Þögn Aðalsteins Páll Steingrímsson skrifar 2. október 2020 08:01 Núna eru tæpar þrjár vikur síðan ég beindi einfaldri fyrirspurn til Aðalsteins Kjartanssonar, fréttamanns Ríkisútvarpsins, vegna umfjöllunar Kveiks um Samherja. Ég hef enn engin svör fengið. Í þætti Kveiks sem var sýndur 26. nóvember 2019 kom fram að starfsmenn norska bankans DNB hafi talið að Samherji ætti félagið Cape Cod FS. Ekki var vísað til neinna gagna þessari staðhæfingu til stuðnings en inni á Wikileaks er gríðarmikið magn gagna um Cape Cod FS og hvernig eignarhaldi félagsins var háttað. Cape Cod FS var skráð á Marshall-eyjum en með skattalega heimilisfesti á Kýpur. Félagið annaðist greiðslur til skipverja á skipum í útgerð félaga sem tengjast Samherja í Namibíu. Eigandi 100% hlutafjár í Cape Cod FS var áhafnarleigan JPC Shipmanagement og endanlegir eigendur þýskir einstaklingar. Þetta kemur skýrt fram í gögnum frá DNB inni á Wikileaks. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Samherja, skrifaði grein í Kjarnann 11. september þar sem hann fjallaði um viðbrögð við þætti sem Samherji lét framleiða um Cape Cod. Tilgangur þáttarins var að leiðrétta rangfærslur úr Kveik um eignarhald félagsins. Þá kom fram í þættinum að tilgangurinn með Cape Cod var að ganga úr skugga um að skipverjar í áhöfnum fengju greitt á réttum tíma enda gátu greiðslur dregist á langinn vegna gjaldeyrishafta í Namibíu. Aðalsteinn Kjartansson, einn fréttamanna Kveiks, brást við grein Björgólfs með færslu á Facebook þar sem hann skrifaði eftirfarandi: „Ég stend við allt sem fram kom í þættinum. Umfjöllunin snerist um eftirfarandi: DNB hélt að Samherji ætti Cape Cod FS, DNB gerði úttekt á eignarhaldinu og komst að því að ekki væru til næg gögn til að sýna fram á hvernig því væri í raun háttað, DNB lokaði bankareikningnum vegna þess að varnir um peningaþvætti eiga að koma í veg fyrir að fólk og fyrirtæki geti notað bankareikninga undir nafnleynd.“ Ég spurði Aðalstein hvar í gögnunum á Wikileaks kæmi fram að úttekt DNB bankans hafi snúist um eignarhaldið á Cape Cod en ekki viðskiptavininn. Þá spurði ég hann hvar það hefði komið fram í þessum sömu skjölum frá DNB að ekki hafi verið til næg gögn um eignarhaldið á Cape Cod og hvar það kæmi fram að lokun bankareikninga Cape Cod hafi snúist um eignarhald þeirra. Núna, tæpum þremur vikum síðar, hefur Aðalsteinn ekki enn svarað mér. Hann setti hlekk á umfjöllun Kveiks en þátturinn svarar ekki þessum spurningum. Vandamálið sem Aðalsteinn stendur frammi fyrir er að hann getur ekki horfst í augu við að fullyrðingar hans í Kveik um félagið Cape Cod voru rangar, upplýsingar voru slitnar úr samhengi og ekki var vísað til annarra gagna á Wikileaks þar sem kemur skýrt fram hvernig eignarhaldi félagsins var háttað. Í skjali frá DNB, sem sýnt var í Kveik, stendur til dæmis skýrum stöfum að Cape Cod hafi verið dótturfélag JPC Shipmanagement. Þá kemur fram í öðru skjali inni á Wikileaks að JPC Shipmanagement hafi átt 100% hlutafjár í Cape Cod. Ekkert þeirra gagna sem lekið var frá DNB og finna má á Wikileaks inniheldur vangaveltur eða vafa starfsmanna DNB um eignarhaldið á Cape Cod. Engu að síður sagði Aðalsteinn í Kveik að áhöld væru um eignarhald á félaginu og fullyrti, án þess að vísa til nokkurra heimilda, að DNB hafi talið að Samherji ætti félagið. Þessi vinnubrögð hjá fréttamanni sem vill láta taka sig alvarlega eru varla boðleg. Höfundur er skipstjóri hjá Samherja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Steingrímsson Samherjaskjölin Sjávarútvegur Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Núna eru tæpar þrjár vikur síðan ég beindi einfaldri fyrirspurn til Aðalsteins Kjartanssonar, fréttamanns Ríkisútvarpsins, vegna umfjöllunar Kveiks um Samherja. Ég hef enn engin svör fengið. Í þætti Kveiks sem var sýndur 26. nóvember 2019 kom fram að starfsmenn norska bankans DNB hafi talið að Samherji ætti félagið Cape Cod FS. Ekki var vísað til neinna gagna þessari staðhæfingu til stuðnings en inni á Wikileaks er gríðarmikið magn gagna um Cape Cod FS og hvernig eignarhaldi félagsins var háttað. Cape Cod FS var skráð á Marshall-eyjum en með skattalega heimilisfesti á Kýpur. Félagið annaðist greiðslur til skipverja á skipum í útgerð félaga sem tengjast Samherja í Namibíu. Eigandi 100% hlutafjár í Cape Cod FS var áhafnarleigan JPC Shipmanagement og endanlegir eigendur þýskir einstaklingar. Þetta kemur skýrt fram í gögnum frá DNB inni á Wikileaks. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Samherja, skrifaði grein í Kjarnann 11. september þar sem hann fjallaði um viðbrögð við þætti sem Samherji lét framleiða um Cape Cod. Tilgangur þáttarins var að leiðrétta rangfærslur úr Kveik um eignarhald félagsins. Þá kom fram í þættinum að tilgangurinn með Cape Cod var að ganga úr skugga um að skipverjar í áhöfnum fengju greitt á réttum tíma enda gátu greiðslur dregist á langinn vegna gjaldeyrishafta í Namibíu. Aðalsteinn Kjartansson, einn fréttamanna Kveiks, brást við grein Björgólfs með færslu á Facebook þar sem hann skrifaði eftirfarandi: „Ég stend við allt sem fram kom í þættinum. Umfjöllunin snerist um eftirfarandi: DNB hélt að Samherji ætti Cape Cod FS, DNB gerði úttekt á eignarhaldinu og komst að því að ekki væru til næg gögn til að sýna fram á hvernig því væri í raun háttað, DNB lokaði bankareikningnum vegna þess að varnir um peningaþvætti eiga að koma í veg fyrir að fólk og fyrirtæki geti notað bankareikninga undir nafnleynd.“ Ég spurði Aðalstein hvar í gögnunum á Wikileaks kæmi fram að úttekt DNB bankans hafi snúist um eignarhaldið á Cape Cod en ekki viðskiptavininn. Þá spurði ég hann hvar það hefði komið fram í þessum sömu skjölum frá DNB að ekki hafi verið til næg gögn um eignarhaldið á Cape Cod og hvar það kæmi fram að lokun bankareikninga Cape Cod hafi snúist um eignarhald þeirra. Núna, tæpum þremur vikum síðar, hefur Aðalsteinn ekki enn svarað mér. Hann setti hlekk á umfjöllun Kveiks en þátturinn svarar ekki þessum spurningum. Vandamálið sem Aðalsteinn stendur frammi fyrir er að hann getur ekki horfst í augu við að fullyrðingar hans í Kveik um félagið Cape Cod voru rangar, upplýsingar voru slitnar úr samhengi og ekki var vísað til annarra gagna á Wikileaks þar sem kemur skýrt fram hvernig eignarhaldi félagsins var háttað. Í skjali frá DNB, sem sýnt var í Kveik, stendur til dæmis skýrum stöfum að Cape Cod hafi verið dótturfélag JPC Shipmanagement. Þá kemur fram í öðru skjali inni á Wikileaks að JPC Shipmanagement hafi átt 100% hlutafjár í Cape Cod. Ekkert þeirra gagna sem lekið var frá DNB og finna má á Wikileaks inniheldur vangaveltur eða vafa starfsmanna DNB um eignarhaldið á Cape Cod. Engu að síður sagði Aðalsteinn í Kveik að áhöld væru um eignarhald á félaginu og fullyrti, án þess að vísa til nokkurra heimilda, að DNB hafi talið að Samherji ætti félagið. Þessi vinnubrögð hjá fréttamanni sem vill láta taka sig alvarlega eru varla boðleg. Höfundur er skipstjóri hjá Samherja.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun