Covid-innlögn á tólf tíma fresti í nýrri holskeflu Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. október 2020 15:49 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, á upplýsingafundi almannavarna vegna veirunnar í dag. Lögreglan Forstjóri Landspítala segir að þessa dagana leggist að meðaltali inn sjúklingur með Covid-19 á tólf tíma fresti. Um ákveðna holskeflu sé að ræða. Hann telur spítalann í stakk búinn að taka á móti öllum sjúklingum sem þurfa á læknisaðstoð að halda vegna kórónuveirunnar í þessari þriðju bylgju faraldursins, þó að það verði vissulega áskorun. Þetta kom fram í máli Páls Matthíassonar forstjóra Landspítala á upplýsingafundi almannavarna vegna veirunnar nú síðdegis. Tveir hafa verið lagðir inn á spítalann með Covid-19 það sem af er degi og alls liggja því þrettán inni, þar af tveir á gjörgæslu og báðir í öndunarvél. Af þeim tæplega 580 sem eru undir eftirliti Covid-göngudeildar eru þrír mjög veikir og taldir þurfa innlögn á spítalann innan skamms. Fjórtán eru talsvert veikir. Páll bendir þó á að á næstu dögum muni um hundrað manns útskrifast af göngudeildinni. Meðalaldur sjúklinganna sem liggja inni á spítalanum vegna Covid-19 er um fimmtugt. Fólkið er frá þrítugsaldri og upp í sjötugsaldur. Páll sagði þróun innlagna svipaða og í vor. Áskorun spítalans tvíþætt Páll sagði það jafnframt mat Landspítalans að styrkleikar hans væru fjölmargir. Verklag og þekking væri nú skýrari en í fyrstu bylgjunni í vor. Áskoranir spítalans fælust einkum í tveimur atriðum: annars vegar þyrfti að tryggja að þeir sjúklingar sem lokið hafi virkri meðferð geti útskrifast hratt og vel. Opnun hjúkrunarheimilis á Sléttuvegi hefði hjálpað mjög til við þetta í vor en um slíkt væri ekki að ræða nú. Unnið væri að því að leysa þennan vanda með miklum hraði þessa dagana og Páll kvaðst hafa fulla trú á því að náist að stilla saman strengi. Hin áskorun spítalans felst í mönnun, annars vegar á Covid-göngudeild og hins vegar í sérhæfðri þjónustu á gjörgæslu. Páll sagði að verið væri að draga úr valkvæðri þjónustu á spítalanum til að geta nýtt starfsfólk betur, einkum á gjörgæslu. Páll sagði bylgjuna nú ekki minni en í vor og hvatti heilbrigðisstarfsfólk til að bjóða sig fram í bakvarðasveitir. Fólk þyrfti jafnframt að sýna því skilning að nú væri Covid í forgangi á spítalanum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Forstjóri Landspítala segir að þessa dagana leggist að meðaltali inn sjúklingur með Covid-19 á tólf tíma fresti. Um ákveðna holskeflu sé að ræða. Hann telur spítalann í stakk búinn að taka á móti öllum sjúklingum sem þurfa á læknisaðstoð að halda vegna kórónuveirunnar í þessari þriðju bylgju faraldursins, þó að það verði vissulega áskorun. Þetta kom fram í máli Páls Matthíassonar forstjóra Landspítala á upplýsingafundi almannavarna vegna veirunnar nú síðdegis. Tveir hafa verið lagðir inn á spítalann með Covid-19 það sem af er degi og alls liggja því þrettán inni, þar af tveir á gjörgæslu og báðir í öndunarvél. Af þeim tæplega 580 sem eru undir eftirliti Covid-göngudeildar eru þrír mjög veikir og taldir þurfa innlögn á spítalann innan skamms. Fjórtán eru talsvert veikir. Páll bendir þó á að á næstu dögum muni um hundrað manns útskrifast af göngudeildinni. Meðalaldur sjúklinganna sem liggja inni á spítalanum vegna Covid-19 er um fimmtugt. Fólkið er frá þrítugsaldri og upp í sjötugsaldur. Páll sagði þróun innlagna svipaða og í vor. Áskorun spítalans tvíþætt Páll sagði það jafnframt mat Landspítalans að styrkleikar hans væru fjölmargir. Verklag og þekking væri nú skýrari en í fyrstu bylgjunni í vor. Áskoranir spítalans fælust einkum í tveimur atriðum: annars vegar þyrfti að tryggja að þeir sjúklingar sem lokið hafi virkri meðferð geti útskrifast hratt og vel. Opnun hjúkrunarheimilis á Sléttuvegi hefði hjálpað mjög til við þetta í vor en um slíkt væri ekki að ræða nú. Unnið væri að því að leysa þennan vanda með miklum hraði þessa dagana og Páll kvaðst hafa fulla trú á því að náist að stilla saman strengi. Hin áskorun spítalans felst í mönnun, annars vegar á Covid-göngudeild og hins vegar í sérhæfðri þjónustu á gjörgæslu. Páll sagði að verið væri að draga úr valkvæðri þjónustu á spítalanum til að geta nýtt starfsfólk betur, einkum á gjörgæslu. Páll sagði bylgjuna nú ekki minni en í vor og hvatti heilbrigðisstarfsfólk til að bjóða sig fram í bakvarðasveitir. Fólk þyrfti jafnframt að sýna því skilning að nú væri Covid í forgangi á spítalanum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira