtt starfsfólk betur, einkum á gjörgæslu. Páll sagði bylgjuna nú ekki minni en í vor og hvatti heilbrigðisstarfsfólk til að bjóða sig fram í bakvarðasveitir. Fólk þyrfti jafnframt að sýna því skilning að nú væri Covid í forgangi á spítalanum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent