Anthony Davis skoraði 34 stig og tók níu fráköst þegar Los Angeles Lakers rúlluðu yfir Miami Heat í fyrsta leik úrslita NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt.
Lakers unnu leikinn 116-98, eftir að hafa verið 93-67 yfir fyrir fjórða leikhluta, og eru því komnir með yfirhöndina í einvíginu en vinna þarf fjóra leiki til að landa meistaratitlinum. Næsti leikur er annað kvöld.
the TOP 3 PLAYS from Game 1 of the #NBAFinals presented by @YouTubeTV! pic.twitter.com/vrmBQZC69Z
— NBA (@NBA) October 1, 2020
LeBron James var einni stoðsendingu frá þrefaldri tvennu en hann skoraði 25 stig og tók 13 fráköst. Honum fannst lið sitt þó slaka fullmikið á í síðasta leikhlutanum:
I liked the way we played in that second, third quarter. But the way we ended, that s unacceptable. - @KingJames pic.twitter.com/VEhhGFFkgW
— Los Angeles Lakers (@Lakers) October 1, 2020
Jimmy Butler skoraði 23 stig fyrir Miami sem varð fyrir því óláni að tveir leikmanna liðsins fóru meiddir af velli. Goran Dragic meiddist í vinstri fæti í fyrri hálfleik og hætti leik, og Bam Adeabyo meiddist í öxl um miðjan þriðja leikhluta. Í úrslitakeppninni hefur Dragic skorað 20,9 stig að meðaltali en hann skoraði sex þann tíma sem hann spilaði í gær, og Adebayo hefur skilað 18,5 stigum og 11,4 fráköstum en var með átta stig og fjögur fráköst í gær.