Segir laun Ragnars hafa lækkað umtalsvert og komu hans enga katastrófu Sindri Sverrisson skrifar 1. október 2020 13:00 Ragnar Sigurðsson á ferðinni í 2-2 jafnteflinu við Velje um helgina. vísir/getty FC Köbenhavn hefur aðeins fengið eitt stig úr fyrstu þremur leikjum sínum í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Blaðamenn BT rýndu af því tilefni í leikmannakaup félagsins. FCK endaði í 2. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð en komst líka í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar. BT skoðaði hvaða leikmenn FCK hefði fengið í þremur síðustu félagaskiptagluggum og komst að þeirri niðurstöðu að félagið tapaði milljónum danskra króna á nokkrum stjörnuleikmönnum. Ragnar Sigurðssonar hefur aftur á móti ekki valdið félaginu fjárhagslegum skaða, að mati blaðsins. Hann kom enda frítt frá Krasnodar í Rússlandi. Ragnar hefur þó aðeins náð að spila átta leiki fyrir liðið, í deild og Evrópudeild, en misst af 19 leikjum þar sem meiðsli hafa sett stórt strik í reikninginn. Ragnar er þó ekki meiddur þessa dagana, hefur byrjað þrjá síðustu leiki FCK og er klár í slaginn með Íslandi gegn Rúmeníu eftir viku. Mikið meiddur en viðskiptin engin katastrófa Ragnar kom til FCK, í annað sinn á ferlinum, í janúar og gerði samning sem gilti til loka júní. Hann framlengdi samninginn til skamms tíma, þar sem keppnishald frestaðist vegna kórónuveirufaraldursins, og skrifaði svo undir nýjan samning við FCK í lok júlí. Sá samningur gildir fram á næsta sumar. Í umsögn BT um Ragnar segir: „Íslendingurinn sneri aftur ókeypis en er að sjálfsögðu á góðum launum – sérstaklega á fyrsta skammtímasamningnum. Með nýjasta samningum hefur hann lækkað umtalsvert í launum til að sýna sinn velvilja, og þó að hann hafi verið mikið meiddur og ekki í formi þá geta þessi viðskipti ekki talist katastrófa.“ Miðillinn segir FCK hins vegar hafa tapað miklu fé á nokkrum öðrum leikmönnum, sérstaklega Pep Biel sem kom frá Zaragoza fyrir jafnvirði um 550-650 milljóna íslenskra króna en hefur engan veginn staðið undir væntingum. Danski boltinn Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Ragnar vann sér inn samning: „Hann er enn mjög hungraður“ „Ég ætlaði að sjá til þess að ég verðskuldaði nýjan samning svo ég er afar ánægður með að geta haldið áfram hérna,“ sagði Ragnar Sigurðsson sem verður leikmaður FC Kaupmannahafnar fram á næsta sumar hið minnsta. 31. júlí 2020 09:00 Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Sjá meira
FC Köbenhavn hefur aðeins fengið eitt stig úr fyrstu þremur leikjum sínum í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Blaðamenn BT rýndu af því tilefni í leikmannakaup félagsins. FCK endaði í 2. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð en komst líka í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar. BT skoðaði hvaða leikmenn FCK hefði fengið í þremur síðustu félagaskiptagluggum og komst að þeirri niðurstöðu að félagið tapaði milljónum danskra króna á nokkrum stjörnuleikmönnum. Ragnar Sigurðssonar hefur aftur á móti ekki valdið félaginu fjárhagslegum skaða, að mati blaðsins. Hann kom enda frítt frá Krasnodar í Rússlandi. Ragnar hefur þó aðeins náð að spila átta leiki fyrir liðið, í deild og Evrópudeild, en misst af 19 leikjum þar sem meiðsli hafa sett stórt strik í reikninginn. Ragnar er þó ekki meiddur þessa dagana, hefur byrjað þrjá síðustu leiki FCK og er klár í slaginn með Íslandi gegn Rúmeníu eftir viku. Mikið meiddur en viðskiptin engin katastrófa Ragnar kom til FCK, í annað sinn á ferlinum, í janúar og gerði samning sem gilti til loka júní. Hann framlengdi samninginn til skamms tíma, þar sem keppnishald frestaðist vegna kórónuveirufaraldursins, og skrifaði svo undir nýjan samning við FCK í lok júlí. Sá samningur gildir fram á næsta sumar. Í umsögn BT um Ragnar segir: „Íslendingurinn sneri aftur ókeypis en er að sjálfsögðu á góðum launum – sérstaklega á fyrsta skammtímasamningnum. Með nýjasta samningum hefur hann lækkað umtalsvert í launum til að sýna sinn velvilja, og þó að hann hafi verið mikið meiddur og ekki í formi þá geta þessi viðskipti ekki talist katastrófa.“ Miðillinn segir FCK hins vegar hafa tapað miklu fé á nokkrum öðrum leikmönnum, sérstaklega Pep Biel sem kom frá Zaragoza fyrir jafnvirði um 550-650 milljóna íslenskra króna en hefur engan veginn staðið undir væntingum.
Danski boltinn Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Ragnar vann sér inn samning: „Hann er enn mjög hungraður“ „Ég ætlaði að sjá til þess að ég verðskuldaði nýjan samning svo ég er afar ánægður með að geta haldið áfram hérna,“ sagði Ragnar Sigurðsson sem verður leikmaður FC Kaupmannahafnar fram á næsta sumar hið minnsta. 31. júlí 2020 09:00 Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Sjá meira
Ragnar vann sér inn samning: „Hann er enn mjög hungraður“ „Ég ætlaði að sjá til þess að ég verðskuldaði nýjan samning svo ég er afar ánægður með að geta haldið áfram hérna,“ sagði Ragnar Sigurðsson sem verður leikmaður FC Kaupmannahafnar fram á næsta sumar hið minnsta. 31. júlí 2020 09:00