Eddie Hall var einni sekúndu fljótari með „Djöfulsins Díönu“ æfinguna en Sara Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. október 2020 09:01 Eddie Hall og Sara Sigmundsdóttir. Eddie Hall kláraði „Djöfulsins Díönu“ æfinguna á 4 mínútum og 37 sekúndum en á heimsleikunum þá kláraði Sara hana á á 4 mínútum og 38 sekúndum. Mynd/Samsett/Instagram Hafþór Júlíus Björnsson svitnaði örugglega aðeins þegar hann sá Eddie Hall klára æfingu af heimsleikunum í CrossFit með glæsibrag. Fjallið og Eddie Hall ætla að mætast í hnefaleikahringnum í Las Vegas á næsta ári og þeir eru báðir duglegir að leyfa fylgjendum sínum að fylgjast með því hvernig æfingarnar hjá þeim ganga. Auk þess að sýnda tilþrifin í hnefaleikahringnum og hvernig þeir komast í gegnum krefjandi æfingar þá eru auðvitað nóg að kyndingum sem ganga á milli þeirra í gegnum samfélagsmiðla. Eddie Hall hefur lýst því yfir að hann ætli að rota Hafþór Júlíus Björnsson í hringnum en Hafþór hefur á móti létt sig mikið og vinnur einnig mikið í þolinu sínu þessa dagana. Barbend síðan vakti athygli á því hversu vel Eddie Hall gerði „Djöfulsins Díönu“ æfinguna sem var ein af keppnisgreinunum í fyrri hluta heimsleikanna í CrossFit á dögunum. Watch @eddiehallWSM Finish The 2020 @CrossFitGames WOD Damn Diane In 4:37 https://t.co/Cx42XtuRzH by @GUTMAN26 | #crossfit #crossfitgames @CrossFit pic.twitter.com/UUyIwaErIg— BarBend (@barbendnews) September 30, 2020 Eddie Hall kláraði „Damn Diane“ eða „Djöfulsins Díönu“ æfinguna á 4 mínútum og 37 sekúndum. Markmiðið var að slá út tíma heimsmeistarans Tia-Clair Toomey en tókst það ekki. Það voru mismunandi þyngdir hjá körlunum og konum en Eddie Hall leyfði sér að nota kvennaþyngdina sem var 205 pund eða 93 kíló. Karlarnir lyftu 315 pundum eða 143 kílóum. Í „Djöfulsins Díönu“ æfingunni þá voru þrjár umferðir af fimmtán réttstöðulyftum með 93 kíló og svo í beinu framhaldi fimmtán handstöðubeygjur. Eddie Hall átti í engum vandræðum með réttstöðulyfturnar en gekk skiljanlega ekki eins vel í handstöðubeygjunum enda var hann þá að lyfta sínum 162 kílóum. Eddie Hall var talsvert á eftir Tiu-Clair Toomey sem kláraði þessa æfingu á tveimur mínútum og 28 sekúndum. Katrín Tanja Davíðsdóttir gerði líka betur en hann og kláraði „Djöfulsins Díönu“ á þremur mínútum og 30 sekúndum. Sara Sigmundsdóttir var aftur á móti einni sekúndu á eftir Eddie Hall. Sara endaði í 21. sæti í „Djöfulsins Díönu“ æfingunni á heimsleikunum en þetta var þriðja grein keppninnar. Hér fyrir neðan má sjá Eddie Hall gera þessa æfingu en hún byrjar eftir fjórtán mínútur í myndbandinu. watch on YouTube Hér fyrir neðan má síðan Söru Sigmundsdóttur gera sömu æfingu á heimsleikunum. watch on YouTube CrossFit Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Fleiri fréttir Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Kristín Embla og Hákon unnu Íslandsglímuna Djokovic og Murray hættir að vinna saman Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Logi á leið í burtu en ekki til Freys „Mætum óttalaus“ Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Sjá meira
Hafþór Júlíus Björnsson svitnaði örugglega aðeins þegar hann sá Eddie Hall klára æfingu af heimsleikunum í CrossFit með glæsibrag. Fjallið og Eddie Hall ætla að mætast í hnefaleikahringnum í Las Vegas á næsta ári og þeir eru báðir duglegir að leyfa fylgjendum sínum að fylgjast með því hvernig æfingarnar hjá þeim ganga. Auk þess að sýnda tilþrifin í hnefaleikahringnum og hvernig þeir komast í gegnum krefjandi æfingar þá eru auðvitað nóg að kyndingum sem ganga á milli þeirra í gegnum samfélagsmiðla. Eddie Hall hefur lýst því yfir að hann ætli að rota Hafþór Júlíus Björnsson í hringnum en Hafþór hefur á móti létt sig mikið og vinnur einnig mikið í þolinu sínu þessa dagana. Barbend síðan vakti athygli á því hversu vel Eddie Hall gerði „Djöfulsins Díönu“ æfinguna sem var ein af keppnisgreinunum í fyrri hluta heimsleikanna í CrossFit á dögunum. Watch @eddiehallWSM Finish The 2020 @CrossFitGames WOD Damn Diane In 4:37 https://t.co/Cx42XtuRzH by @GUTMAN26 | #crossfit #crossfitgames @CrossFit pic.twitter.com/UUyIwaErIg— BarBend (@barbendnews) September 30, 2020 Eddie Hall kláraði „Damn Diane“ eða „Djöfulsins Díönu“ æfinguna á 4 mínútum og 37 sekúndum. Markmiðið var að slá út tíma heimsmeistarans Tia-Clair Toomey en tókst það ekki. Það voru mismunandi þyngdir hjá körlunum og konum en Eddie Hall leyfði sér að nota kvennaþyngdina sem var 205 pund eða 93 kíló. Karlarnir lyftu 315 pundum eða 143 kílóum. Í „Djöfulsins Díönu“ æfingunni þá voru þrjár umferðir af fimmtán réttstöðulyftum með 93 kíló og svo í beinu framhaldi fimmtán handstöðubeygjur. Eddie Hall átti í engum vandræðum með réttstöðulyfturnar en gekk skiljanlega ekki eins vel í handstöðubeygjunum enda var hann þá að lyfta sínum 162 kílóum. Eddie Hall var talsvert á eftir Tiu-Clair Toomey sem kláraði þessa æfingu á tveimur mínútum og 28 sekúndum. Katrín Tanja Davíðsdóttir gerði líka betur en hann og kláraði „Djöfulsins Díönu“ á þremur mínútum og 30 sekúndum. Sara Sigmundsdóttir var aftur á móti einni sekúndu á eftir Eddie Hall. Sara endaði í 21. sæti í „Djöfulsins Díönu“ æfingunni á heimsleikunum en þetta var þriðja grein keppninnar. Hér fyrir neðan má sjá Eddie Hall gera þessa æfingu en hún byrjar eftir fjórtán mínútur í myndbandinu. watch on YouTube Hér fyrir neðan má síðan Söru Sigmundsdóttur gera sömu æfingu á heimsleikunum. watch on YouTube
CrossFit Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Fleiri fréttir Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Kristín Embla og Hákon unnu Íslandsglímuna Djokovic og Murray hættir að vinna saman Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Logi á leið í burtu en ekki til Freys „Mætum óttalaus“ Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn