Ólíklegt að það takist að taka á móti öllum þeim 85 kvótaflóttamönnum sem áttu að koma til landsins á þessu ári Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. september 2020 22:46 Mynd frá móttöku kvótaflóttafólks sem kom hingað til lands í fyrra. Stjórnarráðið Íslensk stjórnvöld hyggjast taka á móti hundrað kvótaflóttamönnum á næsta ári. Það eru öllu fleiri en komið hafa hingað til lands með þeim hætti undanfarin ár. Vegna þeirra tafa og þeirra óvissuþátta sem upp hafa komið vegna heimsfaraldurs covid-19 þykir þó ólíklegt að sá hópur sem til stóð að taka á móti á þessu ári nái koma til landsins fyrir áramót. Ráðgert var að taka á móti 85 kvótaflóttamönnum í ár. Líkt og áður segir þykir ólíklegt að það takist en mikið kapp mun þó vera lagt á að það gerist sem fyrst. Þetta er meðal þess sem fram kemur í svari Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns utan flokka. Árið 2018 tóku íslensk stjórnvöld á móti 52 kvótaflóttamönnum og í fyrra var tekið á móti 74. Andrés spurði meðal annars hvar vinna hafi staðið við móttöku flóttafólks í samstarfi við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna þegar stofnunin stöðvaði flutning flóttafólks tímabundið vegna kórónuveirufaraldursins. Samkvæmt svari ráðherra höfðu stjórnvöld móttekið skýrslur sem byggjast á frásögnum einstaklinga og upplýsingum um stöðuna í því landi sem þeir hafi neyðst til að flýja frá, en það er á grundvelli slíkra skýrslna sem Flóttamannastofnun SÞ óskar eftir því við íslenskstjórnvöld taki á móti ákveðnum einstaklingum og fjölskyldum þeirra. Vinna við yfirferð skýrslnanna hélt áfram þrátt fyrir heimsfaraldurinn og þeirri vinnu sé lokið af hálfu Útlendingastofnunar og ríkislögreglustjóra. Aftur á móti hafi ekki verið mögulegt að taka viðtöl við fólkið, líkt og ferlið gerir ráð fyrir, enn sem komið er. Endurskoða hefur þurft allt verklag við móttöku flóttafólks vegna covid-19 að því er segir í svari ráðherra. Félagsmálaráðuneytið vinni nú að gerð samninga við Alþjóðlegu fólksflutningastofnunina (IOM) sem muni taka mið af breyttum aðstæðum. Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Mannréttindi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Félagsmál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Íslensk stjórnvöld hyggjast taka á móti hundrað kvótaflóttamönnum á næsta ári. Það eru öllu fleiri en komið hafa hingað til lands með þeim hætti undanfarin ár. Vegna þeirra tafa og þeirra óvissuþátta sem upp hafa komið vegna heimsfaraldurs covid-19 þykir þó ólíklegt að sá hópur sem til stóð að taka á móti á þessu ári nái koma til landsins fyrir áramót. Ráðgert var að taka á móti 85 kvótaflóttamönnum í ár. Líkt og áður segir þykir ólíklegt að það takist en mikið kapp mun þó vera lagt á að það gerist sem fyrst. Þetta er meðal þess sem fram kemur í svari Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns utan flokka. Árið 2018 tóku íslensk stjórnvöld á móti 52 kvótaflóttamönnum og í fyrra var tekið á móti 74. Andrés spurði meðal annars hvar vinna hafi staðið við móttöku flóttafólks í samstarfi við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna þegar stofnunin stöðvaði flutning flóttafólks tímabundið vegna kórónuveirufaraldursins. Samkvæmt svari ráðherra höfðu stjórnvöld móttekið skýrslur sem byggjast á frásögnum einstaklinga og upplýsingum um stöðuna í því landi sem þeir hafi neyðst til að flýja frá, en það er á grundvelli slíkra skýrslna sem Flóttamannastofnun SÞ óskar eftir því við íslenskstjórnvöld taki á móti ákveðnum einstaklingum og fjölskyldum þeirra. Vinna við yfirferð skýrslnanna hélt áfram þrátt fyrir heimsfaraldurinn og þeirri vinnu sé lokið af hálfu Útlendingastofnunar og ríkislögreglustjóra. Aftur á móti hafi ekki verið mögulegt að taka viðtöl við fólkið, líkt og ferlið gerir ráð fyrir, enn sem komið er. Endurskoða hefur þurft allt verklag við móttöku flóttafólks vegna covid-19 að því er segir í svari ráðherra. Félagsmálaráðuneytið vinni nú að gerð samninga við Alþjóðlegu fólksflutningastofnunina (IOM) sem muni taka mið af breyttum aðstæðum.
Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Mannréttindi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Félagsmál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira