Sýkingin virðist byrjuð að berast í viðkvæmari hópa en áður Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. september 2020 13:53 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/vilhelm Sóttvarnalæknir segir það áhyggjuefni hversu margir liggja nú inni á Landspítala vegna Covid-19. Átta eru inniliggjandi, þar af tveir á gjörgæslu. Svo virðist sem sýkingin sé nú að berast í viðkvæmari hópa en áður, að mati sóttvarnalæknis. Þá gæti þurft að hafa stöðuna á Landspítalanum til hliðsjónar þegar tekin verður ákvörðun um framhald veiruaðgerða. Þrjátíu og þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, þar af voru nítján í sóttkví við greiningu. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir í samtali við Vísi að tölur dagsins séu í samræmi við það sem búist var við. Faraldurinn er nú talinn ganga hægt niður, líkt og lýst er í nýju spálíkani sem birtist í gær. „Við erum aðallega að horfa á fjöldann sem er utan sóttkvíar, sem er merki um samfélagslegt smit. Við vitum að þessi mikli fjöldi sem er í sóttkví, um það bil fimm prósent af honum hafa verið að veikjast þannig að við eigum eftir að sjá fleiri í þeim hópi veikjast.“ Þá segir Þórólfur það áhyggjuefni hversu margir liggi nú inni á sjúkrahúsi vegna Covid. Aldursbil sjúklinganna er frá þrítugsaldri og upp í sjötugsaldur. „Þessi veikindi sem fylgja þessari sýkingu er það sem við höfum mestar áhyggjur af. Fram að þessu höfum við ekki verið að sjá mikið af alvarlegum veikindum og teljum að það hafi stafað af því að frekar ungt fólk væri að sýkjast og alvarlegri veikindi sæjust hjá eldri einstaklingum. Það gæti þannig tekið smá tíma fyrir sýkinguna að berast yfir í viðkvæmari hópa. Mér sýnist það vera að gerast að hluta til núna. Þá kemur þetta í ljós, þessi alvarlegu veikindi með innlögnum.“ Þórólfur segir hlutfall alvarlegra veikinda og spítalainnlagna af fjölda þeirra sem greinast með veiruna vissulega lægra nú en það var í vetur – en þó ekki svo mjög. „Ég held að þegar fram líða stundir sjáum við það að alvarleiki sýkingarinnar er ekkert minni núna en var þá.“ Staðan á spítalanum hafi mikið að segja Þórólfur telur líklegt að fleiri leggist inn á sjúkrahús vegna Covid-19 næstu daga miðað við fjölda þeirra sem smitaðir eru á landinu. „Það er áhyggjuefni. Þá þurfum við að fá góða mynd af því hvernig staðan á spítalanum er og spyrja okkur að því hvort spítalinn geti tekið við þessu öllu.“ Þrjátíu og sjö starfsmenn Landspítala voru í einangrun vegna veirunnar í gær og 121 í sóttkví. Þórólfur segir þessa stöðu á spítalanum vissulega áhyggjuefni. Hana gæti þurft að hafa til hliðsjónar þegar tekin verður ákvörðun um aðgerðir vegna veirunnar. „Það eru mjög mörg atriði sem koma inn í það hvernig spítalinn er í stakk búinn til að taka á fjölda sjúklinga sem þurfa innlagnar við. Hvort það er verra eða betra núna en var í vetur þori ég ekki að segja en við höfum verið að biðja spítalann um upplýsingar, hvernig staðan er þar. Og það gæti líka ráðið því hvort þurfi að fara í harðari aðgerðir ef okkur sýnist að svigrúm spítalans sé mjög mikið minna núna en það var í vetur. Þá þurfum við að hugsa það mjög alvarlega hvort þurfi að grípa til harðari aðgerða til að kveða þetta hraðar niður,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir 33 greindust innanlands og átta nú á sjúkrahúsi 33 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Nítján þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu. 30. september 2020 11:10 Fjórir íbúar og tveir starfsmenn smitaðir á Eir Þegar hafði verið tilkynnt að þrír íbúar væru smitaðir en sá fjórði greindist með veiruna í gær. 30. september 2020 10:03 70 börn og 26 starfsmenn í sóttkví vegna smits á leikskóla Leikskólanum Furugrund í Kópavogi hefur verið lokað eftir að starfsmaður þar greindist með Covid-19 29. september 2020 18:08 Mest lesið Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Sjá meira
