Kominn tími á „aðgerðapakka fyrir fólkið“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. september 2020 09:04 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Vísir/Arnar Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir að aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar sem kynntur var í gær virðist mjög miðaður að því að styðja atvinnulífið „enn eina ferðina“. Hann kallar eftir því að næstu aðgerðir styðji launþega. „Ég held að verkalýðshreyfingin hljóti að gera kröfu um að það verði snúið að fólkinu næst,“ sagði Ragnar Þór í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Það þarf að fara í mjög víðtækar aðgerðir út af þeirri staðreynd að við erum að missa þúsundir einstaklinga á strípaðar atvinnuleysisbætur.“ Þannig lagði Ragnar til að bótatímabilið yrði lengt og gripið yrði til samræmdra aðgerða um greiðsluskjól. Inntur eftir því hvort honum þætti þó ekki mikilvægt að eitthvað væri gert fyrir fyrirtæki svo ekki þurfi að segja upp fólki sagði Ragnar að hann væri ekki að draga úr mikilvægi þess. „Ég er ekki að draga úr því. Ég er bara að segja að nú er komið að því að fara í aðgerðapakka fyrir fólkið.“ Þá kvað Ragnar launahækkanir sem taka gildi nú um áramótin, og Samtök atvinnulífsins hafa sagt munu verða þunga byrði á atvinnurekendum, væru lífsnauðsynlegar. „Það má ekki gleyma því að hér er verðbólga að aukast, verðlag hefur farið mjög hækkandi síðustu misseri og það er ekki út af launahækkunum. Það er svolítið dapurlegt að hlusta á málflutning margra innan Samtaka atvinnulífsins um það að launahækkanir, sérstaklega á lægstu kjörin, leiði til uppsagna og verðbólgu og ég veit ekki hvað og hvað.“ Samtök atvinnulífsins ákváðu í gær að standa við lífskjarasamninginn sem undirritaður var í fyrravor og hættu við fyrirhugaða atkvæðagreiðslu félagsmanna, þar sem kjósa átti um uppsögn samningsins. Ákvörðun SA var tekin eftir að ríkisstjórnin kynnti átta atriða aðgerðapakka í gærmorgun, sem felur m.a. í sér 0,25 prósenta lækkun á tryggingagjaldi. Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Segir SA hafa sett á svið sjónarspil og skrípaleik Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir Samtök atvinnulífsins hafa sett á svið „sjónarspil“ og „skrípaleik“ þegar til stóð að fara í atkvæðagreiðslu um hvort segja ætti Lífskjarasamningnum upp. Sjónarspilið hafi svo breyst í „fjárkúgun“ á hendur stjórnvöldum. 29. september 2020 20:24 Segir ákvörðunina fyrirsjáanlega en rökrétta Forseti ASÍ segir ákvörðun stjórnar SA um að láta lífskjarasamningana standa áfram hafa verið fyrirsjáanlega. Það kom henni á óvart að atkvæðagreiðsla um málið hafi verið blásin af. 29. september 2020 19:18 Telur erfiðan vetur framundan þrátt fyrir að stillt hafi verið til friðar Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins telur fullvíst að erfiður vetur sé framundan hjá fyrirtækjum landsins, þrátt fyrir að stillt hafi verið til friðar á vinnumarkaði með aðgerðum ríkistjórnarinnar sem kynntar voru í dag. 29. september 2020 18:58 Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir að aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar sem kynntur var í gær virðist mjög miðaður að því að styðja atvinnulífið „enn eina ferðina“. Hann kallar eftir því að næstu aðgerðir styðji launþega. „Ég held að verkalýðshreyfingin hljóti að gera kröfu um að það verði snúið að fólkinu næst,“ sagði Ragnar Þór í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Það þarf að fara í mjög víðtækar aðgerðir út af þeirri staðreynd að við erum að missa þúsundir einstaklinga á strípaðar atvinnuleysisbætur.“ Þannig lagði Ragnar til að bótatímabilið yrði lengt og gripið yrði til samræmdra aðgerða um greiðsluskjól. Inntur eftir því hvort honum þætti þó ekki mikilvægt að eitthvað væri gert fyrir fyrirtæki svo ekki þurfi að segja upp fólki sagði Ragnar að hann væri ekki að draga úr mikilvægi þess. „Ég er ekki að draga úr því. Ég er bara að segja að nú er komið að því að fara í aðgerðapakka fyrir fólkið.“ Þá kvað Ragnar launahækkanir sem taka gildi nú um áramótin, og Samtök atvinnulífsins hafa sagt munu verða þunga byrði á atvinnurekendum, væru lífsnauðsynlegar. „Það má ekki gleyma því að hér er verðbólga að aukast, verðlag hefur farið mjög hækkandi síðustu misseri og það er ekki út af launahækkunum. Það er svolítið dapurlegt að hlusta á málflutning margra innan Samtaka atvinnulífsins um það að launahækkanir, sérstaklega á lægstu kjörin, leiði til uppsagna og verðbólgu og ég veit ekki hvað og hvað.“ Samtök atvinnulífsins ákváðu í gær að standa við lífskjarasamninginn sem undirritaður var í fyrravor og hættu við fyrirhugaða atkvæðagreiðslu félagsmanna, þar sem kjósa átti um uppsögn samningsins. Ákvörðun SA var tekin eftir að ríkisstjórnin kynnti átta atriða aðgerðapakka í gærmorgun, sem felur m.a. í sér 0,25 prósenta lækkun á tryggingagjaldi.
Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Segir SA hafa sett á svið sjónarspil og skrípaleik Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir Samtök atvinnulífsins hafa sett á svið „sjónarspil“ og „skrípaleik“ þegar til stóð að fara í atkvæðagreiðslu um hvort segja ætti Lífskjarasamningnum upp. Sjónarspilið hafi svo breyst í „fjárkúgun“ á hendur stjórnvöldum. 29. september 2020 20:24 Segir ákvörðunina fyrirsjáanlega en rökrétta Forseti ASÍ segir ákvörðun stjórnar SA um að láta lífskjarasamningana standa áfram hafa verið fyrirsjáanlega. Það kom henni á óvart að atkvæðagreiðsla um málið hafi verið blásin af. 29. september 2020 19:18 Telur erfiðan vetur framundan þrátt fyrir að stillt hafi verið til friðar Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins telur fullvíst að erfiður vetur sé framundan hjá fyrirtækjum landsins, þrátt fyrir að stillt hafi verið til friðar á vinnumarkaði með aðgerðum ríkistjórnarinnar sem kynntar voru í dag. 29. september 2020 18:58 Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Sjá meira
Segir SA hafa sett á svið sjónarspil og skrípaleik Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir Samtök atvinnulífsins hafa sett á svið „sjónarspil“ og „skrípaleik“ þegar til stóð að fara í atkvæðagreiðslu um hvort segja ætti Lífskjarasamningnum upp. Sjónarspilið hafi svo breyst í „fjárkúgun“ á hendur stjórnvöldum. 29. september 2020 20:24
Segir ákvörðunina fyrirsjáanlega en rökrétta Forseti ASÍ segir ákvörðun stjórnar SA um að láta lífskjarasamningana standa áfram hafa verið fyrirsjáanlega. Það kom henni á óvart að atkvæðagreiðsla um málið hafi verið blásin af. 29. september 2020 19:18
Telur erfiðan vetur framundan þrátt fyrir að stillt hafi verið til friðar Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins telur fullvíst að erfiður vetur sé framundan hjá fyrirtækjum landsins, þrátt fyrir að stillt hafi verið til friðar á vinnumarkaði með aðgerðum ríkistjórnarinnar sem kynntar voru í dag. 29. september 2020 18:58