Inter Milan og Atalanta með stórsigra Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. september 2020 21:41 Inter Milan fer vel af stað í ítölsku úrvalsdeildinni. Vísir/Getty Ítalska úrvalsdeildin er komin á fleygiferð og lærisveinar Antonio Conte buðu aftur til veislu. Þá vann Atalanta stórsigur á Lazio. Inter Milan hóf leiktíðina á 4-3 sigri á Fiorentina. Í kvöld unnu þeir 5-2 stórsigur á Benevento á útivelli. Liðið hóf leikinn á besta máta en Romelu Lukaku kom þeim yfir strax á fyrstu mínútu. Roberto Gagliardini kom Inter í 2-0 á 25. mínútu og þremur mínútur síðar hafði Lukaku skorað annað mark sitt og þriðja mark Inter. Gianluca Caprari minnkaði muninn fyrir heimamenn á 34. mínútu en Achraf Hakimi kom Inter aftur þremur mörkum yfir áður en fyrri hálfleikur var úti. One goal, one assist in 45 minutes.Inter have a gem pic.twitter.com/a81HGtjrTi— B/R Football (@brfootball) September 30, 2020 Lautaro Martinez bætti fimmta marki Inter við í síðari hálfleik en Caprari minnkaði muninn að nýju þegar fimmtán mínútur voru til leiksloka. Þar með lauk markasúpu dagsins en Inter vann 5-2 sigur í frábærum leik. Í Róm mættust Lazio og Atalanta. Robin Gosens kom gestunum yfir strax eftir tíu mínútna leik og Hans Hataboer bætti við öðru marki þegar rúmur hálftími var liðinn. Gestirnir voru þó ekki hættir og Alejandro Gomez skoraði þriðja mark þeirra áður en flautað var til hálfleiks. Lazio því 3-0 undir í hálfleik en Felipe Caicedo minnkaði muninn fyrir heimamenn á 57. mínútu. Fjórum mínútum síðar skoraði Gomez sitt annað mark og fjórða mark Atalanta. Gomez var frábær í liði Atalanta í kvöld.EPA-EFE/MAURIZIO BRAMBATTI Lokatölur 4-1 Atlanta í vil sem heldur áfram að vera eitt skemmtilegasta lið Evrópu. Lazio virðist hins vegar ekki ætla að ógna toppliðum deildarinnar verulega á þessari leiktíð. Þá unnu nýliðar Spezia góðan 2-0 útisigur á Udinese. Þegar tveimur umferðum er lokið eru Napoli, Atalanta, Inter, AC Milan og Hellas Verona öll með fullt hús stiga. Lazio hafa á sama tíma unnið einn og tapað einum. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Sjá meira
Ítalska úrvalsdeildin er komin á fleygiferð og lærisveinar Antonio Conte buðu aftur til veislu. Þá vann Atalanta stórsigur á Lazio. Inter Milan hóf leiktíðina á 4-3 sigri á Fiorentina. Í kvöld unnu þeir 5-2 stórsigur á Benevento á útivelli. Liðið hóf leikinn á besta máta en Romelu Lukaku kom þeim yfir strax á fyrstu mínútu. Roberto Gagliardini kom Inter í 2-0 á 25. mínútu og þremur mínútur síðar hafði Lukaku skorað annað mark sitt og þriðja mark Inter. Gianluca Caprari minnkaði muninn fyrir heimamenn á 34. mínútu en Achraf Hakimi kom Inter aftur þremur mörkum yfir áður en fyrri hálfleikur var úti. One goal, one assist in 45 minutes.Inter have a gem pic.twitter.com/a81HGtjrTi— B/R Football (@brfootball) September 30, 2020 Lautaro Martinez bætti fimmta marki Inter við í síðari hálfleik en Caprari minnkaði muninn að nýju þegar fimmtán mínútur voru til leiksloka. Þar með lauk markasúpu dagsins en Inter vann 5-2 sigur í frábærum leik. Í Róm mættust Lazio og Atalanta. Robin Gosens kom gestunum yfir strax eftir tíu mínútna leik og Hans Hataboer bætti við öðru marki þegar rúmur hálftími var liðinn. Gestirnir voru þó ekki hættir og Alejandro Gomez skoraði þriðja mark þeirra áður en flautað var til hálfleiks. Lazio því 3-0 undir í hálfleik en Felipe Caicedo minnkaði muninn fyrir heimamenn á 57. mínútu. Fjórum mínútum síðar skoraði Gomez sitt annað mark og fjórða mark Atalanta. Gomez var frábær í liði Atalanta í kvöld.EPA-EFE/MAURIZIO BRAMBATTI Lokatölur 4-1 Atlanta í vil sem heldur áfram að vera eitt skemmtilegasta lið Evrópu. Lazio virðist hins vegar ekki ætla að ógna toppliðum deildarinnar verulega á þessari leiktíð. Þá unnu nýliðar Spezia góðan 2-0 útisigur á Udinese. Þegar tveimur umferðum er lokið eru Napoli, Atalanta, Inter, AC Milan og Hellas Verona öll með fullt hús stiga. Lazio hafa á sama tíma unnið einn og tapað einum.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Sjá meira