Sóttvarnalæknir segir það áhyggjuefni hversu margir liggja nú inni á Landspítala vegna Covid-19. Átta eru inniliggjandi, þar af tveir á gjörgæslu. Svo virðist sem sýkingin sé nú að berast í viðkvæmari hópa en áður, að mati sóttvarnalæknis. Þá gæti þurft að hafa stöðuna á Landspítalanum til hliðsjónar þegar tekin verður ákvörðun um framhald veiruaðgerða. Þrjátíu og þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, þar af voru nítján í sóttkví við greiningu. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir í samtali við Vísi að tölur dagsins séu í samræmi við það sem búist var við. Faraldurinn er nú talinn ganga hægt niður, líkt og lýst er í nýju spálíkani sem birtist í gær. „Við erum aðallega að horfa á fjöldann sem er utan sóttkvíar, sem er merki um samfélagslegt smit. Við vitum að þessi mikli fjöldi sem er í sóttkví, um það bil fimm prósent af honum hafa verið að veikjast þannig að við eigum eftir að sjá fleiri í þeim hópi veikjast.“ Þá segir Þórólfur það áhyggjuefni hversu margir liggi nú inni á sjúkrahúsi vegna Covid. Aldursbil sjúklinganna er frá þrítugsaldri og upp í sjötugsaldur. „Þessi veikindi sem fylgja þessari sýkingu er það sem við höfum mestar áhyggjur af. Fram að þessu höfum við ekki verið að sjá mikið af alvarlegum veikindum og teljum að það hafi stafað af því að frekar ungt fólk væri að sýkjast og alvarlegri veikindi sæjust hjá eldri einstaklingum. Það gæti þannig tekið smá tíma fyrir sýkinguna að berast yfir í viðkvæmari hópa. Mér sýnist það vera að gerast að hluta til núna. Þá kemur þetta í ljós, þessi alvarlegu veikindi með innlögnum.“ Þórólfur segir hlutfall alvarlegra veikinda og spítalainnlagna af fjölda þeirra sem greinast með veiruna vissulega lægra nú en það var í vetur – en þó ekki svo mjög. „Ég held að þegar fram líða stundir sjáum við það að alvarleiki sýkingarinnar er ekkert minni núna en var þá.“ Staðan á spítalanum hafi mikið að segja Þórólfur telur líklegt að fleiri leggist inn á sjúkrahús vegna Covid-19 næstu daga miðað við fjölda þeirra sem smitaðir eru á landinu. „Það er áhyggjuefni. Þá þurfum við að fá góða mynd af því hvernig staðan á spítalanum er og spyrja okkur að því hvort spítalinn geti tekið við þessu öllu.“ Þrjátíu og sjö starfsmenn Landspítala voru í einangrun vegna veirunnar í gær og 121 í sóttkví. Þórólfur segir þessa stöðu á spítalanum vissulega áhyggjuefni. Hana gæti þurft að hafa til hliðsjónar þegar tekin verður ákvörðun um aðgerðir vegna veirunnar. „Það eru mjög mörg atriði sem koma inn í það hvernig spítalinn er í stakk búinn til að taka á fjölda sjúklinga sem þurfa innlagnar við. Hvort það er verra eða betra núna en var í vetur þori ég ekki að segja en við höfum verið að biðja spítalann um upplýsingar, hvernig staðan er þar. Og það gæti líka ráðið því hvort þurfi að fara í harðari aðgerðir ef okkur sýnist að svigrúm spítalans sé mjög mikið minna núna en það var í vetur. Þá þurfum við að hugsa það mjög alvarlega hvort þurfi að grípa til harðari aðgerða til að kveða þetta hraðar niður,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir 33 greindust innanlands og átta nú á sjúkrahúsi 33 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Nítján þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu. 30. september 2020 11:10 Fjórir íbúar og tveir starfsmenn smitaðir á Eir Þegar hafði verið tilkynnt að þrír íbúar væru smitaðir en sá fjórði greindist með veiruna í gær. 30. september 2020 10:03 70 börn og 26 starfsmenn í sóttkví vegna smits á leikskóla Leikskólanum Furugrund í Kópavogi hefur verið lokað eftir að starfsmaður þar greindist með Covid-19 29. september 2020 18:08 Mest lesið Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Sjá meira
33 greindust innanlands og átta nú á sjúkrahúsi 33 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Nítján þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu. 30. september 2020 11:10
Fjórir íbúar og tveir starfsmenn smitaðir á Eir Þegar hafði verið tilkynnt að þrír íbúar væru smitaðir en sá fjórði greindist með veiruna í gær. 30. september 2020 10:03
70 börn og 26 starfsmenn í sóttkví vegna smits á leikskóla Leikskólanum Furugrund í Kópavogi hefur verið lokað eftir að starfsmaður þar greindist með Covid-19 29. september 2020 18:08